Viðtal vegna sambúðarslita

Panta þarf viðtalstíma til að slíta skráðri sambúð þar sem eru sameiginleg börn. Bið eftir tíma er u.þ.b. 5 vikur.

Þú getur valið hvort þú pantar tíma bara fyrir þig eða fyrir ykkur bæði.

Þú getur komið með einhvern með þér til viðtals sem þú pantar fyrir þig.

Ef bæði mæta, þurfa þau að vera sammála um hverjir aðrir sitji fundinn.

Hægt er að biðja um að viðtalið fari fram á ensku.

Ef þörf er á túlki í viðtalinu þarft þú að útvega hann.

Í viðtalinu er hægt að láta vita af því ef þú hefur orðið fyrir ofbeldi af hálfu sambúðarmaka þíns og vilt ekki mæta til viðtala með sambúðarmakanum. Hægt er bíða á biðstofu á 1. hæð og láta vita af komu sinni þar á þjónustuborði.

Viðtalið er hjá fulltrúa sýslumanns, sem er lögfræðingur.

Í viðtalinu eru veittar upplýsingar um þær lagareglur sem reynir á við sambúðarslitin.

Sjá upplýsingasíðu um sambúðarslit.

Algengar spurningar:

Hvað þarf að koma með í viðtal vegna sambúðarslita.

Viðtalið getur farið fram þó engin gögn séu lögð fram. Í viðtalinu er bókar sýslumaður eða fulltrúi hans í gerðabók m.a. um kröfu um skilnað og afstöðu til forsjár, lögheimilis og meðlags.

Hvað þarf til þess að hægt sé að slíta sambúðinni í viðtalinu?

Foreldrar þurfa að bæði að mæta og lýsa yfir samkomulagi sínu um forsjá, lögheimili og meðlag. Greiðsla þarf að vera innt af hendi kr. 2500.

Hvað gerist ef við erum ósammála um forsjá eða lögheimili?

Málinu verður ekki lokið að svo stöddu. Málinu er vísað til sáttameðferðar þar sem gefst tækifæri til að tala um ágreininginn á fundi sem sáttamaður stýrir.

Ef samkomulag næst ekki í sáttameðferð, getur sýslumaður ekki staðfest samning vegna sambúðarslita fyrr en búið er að höfða dómsmál vegna ágreininginn.

Sjá upplýsingasíðu og bækling um sáttameðferð

Ef ég mæti ein / einn, hvað gerist næst?

Sambúðarmaki er boðaður til viðtals.

Hvernig er eignum skipt við sambúðarslit?

Ekki gilda skráðar lagareglur um þá skiptingu en reynt hefur á slík skipti í dómum. Fjárskiptin eru ekki til umfjöllunar í viðtali hjá sýslumanni vegna sambúðarslita. Ef ágreiningur rís er aðilum bent á að leita aðstoðar lögmanns. Hægt er að fara fram á opinber skipti til fjárslita vegna óvígðrar sambúðar, að tilteknum skilyrðum uppfylltum.

Þarf ég að mæta með sambúðarmaka mínum í sáttameðferð?

Ef þú lætur vita af því á fundi vegna skilnaðar, að þú viljir ekki mæta til sameiginlegs samtals, þá skalt þú láta vita af því og verðu þá orðið við þeim tilmælum. Ef afstaða þín er til komin vegna ofbeldis eða ótta um að því verði beitt, þá skalt þú láta vita af því.

Um leið og þetta er sagt er mikilvægt að taka fram að markmið sáttameðferðar er að deiluaðilar nái að ræða saman um mál sitt í öruggum aðstæðum með aðstoð sáttamanns.

Hvað kosta sambúðarslitin?

Greiddar eru kr. 2500. Tekið er við debetkortum og hægt er að millifæra á reikning embættis.