Viðtöl vegna annara tilefna

Dánarvottorð

Hægt er að tilkynna andlát hjá sýslumenni, með framvísun dánarvottorðs, án þess að panta tíma.

Búsetuleyfi

Ekki er nauðsynlegt að panta tíma til að leggja fram beiðni um leyfi til setu í óskiptu búi.

Meðlag, sérstakt framlag, menntunarframlag

Erindi um meðlag, menntunarframlag eða sérstakt framlag eru lögð fram skriflega á eyðublaði ætluðu erindinu.

Ekki er hægt að panta tíma vegna slíkra mála.

Sjá upplýsingasíður fyrir meðlag, menntunarframlag og sérstakt framlag.

Hjónavígsla, könnun hjónavígsluskilyrða

Ekki er hægt að panta tíma fyrir hjónavígslu nema í samtali eða símtali við embætti sýslumanns.

Sjá upplýsingasíðu fyrir hjónavígslur / könnunarvottorð.

Faðerni

Ef foreldrar óskað eftir að ganga frá feðrun barns og meðlagssamningi, er hægt að mæta til sýslumanns á n þess að panta tíma. Fæðingarvottorð útgefið af Þjóðskrá Íslands þarf að vera meðferðis.

Hægt er að staðfesta faðerni barns með yfirlýsingu sem lögð er fram hjá Þjóðskrá Íslands.

Sáttameðferð

Þú getur ekki bókað tíma í sáttameðferð. Þeir sem eru í sáttameðferð eru boðaðir í viðtal.

Ef þú ert með óskir eða tilmæli varðandi boðun, t.d. hvenær hentar eða hentar ekki að mæta, eða ef þú vilt koma því á framfæri að þú viljir ekki mæta ásamt hinu foreldrinu / maka þínum / sambúðarmaka til viðtals, er hægt að senda skilaboð um það í tölvupósti til embættisins á höfuðborgarsvæðinu, ef búið er að vísa máli þangað vegna sáttameðferðar.

Sjá upplýsingasíðu og bækling um sáttameðferð