Almennar upplýsingar um atkvæðagreiðlsu utan kjörfundar

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna sveitarstjórnarkosninga laugardaginn 31. maí 2014

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hjá sýslumönnum vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí 2014 hófst laugardaginn 5. apríl 2014. Greiða má atkvæði utan kjörfundar á skrifstofum og útibúum allra sýslumanna og öðrum þeim stöðum sem nefndir eru eða vísað er til hér að neðan á þeim tíma sem tiltekinn er. (Embættin eru talin í landfræðilegri röð umhverfis landið). 

Athugið að upplýsingarnar geta breyst án fyrirvara.

Kosið verður á sjúkrahúsum, dvalarheimilum aldraða, fangelsum og öðrum slíkum stofnunum samkvæmt nánari ákvörðun sýslumanns á hverjum stað í samráði við viðkomandi forstöðumenn. Verður það jafnframt birt hér á vefnum þegar það liggur fyrir og tilkynning hefur borist frá viðkomandi sýslumanni.  Aðeins er ætlast til að sjúklingar og vistmenn á stofnunum kjósi á þeim stofnunum sem um ræðir. 

Ósk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, skal vera skrifleg og studd vottorði lögráða manns um hagi kjósandans. Hún þarf að hafa borist hlutaðeigandi embætti sýslumanns eigi síðar en kl. 16:00 fjórum dögum fyrir kjördag eða þriðjudaginn 27. maí kl 16:00.

Athugið að öllum þeim sem eru skráðir á kjörskrá er heimilt að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá hvaða sýslumanni sem er óháð búsetu eða lögheimili.

Nálgast má ýmsar almennar upplýsingar um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar á kosningavef innanríkisráðuneytisins www.kosning.is.

Sýslumaðurinn í Reykjavík  
Skógarhlíð 6, Reykjavík. 

 • Akvæðagreiðslan skrifstofu sýslumannsins í Reykjavík að Skógarhlíð 6, Reykjavík, frá kl. 8:30 til 15:00 virka daga. Laugardaginn 17. maí og sunnudaginn 18. maí nk. fer hún fram á skrifstofunni frá kl. 12:00 til kl. 14:00.
 • Frá og með mánudeginum 19. maí nk. fer atkvæðagreiðslan fram í Laugardalshöll og þá verður opið alla daga frá kl. 10:00 – 22:00. Á kjördag verður opið frá kl. 10:00 – 17:00 fyrir þá kjósendur sem búa utan höfuðborgarsvæðisins.

            Símar embættisins í Laugardalshöll verða 860-3380 og 860-3381. Neyðarsími kjörstjóra er 860-3382.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum o.fl. í umdæmi sýslumannsins í Reykjavík

 •  Hjúkrunarheimilið Sóltún, mánudaginn 19. maí, kl. 13:00-14:30.
 •  Skjól við Kleppsveg, þriðjudaginn 20. maí, kl. 13:00-15:00.
 •  Skógarbær við Árskóga, þriðjudaginn 20. maí, kl. 15:30 – 17:30.
 •  Droplaugarstaðir við Snorrabraut, miðvikudaginn 21. maí, kl. 15:00-17:00.
 •  Seljahlíð, Hjallaseli 55,  miðvikudaginn 21. maí, kl. 15:30- 17:30.
 •   Vík, fimmtudaginn 22. maí, kl. 13:00 – 14:30.
 •   Hlaðgerðarkot - fimmtudaginn 22. maí, kl. 15:30-17:30.
 •   Landspítalinn Háskólasjúkrahús Landakot,  fimmtudaginn 22. maí, kl. 15:00-17:00.
 •   Eir í Grafarvogi, föstudaginn 23. maí, kl. 13:00-16:00.
 •   Hamrar í Mosfellsbæ,  föstudaginn 23. maí, kl. 14:30-16:00
 •   Hrafnista,  laugardaginn 24. maí, kl. 11:00-15:00.
 •   Dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund, laugardaginn 24. maí, kl. 11:00-15:00.
 •   Mörkin,  laugardaginn 24. maí, kl. 11:00-14:00.
 •   Kleppsspítali, mánudaginn 26. maí, kl. 15:00-16:00.
 •   Hegningarhúsið við Skólavörðustíg,  mánudaginn 26. maí, kl. 15:30-16:30. 
 •   Landspítalinn Grensásdeild, þriðjudagur 27. maí, kl. 17:00 -18:00.
 •   Landspítalinn Háskólasjúkrahús Fossvogi, fimmtudaginn 29. maí, kl. 13:00-16:00.
 •   Landspítalinn Háskólasjúkrahús Hringbraut,  föstudaginn 30. maí, kl. 14:00-17:00.Sýslumaðurinn í Kópavogi

    Dalvegi 18, 3. hæð, Kópavogi.

 • Alla virka daga til og með 16. maí frá kl. 9.00 - 15.00.
 • Laugardagana 17. og 24. maí frá kl. 10.00 - 13.00.
 • Sunnudagana 18. og 25. maí frá kl. 13.00 - 16.00.
 • Alla virka daga frá mánudeginum 19. maí til föstudagsins 30. maí frá kl. 9.00 - 19.00.
 • Uppstigningardag, fimmtudaginn 29. maí, frá kl. 13.00 - 16.00.
 • Á kjördag verður opið frá kl. 10.00 - 12.00.

 Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar á stofnunum í umdæmi sýslumansins í Kópavogi

 •  Hrafnista, Boðaþingi, miðvikudaginn 21. maí 2014 kl. 14.00-15.00.
 •  Hjúkrunarheimilið Sunnhlíð, fimmtudaginn 22. maí 2014 kl. 14.00-15.00.
 •  Fangelsið, Kópavogsbraut, föstudaginn 23. maí 2014 kl. 13:30-14:00.
 •  Líknardeild LSH, miðvikudaginn 28. maí  2014 kl. 14.00-14.30.


Sýslumaðurinn í Hafnarfirði

   Bæjarhraun 18, 3. hæð, Hafnarfirði.

 • Alla virka daga til og með 16. maí frá kl. 9.00 - 15.00.
 • Laugardagana 17. og 24. maí frá kl. 10.00 - 13.00.
 • Sunnudagana 18. og 25. maí frá kl. 13.00 - 16.00.
 • Alla virka daga frá mánudeginum 19. maí til föstudagsins 30. maí frá kl. 9.00 - 19.00.
 • Uppstigningardag, fimmtudaginn 29. maí, frá kl. 13.00 - 16.00.
 • Á kjördag verður opið frá kl. 10.00 - 12.00.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar á stofnunum í umdæmi sýslumansins í Hafnarfirði

 •   Sólvangur, Hafnarfirði, þriðjudaginn 20. maí 2014 kl. 10.00-11.00.
 •   Hrafnista, Hafnarfirði, þriðjudaginn 20. maí  2014 kl. 13.00-15.00.
 •   Hjúkrunarheimilið Ísafold, Garðabæ, miðvikudaginn 21. maí 2014 kl. 10.00-12.00.
 •   Landsspítalinn, Vífilsstöðum, miðvikudaginn 21. maí 2014 kl. 13:00-14:00Sýslumaðurinn á Akranesi  
Stillholt 16-18, Akranesi.

 • Alla virka daga frá kl. 9.30 - 12.00 og 12.30 - 15.30.
 • Kosningasími utan skrifstofutíma er 864 0711 (atkvæðagreiðslu utan kjörfundar líkur kl.12.00 á kjördag).

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar á stofnunum í umdæmi sýslumannsins á Akranesi

 • Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili, fimmtudaginn 22. maí kl.10.00-12.00.
 • Sjúkrahúsið á Akranesi, fimmtudaginn 22. maí kl.14.00-15.00.Sýslumaðurinn í Borgarnesi  
Bjarnarbraut 2, Borgarnesi
.

 • Alla virka daga frá kl. 9.00 -12.00 og 13.00 -15.00.
 • Hægt er að kjósa aðra daga samkvæmt nánara samkomulagi við kjörstjóra.
 • Á kjördag  verður hægt að kjósa  utan kjörfundar  frá kl. 14:00-16:00.


Sýslumaður Snæfellinga (í Stykkishólmi)

   Borgarbraut 2, Stykkishólmi.

 • Alla virka daga frá kl. 10.00 -15.00.
 • Frá og með 7. maí verður einnig hægt að greiða atkvæði á eftirtöldum stöðum sem hér segir:
 • Útibú sýslumanns, Hrannarstíg 2 í Grundarfjarðarbæ, á miðvikudögum og fimmtudögum frá kl. 17.00 - 19.00.
  Útibú sýslumanns, Bankastræti 1a í Snæfellsbæ, (Ólafsvík) á mánudögum frá kl. 10:00-15:00 og fimmtudögum frá kl. 10.00 -14.00.
 • Skrifstofu hreppsstjóra, Miklaholtsseli í Eyja- og Miklaholtshreppi, á fimmtudögum frá kl. 12:00-13.00. 


Sýslumaðurinn í Búðardal   Miðbraut 11, Búðardal.
 • Alla virka daga frá kl. 12:30 -16:00.


Sýslumaðurinn á Patreksfirði   Aðalstræti 92, Patreksfirði.

 • Alla virka daga frá kl. 9:30 -12 og 13-15:30.  Þeir sem ætla að kjósa utan kjörfundar 29. maí eru vinsamlega beðnir um að hringja í símanúmer 898-9296.
 • Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar í Reykhólahreppi verður auglýst sérstaklega á ákveðnum dögum á heimasíðu Reykhólahrepps, www.reykholar.is en kosið verður á skrifstofu Reykhólahrepps.
  Nánari upplýsingar veitir sýslumaður í síma 450-2200.


Sýslumaðurinn á Ísafirði   Hafnarstræti 1, Ísafirði.

 • Alla virka daga frá kl. 9:30 - 12:00 og 12:30-15:30.
 • Á uppstigningardag 29.  maí nk. verður opið frá kl. 10:00 - 16:00.

Atkvæðagreiðsla á stofnunum í umdæmi sýslumannsins á Ísafirði fer fram sem hér segir:

 • Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði, mánudaginn 26. maí kl. 16:00.
 • Hlíf, Torfnesi, mánudaginn 26. maí kl. 13:00.
 • Tjörn, Þingeyri, þriðjudaginn 27. maí kl. 16:00.Sýslumaðurinn í Bolungarvík   Aðalstræti 12, Bolungarvík,

 • Alla virka daga frá kl. 9:30 -15:00.


Sýslumaðurinn á Hólmavík   Hafnarbraut 25, 2. hæð, Hólmavík,

 • Alla virka daga frá kl. 9:00-12:00 og 13:00-15:30.
 • Á kjördag verður opið frá kl. 11:00 - 13:00.

Ef nauðsyn krefur er hægt að kjósa utan venjulegs opnunartíma skv. nánara samkomulagi við kjörstjóra (s. 862 5255).

Atkvæðagreiðsla á stofnunum í umdæmi sýslumannsins á Hólmavík fer fram sem hér segir:

 • Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Hólmavík, þriðjudaginn 27. maí 2014 kl. 13:00.


Sýslumaðurinn á Blönduósi   Hnjúkabyggð 33, Bönduósi,

 • Alla virka daga frá kl. 9:00 -15:00 - eða eftir nánara samkomulagi.
 • Á kjördag verður opið hjá sýslumannsembættinu á Blönduósi frá kl. 16:00 – 18:00.

Eftirtaldir hafa verið skipaðir hreppsstjórar vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslunnar:

 • Húnaþing vestra:
  Guðrún Ragnarsdóttir, Bakkatúni 2, Hvammstanga, s-893-7700.

 •  Sveitarfélagið Skagaströnd:
   Lárus Ægir Guðmundsson, Einbúastíg 2, Skagaströnd, s-864-7444.Sýslumaðurinn á Sauðárkróki Suðurgötu 1, Sauðárkróki.
 • Alla virka daga til og með 16. maí frá kl. 9:00 – 15:00.
 • Frá og með mánudeginum 19. maí nk. fram að kosningum verður opnunartími frá kl. 9:00 – 20:00 virka daga.
 • Uppstigningardag, fimmtudaginn 29. maí frá kl. 10:00 – 14:00
 • Laugardaginn 24. maí og á kjördag 31. maí verður opið frá kl 9:00 – 12:00.

Atkvæðagreiðsla á stofnunum í umdæmi sýslumannsins á Sauðárkróki fer fram sem hér segir:

 • Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki, þriðjudaginn 27. maí kl. 09:00.


Sýslumaðurinn á Siglufirði   Gránugötu 6, Siglufirði.

 • Alla virka daga frá kl. 9:00-15:00.


Sýslumaðurinn á Akureyri   Hafnarstræti 107, Akureyri.

 • Kosið er frá kl. 09:00 til 18:30  í Menningarhúsinu Hofi, Strandgötu 12, Akureyri, 2. hæð,   frá mánudegi til föstudags og milli kl. 14:00 og 17:00  laugardaginn 24. maí og sunnudaginn 25. maí.
 • Á uppstigningardag 29. maí er opið milli kl. 14:00 og 17:00. 
 • Á kjördag er opið frá kl. 10:00 til 18:00.
 •  Á skrifstofu embættisins í lögreglustöðinni á Dalvík er kosið milli kl. 09:30 og 13:30 frá mánudegi til föstudags. 
 • Kosið er hjá kjörstjóra í Grýtubakkahreppi á opnunartíma skrifstofu sveitarfélagsins.
 • Kosið er hjá kjörstjóra í Grímsey eftir samkomulagi við hann.

 Atkvæðagreiðsla á stofnunum í umdæmi sýslumannsins á Akureyri fer fram sem hér segir:

 • Dalbær,  miðvikudaginn  21. maí   kl.  11:00 .
 • Dvalarheimilið Hlíð,  föstudaginn 23. maí  kl.  13:00.
 • Hjúkrunarheimilið Lögmannshlíð,  mánudaginn 26. maí  kl.  13:00.          
 • Kristnesspítali , þriðjudaginn 27. maí kl.  14:00         
 • Fangelsi, miðvikudaginn 28. maí  kl.  10:30        
 • Sjúkrahúsið á Akureyri.  miðvikudaginn 28. maí kl. 14:00         Sýslumaðurinn á Húsavík Útgarði 1, Húsavík

 • Alla virka daga frá kl. 9:30 - 15:00.
  Laugardaginn 24. maí og sunnudaginn 25. maí frá kl. 10:00 – 12:00.
 • Uppstigningardag 29. maí frá kl. 10:00 – 12:00.

   Á kjördag frá kl. 10:00 – 12:00.

   Atkvæðagreiðsla á stofnunum í umdæmi sýslumannsins á Húsavík fer fram sem hér segir:

   Auk þess verður hægt að kjósa utankjörfundar sem hér segir: 

  •  Hvammur – heimili aldraðra – Húsavík, föstudaginn 23. maí kl. 10:00.
  •  Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Húsavík, föstudaginn 23. maí kl. 13:00.
  • Skrifstofu Þingeyjarsveitar, mánudaginn 26. maí kl. 14:00 – 16:00.
  • Skrifstofu Norðurþings á Kópaskeri, þriðjudaginn 27. maí kl. 9:30 – 10:30.
  • Skrifstofu Norðurþings á Raufarhöfn, þriðjudaginn 27. maí kl. 12:00 – 13:00.
  • Lögreglustöðinni á Þórshöfn, þriðjudaginn 27. maí kl. 15:00 – 16:00, en einnig er hægt að kjósa þar skv. ákvörðun lögreglumanns á vakt.


Sýslumaðurinn á Seyðisfirði

   Bjólfsgötu 7, Seyðisfirði.

 • Alla virka daga frá kl. 9:00 - 15:00.
 • Útibú sýslumanns Lyngási 15, Egilsstöðum, alla virka daga frá kl. 9:00-12:00 og 13:00-15:00.
 • Útibú sýslumanns á Vopnafirði, Lónabraut 2, Vopnafirði, opið virka daga kl. 10:00-13:00.


Sýslumaðurinn á Eskifirði   Strandagötu 52, Eskifirði.

 • Alla virka daga fram að kjördegi milli kl. 9 – 15:30.
 • Einnig er hægt að kjósa á eftirtöldum stöðum eftir samkomulagi: 
  Í Neskaupstað hjá Níels Atla Hjálmarssyni, s. 849-5007
  Á Djúpavogi hjá Magnúsi Hreinssyni, s. 867-7160. 
  Á Fáskrúðsfirði hjá Elvari Óskarssyni frá 22. - 25. maí, s. 892-8859 og Óskari Þór Guðmundssyni, frá 26.-30. maí nk. . s 894-9909. 
 • Kosningasími utan skrifstofutíma er 865 8959.
Atkvæðagreiðsla á stofnunum í umdæmi sýslumannsins á Eskifirði fer fram sem hér segir:
 • Dvalarheimilinu Hulduhlíð, Eskifirði, fimmtudaginn 22. maí 2014,  frá kl. 11:00 til 12:00.
 • Dvalarheimilinu Uppsölum, Fáskrúðsfirði, fimmtudaginn 22. maí 2014,  frá kl. 13:00 til 14:00.
 • Á hjúkrunar- og sjúkradeild FSN, mánudaginn 19. maí 2014,  frá kl. 10:00 til 12:00.Sýslumaðurinn á Höfn   Hafnarbraut 36, Höfn.

 • Alla virka daga frá kl. 9:30 til 12:00 og 12:30 til 15:30.


Sýslumaðurinn í Vík   Ránarbraut 1, Vík.

 • Alla virka daga fram að kjördegi frá kl. 9:00 - 15:30.  Laugardaginn 31.  maí verður opið frá kl. 11.00-13.00.

  Atkvæðagreiðsla á stofnunum í umdæmi sýslumannsins í Vík fer fram sem hér segir:
  • Á dvalarheimili aldraðra í Vík, Hjallatúni, þriðjudaginn 20. maí kl. 14.00.
  • Á dvalarheimili aldraðra á Kirkjubæjarklaustri, Klausturhólum, miðvikudaginn 21. maí kl. 14.30.


Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum   Heiðarvegi 15, Vestmannaeyjum.

 • Alla virka daga frá kl. 09.30 - 15.00.
 • Auk þess verður opið utan venjulegs skrifstofutíma  sem hér segir:

  þriðjudaginn 20. maí kl. 16:00-18:00 og fimmtudaginn 22. maí, kl. 16:00 – 20:00,
  þriðjudaginn 27. maí kl. 16-20:00, uppstigningardag 29. maí, kl. 14-16:00
  og föstudaginn 30. maí, kl. 16-20:00
  og á kjördag, laugardaginn 31. maí frá kl. 10:00 – 12:00.

              Kjósendum er vinsamlegast bent á að notfæra sér ofangreinda opnunartíma, fremur en skrifstofutíma.
 • Atkvæðagreiðsla á stofnunum í umdæmi sýslumannnsins í Vestmannaeyjum fer fram sem hér segir:

 • Á Hraunbúðum, mánudaginn 26. maí, kl. 16:00.
 • Á Heilbrigðistofnun Vestmannaeyja, miðvikudaginn 28. maí, kl. 16:00.Sýslumaðurinn á Hvolsvelli Austurvegi 6, Hvolsvelli.

 • Alla virka daga frá kl. 9:30 -15:00. 
  Hafa má samband í s. 863-3048 Helga eða  845-8778 Gróa ef nauðsynlega þarf að kjósa
Atkvæðagreiðsla á stofnunumí umdæmi sýslumannsins á Hvolsvelli  fer fram sem hér segir;
 • Dvalar-og hjúkrunarheimilið  Lundur, Hellu,  mánudaginn 26. maí kl 10:00.

 •  Kirkjuhvoll, heimili aldraðra, Hvolsvelli, þriðjudaaginn 27. maí  kl 10:00.Sýslumaðurinn á Selfossi   Hörðuvöllum 1, Selfossi.
 • Alla virka daga frá kl. 09:15 - 14:15.
 • Dagana 26. –28. maí kl. 9:15 –18:00
 • Uppstigningardagur29. maíkl. 10:00 –13:00
 • Föstudagurinn 30. maí kl. 9:15–20:00
 • Á kjördag 31. maíkl. 10:00 –12:00


 • Þjónustumiðstöð aldraðra, Grænumörk 5, Selfossi, föstudaginn 30. maí kl. 10:00 – 11:00.                  
 • Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi, sjúkra- og hjúkrunardeildir   föstudaginn 30. maí kl. 13:00 – 15:00

  Auglýsing þessi er jafnframt tilkynning til umboðsmanna lista, sbr. 23. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998.Sýslumaðurinn í Keflavík   Vatnsnesvegi 33, Reykjanesbæ:

Reykjanesbær: 

 • Alla virka daga frá kl. 08:30 til 19:00
 • Laugardagana 17. og 24. maí frá kl. 10:00 til 14:00
 • Á uppstigningardag, fimmtudaginn 29. maí frá kl. 10:00 til 14:00
 • Á  kjördag, laugardaginn 31. maí frá kl. 10:00 til 14:00

Grindavík:                                                                                                                                       

 • Opið virka daga og á uppstigningardag sem hér segir:
 • Til og með 23. maí frá kl. 08:30 til 13:00. 
 • Dagana 26.- 28. og 30. maí frá kl. 08:30 til 18:00.
 • Á uppstigningardag, fimmtudaginn 29. maí, frá kl. 10:00 til 14:00.

Atkvæðagreiðsla á stofnunum og dvalarheimilum aldraðra í umdæmi sýslumannsins í Keflavík fer fram 26. til 28. maí nk. sem hér segir:

 • Nesvellir, Reykjanesbæ:              mánudaginn 26. maí kl. 10:00-12:00
 • Hlévangur, Reykjanesbæ:           þriðjudaginn 27. maí  kl. 11:00-12:00
 • Víðihlíð í Grindavík:                       miðvikudaginn 28. maí  kl. 10:30-11:30
 • HSS Reykjanesbæ:                        miðvikudaginn 28.maí  kl. 13:00-14:00

Nánar auglýst á viðkomandi stofnun.


Kjósendur skulu hafa kynnt sér hvar þeir eru á kjörskrá og hafa meðferðis persónuskilríki til að sanna hverjir þeir eru, ef með þarf.Uppfært 19.05.2014. Athugasemdir sendist á umsjónarmann vefsins á netfangið vefur@syslumenn.is