Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar um tillögu að sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi

Vakin skal athygli á að við kosningar um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi, þ.e.

Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar, sem fara

fram laugardaginn 26. október nk., má greiða atkvæði utan kjörfundar hjá öllum sýslumönnum
í skrifstofum þeirra og útibúum á þeim tíma sem opið er fram að kjördegi.

Athuga að við atkvæðagreiðsluna ber að framvísa persónuskilríkjum.