Vegna smithættu af völdum COVID 19 hvetja sýslumenn alla viðskiptavini sína til að forðast að koma í afgreiðslur embættanna sé þess nokkur kostur. Bent er á að fjölmörgum erindum má sinna í gegn um þennan vef eða vefinn island.is, flest eyðublöð eru komin á stafrænt form og auðvelt að hafa samband með tölvupósti, síma eða um netspjall. Sjá nánar um úrræði og ráðstafanir vegna Covid 19 hjá embættum sýslumanna.