Viðtal vegna skilnaðar

Panta þarf viðtalstíma til að biðja um skilnað að borði og sæng eða beinan lögskilnað. Bið eftir tíma er u.þ.b. 3 vikur.

Þú getur valið hvort þú pantar tíma bara fyrir þig eða fyrir ykkur bæði hjónin.

Þú getur komið með einhvern með þér til viðtals sem þú pantar fyrir þig.

Ef bæði hjónin mæta, þurfa þau að vera sammála um hverjir aðrir sitji fundinn.

Hægt er að biðja um að viðtalið fari fram á ensku.

Ef þörf er á túlki í viðtalinu þarft þú að útvega hann.

Í viðtalinu er hægt að láta vita af því ef þú hefur orðið fyrir ofbeldi af hálfu maka þíns og vilt ekki mæta til viðtala með makanum. Hægt er bíða á biðstofu á 1. hæð og láta vita af komu sinni þar á þjónustuborði.

Viðtalið er hjá fulltrúa sýslumanns, sem er lögfræðingur.

Í viðtalinu eru veittar upplýsingar um þær lagareglur sem reynir á við skilnaðinn.

Sjá nánar á upplýsingasíðu um skilnað.

Algengar spurningar:

Hvað þarf að koma með í viðtal vegna skilnaðar?

Viðtalið getur farið fram þó engin gögn séu lögð fram. Í viðtalinu er bókar sýslumaður eða fulltrúi hans í gerðabók m.a. um kröfu um skilnað og afstöðu til forsjár, lögheimilis og meðlags. Gögn er hægt að leggja fram á síðari stigum skilnaðarmáls.

Hvað þarf til þess að við getum fengið skilnað að borði og sæng strax eftir eitt viðtal?

 • Hjónin mæta bæði og lýsa sig sammála um að fá skilnað að borði og sæng.
 • Hjónin leggja fram:
  • vottorð prests um árangurslausa sáttatilraun, ef barn er á heimilinu.
  • skriflegan fjárskiptasamning sín á milli eða úrskurð um opinber skipti (ef eignir eru).
 • Hjónin lýsa yfir í viðtalinu:
  • samkomulagi um lögheimili barns eða leggja fram stefnu í forsjármáli.
  • samkomulagi um meðlagsgreiðslur, eða gera kröfu um meðlagsúrskurð ágreiningsmáli.
  • samkomulagi um lífeyri / eða að ekki verði um lífeyri að ræða.
 • Greitt fyrir leyfisbréf til skilnaðar að borði og sæng kr. XXXXX .

Hvað þýðir skilnaður að borði og sæng?

Erfðaréttur fellur niður milli hjónanna. Hjónabandinu er ekki lokið, þannig að þau geta ekki gengið á ný í hjónaband. Ef hjónin taka á ný upp sambúð eftir skilnað að borði og sæng, fellur sá skilnaður niður. Hjónin geta sameiginlega óskað eftir lögskilnaði, og þar með lokið hjónabandinu, eftir að sex mánuðir eru linir frá skilnaði að borði og sæng.

Er hægt að fá lögskilnað strax?

Ef annað hjóna hefur framið hjúskaparbrot getur hitt farið fram á lögskilnað strax, þ.e. án þess að skilnaður að borði og sæng komi á undan. Ef annað hjóna beitt hitt ofbeldi, getur sá sem fyrir því varð óskað lögskilnaðar. Ef hjónin hafa ekki búið saman í tvö ár vegna ósamlyndis getur hvort um sig farið fram á lögskilnað.

í öllum þessum til vikum gildir að til þess að fá skilnað hjá sýslumanni þurfa hjónin að vera sammála um grundvöll skilnaðarins. Þ.e. er annar krefst lögskilnaðar á grundvelli hjúskaparbrots eða ofbeldis og hitt kannast ekki við háttsemina, eða vill ekki að lögskilnaður verði veittur á þeim grundvelli, þá fæst hann ekki hjá sýslumanni, en hægt er að leita til dómstóla með kröfuna, eða skoða hvort grundvöllur sé fyrir samkomulagi um að fá skilnaða að borði og sæng.

Hvað gerist ef við erum ekki sammála um forsjá eða lögheimili?

Skilnaðarleyfi verður ekki gefið út að svo stöddu. Skilnaðarmálinu er vísað til sáttameðferðar þar sem gefst tækifæri til að tala um ágreininginn á fundi sem sáttamaður stýrir.

Ef samkomulag næst ekki í sátameðferð, getur sýslumaður ekki veitt skilnaðarleyfi, fyrir en búið er að höfða dómsmál vegna ágreiningsins.

Hvað gerist ef við erum ekki sammála um fjárskipti?

Skilnaðarleyfi verður ekki gefið út að svo stöddu. Hjónin hafa forræði á því hvort þau reyna að leita samkomulags sín á milli, eftir atvikum með aðstoð lögmanna sinna. Þau geta hvort um sig ákveðið að óskað opinberra skipta til fjárslita, slíkri kröfu er bent til héraðsdóms og skipar héraðsdómur skiptastjóra.

Ef ég mæti ein / einn, hvað gerist næst?

Maki er boðaður til viðtals.

Þarf ég að mæta með maka mínum til sáttameðferðar?

Ef þú lætur vita af því á fundi vegna skilnaðar, að þú viljir ekki mæta til sameiginlegs samtals, þá skalt þú láta vita af því og verðu þá orðið við þeim tilmælum. Ef afstaða þín er til komin vegna ofbeldis eða ótta um að því verði beitt, þá skalt þú láta vita af því.

Um leið og þetta er sagt er mikilvægt að taka fram að markmið sáttameðferðar er að deiluaðilar nái að ræða saman um mál sitt í öruggum aðstæðum með aðstoð sáttamanns.

Hvernig fæst lögskilnaður þegar við erum búnir að vera skildir að borði og sæng?

Sótt er um hann á eyðublaði sjá nánari upplýsingar hér. Almennt þarf ekki að mæta til viðtals.

Hvað kostar skilnaður?

Skilnaður að borði sæng kostar kr. XXXX og lögskilnaður kr. XXXX.