Auglýsingar um friðlýsingu æðarvarpa

Hér að neðan er að finna auglýsingar sýslumanna um friðlýsingu æðarvarpa eins og þær hafa birst í Lögbirtingablaðinu í tímaröð frá 1. janúar 2008 aftur til 1. febrúar 2018.

Sýslumaðurinn á Austurlandi

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi sýslumannsins á Austurlandi

Friðlýst er æðarvarpi í eyjunni Seley sem nytjað hefur verið og friðað í áratugi. Svæðið sem um ræðir er eftirfarandi:

Staðsetning æðarvarpsins er á allri eyjunni Seley og takmarkast því mörk varpsins við það svæði. Eyjan er norðanvert í mynni Reyðarfjarðar rétt utan við Krossanes.
Uppdráttur hins friðlýsta svæðis liggur frammi á skirfstofu embættisins að Bjólfsgötu 7, Seyðisfirði.
Ákvörðun þessi um friðlýsingu æðarvarps gildir í 10 ár frá birtingu auglýsingar þessarar.

Seyðisfirði, 30. október 2020.
F. h. sýslumannsins á Austurlandi,
Lárus Bjarnason sýslumaður.

Loftmynd Seley

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi sýslumannsins á Austurlandi.

 

Friðlýst er æðarvarp í landi Framnes í Djúpavogshreppi. Svæðið sem um ræðir er eftirfarandi:

Hið friðlýsta svæði er neðan þjóðvegar frá Hálsamótalæk að vestan og að hestagirðingu er nær niður að Sandbrekkuvík að austan.

Uppdráttur af hinu friðlýsta svæði liggur frammi á skrifstofu embættisins að Strandgötu 52, Eskifirði.

Ákvörðun þessi um friðlýsingu æðarvarps gildir í 10 ár frá birtingu auglýsingar þessarar.

 

Eskifjörður, 15. maí 2018.

F.h. sýslumannsins á Austurlandi

Sigrún Harpa Bjarnadóttir, fulltrúi.

Loftmynd Framnes

 

 

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi sýslumannsins á Austurlandi.

 

Friðlýst er æðarvarp í landi Kolfreyjustaðar í Fjarðabyggð. Svæðið sem um ræðir er eftirfarandi:

Hið friðlýsta svæði miðast við eyjuna Andey og Æðarsker í Fáskrúðsfirði sem og Gunnarsker neðan þjóðvegar, frá Staðarskriðu inn fyrir Skálavík í Fáskrúðsfirði.

Uppdráttur af hinu friðlýsta svæði liggur frammi á skrifstofu embættisins að Strandgötu 52, Eskifirði.

Ákvörðun þessi um friðlýsingu æðarvarps gildir í 10 ár frá birtingu auglýsingar þessarar.

Eskifjörður, 6. apríl 2018.

F.h. sýslumannsins á Austurlandi

Sigrún Harpa Bjarnadóttir, fulltrúi.

Loftmynd Kolfreyjustaðir

 

 

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi sýslumannsins á Austurlandi.

 

Friðlýst er æðarvarp í landi Vattarnes í Fjarðabyggð. Svæðið sem um ræðir er eftirfarandi:

Hið friðlýsta svæði miðast við land Vattarnes, innan túngirðinga, neðan Vattarnesveg. Frá Skriðugili að Baulhömrum og út fyrir Vattarnestanga.

Uppdráttur af hinu friðlýsta svæði liggur frammi á skrifstofu embættisins að Strandgötu 52, Eskifirði.

Ákvörðun þessi um friðlýsingu æðarvarps gildir í 10 ár frá birtingu auglýsingar þessarar.

 

Eskifjörður, 23. mars 2018                                                                                                                                 f.h. sýslumannsins á Austurlandi                                                                                                              Sigrún Harpa Bjarnadóttir, fulltrúi

 

Loftmynd Vattarnes

 

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi sýslumannsins á Austurlandi.

 

Friðlýst er æðarvarp í landi Hvamms í Fáskrúðsfirði. Svæðið sem um ræðir er eftirfarandi: Hvammur: Hið friðlýsta svæði miðast annars vegar frá Garðsá að austanverðu og Merkigili að vestanverðu. Einnig að þjóðvegi að ofanverðu og sjá að neðanverðu. Uppdráttur af hinu friðlýsta svæði liggur frammi á skrifstofu embættisins að Strandgötu 52, Eskifirði. Ákvörðun þessi um friðlýsingu æðarvarps gildir í 10 ár frá birtingu auglýsingar þessarar.

Eskifjörður, 24. mars 2017                                                                                                                                 f.h. sýslumannsins á Austurlandi                                                                                                              Sigrún Harpa Bjarnadóttir, fulltrúi

Loftmynd Hvammur

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi sýslumannsins á Austurlandi.

 

 

Friðlýst er æðarvarp í landi jarðarinnar Teigarhorni, Djúpavogshreppi. Svæðið nær frá ósum Búlandsár að innan, að Háuklettum, sem eru neðan íbúðarhúsið að Teigarhorni, að utan, að ofan markast svæðið af þjóðvegi nr. 1 og að neðan af hafinu. Uppdráttur af hinu friðlýsta svæði liggur frammi á skrifstofu embættisins að Strandgötu 52, Eskifirði. Ákvörðun þessi um friðlýsingu æðarvarps gildir í 10 ár frá birtingu auglýsingar þessarar.

 Eskifjörður, 6. nóvember 2017                                                                                                                               f.h. sýslumannsins á Austurlandi                                                                                                              Sigrún Harpa Bjarnadóttir, fulltrúi

Loftmynd Teigarhorn 

 

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi sýslumannsins á Austurlandi.

 

 

Friðlýst er æðarvarp í landi jarðarinnar Víkurgerði, Fjarðabyggð. Svæðið sem um ræðir er eftirfarandi: Frá Selá í vestri til Víkurgerðisár í austri. Afmarkast af sjó í norðri og þjóðvegi í suðri. Ræktuð tún neðan þjóðvegar eru utan varpsvæðis. Uppdráttur af hinu friðlýsta svæði liggur frammi á skrifstofu embættisins að Strandgötu 52, Eskifirði. Ákvörðun þessi um friðlýsingu æðarvarps gildir í 10 ár frá birtingu auglýsingar þessarar

Eskifjörður, 23. nóvember 2017                                                                                                                             f.h. sýslumannsins á Austurlandi                                                                                                              Sigrún Harpa Bjarnadóttir, fulltrúi

 

Loftmynd Víkurgerði

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi sýslumannsins á Austurlandi.

 

Friðlýst er æðarvarp í landi Hafraness í Reyðarfirði. Svæðið sem um ræðir er eftirfarandi: Hafranes: Hið friðlýsta svæði miðast við land Hafranes, neðan Vattarnesvegar. Frá Breiðdalsá, sem afmarkar land Hafraness að innan, til ytri landmarka (Vörðu) sem liggja að landi sem tilheyrir Kolmúla.

 

Uppdráttur af hinu friðlýsta svæði liggur frammi á skrifstofu embættisins að Strandgötu 52, Eskifirði. Ákvörðun þessi um friðlýsingu æðarvarps gildir í 10 ár frá birtingu auglýsingar þessarar.

Eskifjörður, 6. desember 2017                                                                                                                             f.h. sýslumannsins á Austurlandi                                                                                                              Sigrún Harpa Bjarnadóttir, fulltrúi

 

Loftmynd Hafranes

 

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi sýslumannsins á Eskifirði

Friðlýst æðarvarp er í landi jarðarinnar Eyri, Fáskrúðsfirði. Svæðið afmarkast frá Hagahorni að austan og inn í krókinn um það bil 100 metrum inn innan við Eyrará að vestan. Að sunnan ræður þjóðvegurinn og að norðan hafið.

Eskifirði, 21. mars 2014,                                                                                                                Sýslumaðurinn á Eskifirði.                            

                                                                                                                                                     ( 2014005377A  

Loftmynd Eyri 

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi sýslumannsins á Eskifirði

Friðlýst æðarvarp er í landi jarðarinnar Tungu, Fáskrúðsfirði. Svæðið afmarkast að sunnan, Tungudalsá/Sævarendaá frá brú til sjávar. Að vestan, þjóðvegur frá Tungudalsá að landamerkjum Tungu og Kirkjubóls. Að norðan, bein lína þaðan til sjávar, eins og landamerki Tungu og Kirkjubóls liggja.


Eskifirði, 21. mars 2014,                                                                                                                Sýslumaðurinn á Eskifirði.

                                                                                                                                                  ( 2014005386A

Loftmynd Tunga 

Auglýsing um endurnýjun á friðlýsingu æðarvarps í umdæmi sýslumannsins á Seyðisfirði

Friðlýst æðarvarp er í Bjarnarey í Vopnafirði. Nánari lýsing á hinu friðlýsta svæði liggur frammi á skrifstofu embættisins, ásamt loftmynd.


Seyðisfirði, 2. júlí 2010.                                                                                                                 Sýslumaðurinn á Seyðisfirði,                                                                                                                             Íris Dröfn Árnadóttir ftr. 

                                                                                                                                                            ( 2010011214

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi sýslumannsins á Eskifirði

Friðlýst æðarvarp er á landspildunni Hlauphólum í Hamarsfirði, Djúpavogshreppi. Svæðið afmarkast af landamerkjum landspildunnar, sem eru Uppskipunarklöpp í Sigurnesvík að innan, Stórhólalækur að utan, að ofan afmarkast svæðið af þjóðveginum og að neðan af hafinu.


Eskifirði, 24. mars 2010.                                                                                                              
Sýslumaðurinn á Eskifirði. 

                                                                                                                                                      ( 2010005742

Loftmynd Hlauphólar

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi sýslumannsins í Reykjavík

Friðlýst æðarvarp í landi jarðarinnar Brautarholts á Kjalarnesi.Hið friðlýsta svæði er í Andríðsey, meðfram strönd í Músarnesi og á Kjalarnestöngum. Friðlýsingin gildir í 10 ár frá birtingu auglýsingarinnar. Teikning af svæðinu liggur frammi á skrifstofu embættisins.


Reykjavík, 1. desember 2011.                                                                                                    
Sýslumaðurinn í Reykjavík,                                                                                                                      
Bryndís Bachmann aðstoðardeildarstjóri.                                                                                                                                                                                                                                                                       ( 2011021581

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi sýslumannsins á Norðurlandi eystra

Friðlýst er landsvæði sem notað er undir æðarvarp á jörðinni Sigurðarstöðum í Norðurþingi landnúmer 154211. Land þetta er meðfram strandlengju Sigurðarstaðalands og nær 1,5 kílómetra inn frá ströndinni. Varpsvæði afmarkast að austan við landamerki Sigurðarstaða og Blikalóns og að vestan við landamerki Sigurðarstaða og Oddsstaða og Vatnsenda. 

Uppdráttur er til staðar hjá embættinu.

Friðlýsing þessi gildir í 10 ár frá birtingu í Lögbirtingarblaði

Akureyri, 18. maí 2020.
Sigurður Eiríksson fulltrúi.  

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi sýslumannsins á Norðurlandi eystra

Friðlýst er landsvæði sem notað er undir æðarvarp á jörðinni Ystabæjarland landnúmer 152144. Land þetta þekur um það bil helming Hríseyjar á Eyjafirði, norðurhlutann nánar tiltekið. Landið er víðast afmarkað af æfagömlum görðum, girðingu og trjám. Þá er lokað hlið á vegi. Megnið af æðarvarpinu er vestanmegin, neðan vegar á svæðinu milli hliðs og Ystabæjar en teigir sig líka upp um alla eyju.                                                                                                                                     

Athugasemd . Hríseyjarviti er staðsettur í Ystabæjarlandi. Við höfum alltaf gefið fólki leyfi til að ganga og keyra þangað ef óskað er en beðið viðkomandi að halda sig á veginum til að trufla ekki æðarvarpið og aðra fugla.  

Loftmynd er til staðar hjá embættinu.

Friðlýsing þessi gildir í 10 ár frá birtingu í Lögbirtingarblaði

Akureyri, 13. maí 2020.
Sigurður Eiríksson fulltrúi.  

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi sýslumannsins á Norðurlandi eystra

Friðlýst æðarvarp í landi jarðarinnar Höfða 2 í Grýtubakkahreppi fastanúmer 216-0755. Staðsetning og mörk varpsins eru sem hér segir: „Mörk varpsins eru sjórinn að sunnan og landamerki við Höfða I að austan og vestan. Túnin í Höfða II afmarka varpið að norðan.“ 

Loftmynd / kort er til staðar hjá embættinu.

Friðlýsing þessi gildir í 10 ár frá birtingu í Lögbirtingablaðinu. 

Akureyri, 24. apríl 2019.
Sigurður Eiríksson fulltrúi.  

 

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi sýslumannsins á Norðurlandi eystra

Friðlýst er landsvæði sem notað er undir æðarvarp á jörðinni Voladal Tjörneshreppi landnúmer 154064.

Nánar tiltekið: 

 

 1. Landamerki Árholts og Voladals við þjóðveg 85.
 2. Landamerki Árholts og Voladals við sjó.
 3. Norðurendi Sandvíkur
 4. Norðurendi Stapavíkur
 5. Suðurendi Stapavíkur
 6. Efst í Brattabrekku við þjóðveg. Fylgir þjóðvegi 85 að punkti 1.

 

Loftmynd  er til staðar hjá embættinu.

Friðlýsing þessi gildir í 10 ár frá birtingu í Lögbirtingablaðinu.

Akureyri, 28. mars 2019.
Sigurður Eiríksson fulltrúi.  

 

 

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi sýslumannsins á Norðurlandi eystra
Friðlýst er landsvæði sem notað er undir æðarvarp á jörðunum Eiði 1, landnúmer 154802, Eiði 2, landnúmer 154803 og Ártúni, landnúmer 154798 í Langanesbyggð. Æðarvarpið er staðsett á nokkrum stöðum á jörðunum.

1. Á eiðinu sem skilur að stöðuvatnið frá sjónum.
2. Í svonefndum Landhólma sem er við Eiðið.
3. Í æðarhólma sem er austarlega í Eiðisvatni.
4. Í sandhólma sem er austarlega í Eiðisvatni.
5. Í fjárhúshólma sem er austarlega í Eiðisvatni.
6. Í Ártúnshólma sem er í Eiðisvatni niður af býlinu Ártúni.
7. Á heimatúnum Eiðis og Ártúns.
8. Auk þess er æðarvarp allt í kring um Eiðisvatn.

Með beiðni um friðlýsingu þessa er ekki síst verið að koma því í kring að óviðkomandi umferð, svo sem stjórnlaus lausaganga búfjár um varpið sé bönnuð. Það upplýsist að þegar vatnsstaða er lág í Eiðisvatni kemst sauðfé út í hólmana og raskar einnig varpi þar. Þess ber að geta að eigendur ofangreindra jarða eru ekki með sauðfjárbúskap á eigninni og er oll umferð sauðfjár þar í raun bönnuð.

Friðlýsing þessi gildir í 10 ár frá birtingu í Lögbirtingablaði.

Akureyri, 16. maí 2018.
Sigurður Eiríksson fulltrúi.

 

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi sýslumanns á Norðurlandi eystra
Um er að ræða jörðina Harðbak Norðurþingi landnúmer 154161/145162.
Svæðið sem um ræðir er allur Hraunhafnartanginn, Holtið á milli Hraunhafnarvatns og Heimavatns, Heimatúnið og hólmar í bæði Hraunhafnarvatni og Heimavatni. Loftmynd er til staðar hjá embættinu með hnitum.
Friðlýsing þessi gildir í 10 ár frá birtingu í Lögbirtingablaðinu.

Akureyri, 17. maí 2018.
Sigurður Eiríksson fulltrúi.

Loftmynd 

 

 

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi sýslumannsins á Norðurlandi vestra

Friðlýst æðarvarp í landi Heggsstaða á Heggsstaðanesi, Húnaþingi vestra

 

Skv. beiðni landeiganda og með vísan til 18. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, sbr. reglugerð nr. 252/1996 er friðlýst æðarvarp í landi Heggsstaða á Heggsstaðanesi í Húnaþingi vestra, landnr. 144110, sem liggur meðfram ströndinni til norðurs frá Stekkjarklettum sunnan við bæinn Heggsstaði og norður í sker út af Seltanga, þaðan í nyrsta odda Fögruvíkurrifs, þaðan í flögu austan Drumbavíkur og loks í flögu í Merkjavík.

Friðlýsing æðarvarps gildir á tímabilinu 15. apríl til 14. júlí ár hvert. Friðlýsingin felur í sér að öll skot eru bönnuð nær friðlýstu æðarvarpi en 2 km, nema brýna nauðsyn beri til. Á sama tíma má eigi, án leyfis varpeiganda, leggja net í sjó nær friðlýstu æðarvarpi en 250 metra frá stórstraumsfjörumáli. Jafnframt felur friðlýsingin í sér að innan friðlýstra svæða er öll óviðkomandi umferð og röskun bönnuð, svo og óþarfa hávaði af völdum manna og véla, nema með leyfi varpeiganda.

Hnitasett loftmynd af hinu friðaða svæði liggur frammi í skrifstofu embættsins og einnig má nálgast hana á vefsíðunni “syslumenn.is”.

Friðlýsing þessi gildir í 10 ár frá birtingu í Lögbirtingablaðinu (08.05.20 -08.05.30)

Blönduósi, 5. maí 2020

Bjarni Stefánsson, sýslumaður

Loftmynd  

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi sýslumannsins á Norðurlandi vestra

Friðlýst æðarvarp í Hrútey í Hrútafirði ásamt tilheyrandi skerjum.

 

Samkvæmt beiðni og með vísan til 18. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, sbr. reglugerð nr. 252/1996, er friðlýst æðarvarp í Hrútey í Hrútafirði, Húnaþingi vestra, ásamt tilheyrandi skerjum, landnr. 144029, en eyjan liggur til móts við jarðirnar Eyjanes og Tannstaðabakka við austanverðan Hrútafjörð og jörðina Hlaðhamar við vestanverðan Hrútafjörð.

Friðlýsing æðarvarps gildir á tímabilinu 15. apríl til 14. júlí ár hvert. Friðlýsingin felur í sér að öll skot eru bönnuð nær friðlýstu æðarvarpi en 2 km, nema brýna nauðsyn beri til. Á sama tíma má eigi, án leyfis varpeiganda, leggja net í sjó nær friðlýstu æðarvarpi en 250 metra frá stórstraumsfjörumáli. Jafnframt felur friðlýsingin í sér að innan friðlýstra svæða er öll óviðkomandi umferð og röskun bönnuð, svo og óþarfa hávaði af völdum manna og véla, nema með leyfi varpeiganda.

Loftmynd af hinu friðaða svæði, sem staðfest er af byggingarfulltrúa, liggur frammi í skrifstofu embættisins og einnig má nálgast hana á vefsíðunni „syslumenn.is“.

Friðlýsing þessi gildir í 10 ár frá birtingu í Lögbirtingablaðinu. (11.05.20 – 11.05.30)

Blönduósi, 5. maí 2020

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra

Bjarni Stefánsson, sýslumaður

Loftmynd

 

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi sýslumannsins á Norðurlandi vestra

 Að skv. beiðni landeiganda og með vísan til 18. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, sbr. reglugerð nr. 252/1996 er friðlýst æðarvarp í Landey og Grunney í landi Hafna á Skaga í Skagabyggð, landnr. 145845 svo og með ströndinni frá miðjum Haga vestur að Hjallanesi“.

Hnitasett ljósmynd af hinu friðaða svæði sem staðfest er af byggingarfulltrúa liggur frammi í skrifstofu embættisins og einnig má nálgast hana á vefsíðunni „syslumenn.is“.

Friðlýsing þessi gildir í 10 ár frá birtingu í Lögbirtingablaðinu. (15.04.20 – 15.04.30).

Blönduósi, 6. apríl 2020

Bjarni Stefánsson, sýslumaður

Loftmynd 

 

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi sýslumannsins á Norðurlandi vestra

Friðlýst æðarvarp í landi jarðanna; Hrauns I (fnr. 146818) og Hrauns II (fnr. 146824), Fljótum í Skagafirði

„Mörk Varpsins liggja frá ósnum Við Miklavatn (punktur 1) í austurátt með strönd Fljótavíkur norðan við Hraunmölina og Skeiðhólmann (punktar 2. 3. 4 og 5), að Hraunakrók þar sem hann mætir Sauðá. Varpmörk liggja meðfram Sauðánni í S-A þar sem Sauðá mætir Flæðum (punktar 6, 7, 8 og 9). Þaðan liggja mörkin meðfram Bótarlæk í suðurátt að Hrúthúsabótum (punktar 10, 11 og 12). Mörkin ná suður fyrir Flæðanef (punktar 13, 14, 15 og 16) suður með Hafnarfirði (punktar 17 og 18) þar sem hann mætir Skeiðhólma að nýju (punktar 19 og 20) og þaðan í vesturátt sunnan við Hraunmöl og að ósnum að nýju (punktar 21 og 22). Varpsvæðið er girt af með girðingu, merkt með friðlýsingarskiltum ásamt öðrum skiltum"

Friðlýsing þessi gildir í 10 ár frá birtingu í Lögbirtingarblaðinu, útg. 11.03.20 og gildir því friðlýsingin til 11.03.30

Hnitasett teikning af hinu friðaða svæði liggur frammi í skrifstofu embættisins og einnig má sjá hana á vefsíðunni  „syslumenn.is“.

Sauðárkróki, 6. mars 2020                                                                                                                                      Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra                                                                                                                    Bjarni Stefánsson

Loftmynd 

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi sýslumannsins á Norðurlandi vestra

 

Friðlýst æðavarp í og fyrir landi Ásbúða í Skagahreppi, Austur-Húnavatnssýslu. Varpsvæðið takmarkast að austan af landamerkjum milli Ásbúða og Hrauns og ná fram í sjó við Deildarhamar. Að sunnan afmarkast svæðið af hagagirðingu og fylgir henni til vesturs að merkjum milli Ásbúða og Mánavíkur og nær þar í Vesturmýrarjaðri niður á Stekk og í sjó fram.

Friðlýsingin gildir í 10 ár frá birtingu í Lögbirtingarblaðinu.                                                              Hnitasett teikning af hinu friðaða svæði liggur frammi í skrifstofu embættisins.                                 

Blönduósi 13. maí 2019

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra

Bjarni Stefánsson                           

Loftmynd land Ásabúða í Skagahreppi 

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi sýslumannsins á Norðurlandi vestra

 

Friðlýst er æðarvarp í Eyjarey í landi Syðri- Eyjar og Eyjakots í Skagabyggð. Einnig er friðlýst æðarvarp í Eyjarnesi í landi Eyjarkots frá Svartaskeri í norðri og eftir línu sem liggur að norðvesturhorni túns upp af Eyjarnesi, þaðan suður með túninu að suðvesturhorni þess, þaðan niður að sandvík og suður með sjávarhömrum sem leið liggur að Geirvíkurfjörum í landi Syðri-Eyjar. Hnitsett ljósmynd af hinu friðaða svæði sem staðfest er af byggingarfulltrúa liggur frammi í aðalskrifstofu embættisins að Hnjúkabyggð 33 á Blönduósi

Friðlýsing þessi gildir í 10 ár frá birtingu í Lögbirtingablaðinu, útg. 27.06.16 og gildir því friðlýsingin til 27.06.26

Blönduósi 4.júlí 2016

Sýslumaðurinn á Norðurandi vestra 

Bjarni Stefánsson 

Loftmynd Syðri- Ey og Eyjarkot

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi sýslumannsins á Norðurlandi vestra

 

Friðlýst er æðarvarp í og fyrir landi Ósa, lnr. 144562 í Húnaþingi vestra: að sunnan frá landamerkjum Ósa og Hrísakots, meðfram allri ströndinni að landamerkjum Ósa og Syðri- Súluvalla að norðan. 

Hnitasett loftmynd af hinu friðaða svæði liggur frammi í skrifstofu embættisins.

 

 

Blönduósi 2. maí 2018

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra

Bjarni Stefánsson

 

Loftmynd Ósar

 

 

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi sýslumannsins á Norðurlandi vestra

Friðlýst æðarvarp í og fyrir landi Bálkastaða ytri, lnr. 144097 og Bálkastaða syðri, lnr. 144098 í Húnaþingi vestra. 

Friðlýsingin gildir frá stað merktum nr. 1 á korti. Klettur í fjöru sem girðing stendur á. Eru það merki jarðanna Bálkastaða og Bessastaða. Þaðan í stað nr. 2 á korti sem er brúnin ofan vegar í Bálkastaði fram við merkjagirðingu. Þaðan í norður beina loftlínu í stað nr. 4 á korti sem er klettur sá er girðing stendur á vestan vert í Merkjavík norðan á Heggstaðanesi. Þaðan vestur í Skarfatanga merkt nr. 5 á korti, nyrsta odda nessins að vestan. Þaðan til suðurs í stað nr. 6 er Kerlingaklyft nefnist. Hár klettur er gengur fram úr brúninni heim í Bæjarsker merkt nr. 7, sker er gengur lengst fram í sjó niður undan bæjarhúsum. Þaðan úr því skeri til suður í stað nr. 8 er Grjótsekkur nefnist neðan Skriðutúns. Þaðan í upphafsstað sem merktur er nr 1 á korti, klettur sá er girðing á í fjöru, merki Bálkastaða og Bessastaða. Hnitasett loftmynd af hinu friðaða svæði liggur frammi í skrifstofu embættisins.

Blönduósi 2. maí 2018

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra

Bjarni Stefánsson

Loftmynd Bálkastaðir

Auglýsing um friðlýsingu æðavarps í umdæmi sýslumannsins á Sauðárkróki

Friðlýst æðarvarp er á landsvæði sem notað er undir æðarvarp á jörðunum Hrauns á Skaga, landnr.145889 og Þangskála, landnr. 145914 og nær að landamerkjum við Kelduvík landnr. 145900 í suður. 

Friðlýsing þessi gildir í 10 ár frá birtingu í Lögnbirtingablaðinu.

Teikningar af hinu friðaða svæði liggja frammi í skrifstofu embættisins. 

Sýslumaðurinn á Sauðárkróki 

Björn Ingi Óskarsson 

Loftmynd

Auglýsing um friðlýsingu æðavarps í umdæmi sýslumannsins á Sauðárkróki

 

Friðlýst æðarvarp er á landsvæði sem notað er undir æðavarp á jörðunum Efra-Haganes I og II, Brautarholts, Neðra-Haganes I og Víkur í Fljótum. Hið friðlýsta landsvæði afmarkast norður frá landamerkjum Efra-Haganess II og Ysta-mós (milli Hópsvatns og sjávar) með sjónum norður fyrir Borgina og suður með Miklavatni að landamerki Brautarholts og Gautlands. Að sunnan afmarkast svæðið milli Gautlands og Efra-Haganess I/Brautarholts, landamerki milli Efra-Haganess I og Fyrirbarðs og landamerki milli Efra-Haganess I og Langúss. Friðlýsing þessi gildir í 10 ár frá birtingu í Lögbirtingablaðinu.Teikningar af hinu friðaða svæði liggja frammi í skrifstofu embættisins.


Sauðárkróki, 10. ágúst 2011.                                                                                                                         Björn Ingi Óskarsson ftr. sýslumanns.
                                                                                                                                                            ( 2011013979

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi sýslumannsins á Blönduósi

Friðlýst æðavarp er í landi Eyjabakka (fnr. 235-0988) á vestanverðu Vatnsnesi í Húnaþingi vestra. Hið friðlýsta svæði afmarkast að sunnan af gömlum hlöðnum túngarði og með gömlum túngarði (grjótgarði) frá sjó og til móts við skurðenda sem kemur þvert á túngarðinn, þaðan eftir honum til norðurs þar til kemur að smá kletti og þá til vesturs í stóran stein í fjörunni. Undir friðlýsinguna fellur líka Eyjan sem liggur vestur af Eyjabakka. Teikning og ljósmynd af hinu friðaða svæði sem staðfestar eru af byggingarfulltrúa liggja frammi í skrifstofu embættisins.

Gildistími 11.05.14 – 11.05.24.

Blönduósi, maí  2014.                                                                                                                           Sýslumaðurinn á Blönduósi,                                                                                                                        Bjarni Stefánsson

Loftmynd Eyjabakki

 

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi sýslumannsins á Blönduósi

 

 

Friðlýst æðavarp er í landi Illugastaða á vestanverðu Vatnsnesi í Húnaþingi vestra. Hið friðlýsta svæði er nánar tiltekið; vestan og norðan við línu sem markast úr Lækjarósi vestan við Kirkjutanga og fylgir læknum allt að girðingu norðan við veg 711 þaðan með veginum til suðvesturs að landamerkjagirðingu milli Illugastaða og Stapa og eftir henni til vesturs í sjó fram. Undir friðlýsinguna falla einnig hólmar og sker. Teikning og ljósmynd af hinu friðaða svæði sem staðfestar eru af byggingarfulltrúa liggja frammi í skrifstofu embættisins.

Gildistími 11.05.14  – 11.05.24.

Blönduósi, maí  2014.                                                                                                                           Sýslumaðurinn á Blönduósi,                                                                                                                        Bjarni Stefánsson

Loftmynd Illugastaðir

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi sýslumannsins á Blönduósi

 

 

 

Friðlýst æðarvarp er í landi jarðarinnar Sæbóls við Miðfjörð í Húnaþingi vestra. Hið friðlýsta svæði afmarkast til suðurs af girðingu við Árbakkaland, til norðurs af túnum í landi Sæbóls, til austurs af girðingu neðan við Vatnsnesveg og til vesturs af sjónum.Friðlýsing þessi gildir í 10 ár frá birtingu í Lögbirtingablaðinu.Teikningar af hinu friðaða svæði liggja frammi í skrifstofu embættisins.


Blönduósi, 22. mars 2011.                                                                                                                            Bjarni Stefánsson sýslumaður.
                                                                                                                                                                                                                                                                                                           

 

 

                                                                      

Sýslumaðurinn á Suðurlandi

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi sýslumannsins á Suðurlandi

Með vísan til 2. gr. reglugerðar nr. 252/1996, sbr. 18. gr. laga nr. 64/1994 hefur sýslumaður ákveðið að friðlýsa æðarvarp í landi sem tilheyrir jörðinni Kaldaðarnesi í Árborg, (fyrrum Sandvíkurhreppi). Nánar tiltekið er um að ræða fimm svæði í landi jarðarinnar:1. Kaldaðarneseyja, sem liggur í Ölfusá undan vesturbakka Kaldaðarnes.2. Vestur og norðvesturbakki Kaldaðarnes, er liggur gegnt Kaldaðarneseyju.3. Laxahólmi, liggur í Ölfusá undan norðurbakka Kaldaðarnes.4. Fjóshóll, tangi og bakki Ölfusár er liggur gegnt Laxahólma.5. Hraknes, svæðið liggur út að Ölfusá í norðausturhluta Kaldaðarnes.Ofangreind svæði eru hnitasett og afmörkuð á loftmynd sem liggur fyrir hjá embættinu. Samkvæmt 3. gr. reglugerðar nr. 252/1996 gildir friðlýsing æðarvarps á tímabilinu 15. apríl til og með 14. júlí ár hvert. Friðlýsingin felur það í sér að öll skot eru bönnuð nær friðlýstu æðarvarpi en 2 km, nema brýna nauðsyn beri til. Á sama tíma má eigi, án leyfis varpeiganda, leggja net í sjó nær friðlýstu æðarvarpi en 250 metra frá stórstraumsfjörumáli. Jafnframt felur friðlýsingin í sér að innan friðlýstra svæða er öll óviðkomandi umferð og röskun bönnuð, svo og óþarfa hávaði af völdum manna og véla, nema með leyfi varpeiganda. Friðlýst æðarvörp skal auðkenna með áberandi hætti, þar sem því verður við komið. Í óbyggðum eyjum og hólmum á þetta ekki við.                                                       Ákvörðun um friðlýsingu æðarvarps gildir í 10 ár frá birtingu auglýsingar í Lögbirtingablaði sbr. 2. mgr. 2. gr. reglugerðar nr. 252/1996. 

Selfossi 12. júní 2015                                                                                                                                 Sýslumaðurinn á Suðurlandi.                                                                                                                      
Anna Birna Þráinsdóttir.                                                                                                                                                                                                                                                                                                  ( 2015010365A

 

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum

 

 

Með vísan til reglugerðar nr. 252/1996, sbr. 20.gr. laga nr. 64/1994, hefur verið ákveðið að halda áfram friðlýsingu æðarvarps í landi sem tilheyrir jörðinni Fuglavík, Sandgerðisbæ.  Svæðið er girt og miðast við land sem afmarkað er á loftmynd sem liggur fyrir hjá embættinu.

Friðlýsing æðarvarps gildir á tímabilinu frá 15. apríl til og með 14. júlí ár hvert. Friðlýsingin felur það í sér að öll skot eru bönnuð nær friðlýstu æðarvarpi en 2 km, nema brýna nauðsyn beri til. Á sama tíma má eigi án leyfis varpeiganda leggja net í sjó nær friðlýstu æðarvarpi en 250 m frá stórstraumsfjörumáli. Jafnframt felur friðlýsingin í sér að innan friðlýstra svæða er öll óviðkomandi umferð og röskun bönnuð, svo og óþarfa hávaði af völdum manna og véla, nema með leyfi varpeiganda. Friðlýst æðarvörp skal auðkenna með áberandi hætti, þar sem því verður við komið. Í óbyggðum eyjum og hólmum á þetta ekki við.  Ákvörðun um friðlýsingu æðarvarps gildir í 10 ár frá birtingu auglýsingar í Lögbirtingablaðinu sbr. 2.mgr. 2.gr. reglugerðar nr. 252/1996.

Keflavík, 24. apríl 2018,

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum

Ásgeir Eiríksson, staðgengill sýslumanns.

 Loftmynd Fuglavík

 

 

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi sýslumannsins á Suðurnesjum

 

 

Með vísan til reglugerðar nr. 252/1996, sbr. 20.gr. laga nr. 64/1994, hefur verið ákveðið að halda áfram friðlýsingu æðarvarps í landi sem tilheyrir jörðinni Norðurkot, Sandgerðisbæ.  Svæðið er girt og miðast við land sem afmarkað er á loftmynd sem liggur fyrir hjá embættinu.

Friðlýsing æðarvarps gildir á tímabilinu frá 15. apríl til og með 14. júlí ár hvert. Friðlýsingin felur það í sér að öll skot eru bönnuð nær friðlýstu æðarvarpi en 2 km, nema brýna nauðsyn beri til. Á sama tíma má eigi án leyfis varpeiganda leggja net í sjó nær friðlýstu æðarvarpi en 250 m frá stórstraumsfjörumáli. Jafnframt felur friðlýsingin í sér að innan friðlýstra svæða er öll óviðkomandi umferð og röskun bönnuð, svo og óþarfa hávaði af völdum manna og véla, nema með leyfi varpeiganda. Friðlýst æðarvörp skal auðkenna með áberandi hætti, þar sem því verður við komið. Í óbyggðum eyjum og hólmum á þetta ekki við.  Ákvörðun um friðlýsingu æðarvarps gildir í 10 ár frá birtingu auglýsingar í Lögbirtingablaðinu sbr. 2.mgr. 2.gr. reglugerðar nr. 252/1996.

Keflavík, 6. apríl 2018,

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum

Loftmynd Norðurkot .

 

 

 

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi sýslumannsins á Suðurnesjum 

Með vísan til reglugerðar nr. 252/1996, sbr. 18.gr. laga nr. 64/1994, hefur verið ákveðið að halda áfram friðlýsingu æðarvarps í landi sem tilheyrir jörðinni Ásgarði, Sandgerðisbæ.  Svæðið er girt og miðast við land sem afmarkað er á loftmynd sem liggur fyrir hjá embættinu.
 Friðlýsing æðarvarps gildir á tímabilinu frá 15. apríl til og með 14. júlí ár hvert. Friðlýsingin felur það í sér að öll skot eru bönnuð nær friðlýstu æðarvarpi en 2 km, nema brýna nauðsyn beri til. Á sama tíma má eigi án leyfis varpeiganda leggja net í sjó nær friðlýstu æðarvarpi en 250 m frá stórstraumsfjörumáli. Jafnframt felur friðlýsingin í sér að innan friðlýstra svæða er öll óviðkomandi umferð og röskun bönnuð, svo og óþarfa hávaði af völdum manna og véla, nema með leyfi varpeiganda. Friðlýst æðarvörp skal auðkenna með áberandi hætti, þar sem því verður við komið. Í óbyggðum eyjum og hólmum á þetta ekki við.
Ákvörðun um friðlýsingu æðarvarps gildir í 10 ár frá birtingu auglýsingar í Lögbirtingablaðinu sbr. 2. mgr. 2.gr. reglugerðar nr. 252/1996. 
 

Keflavík, 22. apríl 2013.                                                                                                                                         Ásgeir Eiríksson, sýslumannsfulltrúi.                                                                                ( 2013008416A

Loftmynd Ásgarður                                                                                                                                                                                                                                                                                                        

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi sýslumannsins á Suðurnesjum 

Friðlýst er æðavarp í landi jarðarinnar Hraun,Grindavíkurbær Hið friðlýsta svæði er frá sjó austan heimatún, norður að þjóðvegi neðanverðu, í austur meðfram þjóðvegi að Dunkshelli niður á sjó. Land er afgirt frá þjóðvegi. Uppdráttur af hinu friðlýsta svæði liggur frammi á skrifstofu embættisins að Vatnsnesvegi 33,230 Reykjanesbæ. Ákvörðun þessi um friðlýsingu æðavarps gildir í 10 ár frá birtingu auglýsingar þessarar. 

 Keflavík, 15. september 2020.                                                                                                                         F.h. sýslumannsins á Suðurnesjum, Sigrún Harpa Bjarnadóttir, fulltrúi

Loftmynd Hraun

                                                                                                                                                 

Sýslumaðurinn á Vestfjörðum

 Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi sýslumannsins á Vestfjörðum 

Samkvæmt ákvæðum 18. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, sbr. reglugerð nr. 252/1996 um friðun tiltekinna villtra fuglategunda, friðlýsingu æðarvarps o.fl., hefur Sýslumaðurinn á Vestfjörðum friðlýst æðarvarp á jörðinni Auðkúlu 1, Ísafjarðarbæ, landnúmer 140619. Varplandið nær frá landamerkjum jarðanna Auðkúlu og Hrafnseyrar að innanverðu (austanverðu) að landamerkjum Auðkúlu og Tjaldaness að utanverðu (vestanverðu). Landamerkin að innanverðu markast af Hrafnseyrará og að utan af Dysjagilslæk (Hesjagilslæk). Að sunnanverðu markast varplandið af sjó. Að norðanverðu markast varplandið af línu frá brúnni yfir Hrafnseyrará og þaðan beina línu í íbúðarhúsið á Auðkúlu og þaðan áfram beina línu í Dysjagilslæk.
Friðlýsing æðarvarps gildir á tímabilinu 15. apríl til 14. júlí ár hvert. Friðlýsingin felur í sér að öll skot eru bönnuð nær friðlýstu æðarvarpi en 2 km, nema brýna nauðsyn beri til. Á sama tíma má eigi, án leyfis varpeiganda, leggja net í sjó nær friðlýstu æðarvarpi en 250 metra frá stórstraumsfjörumáli. Jafnframt felur friðlýsingin í sér að innan friðlýstra svæða er öll óviðkomandi umferð og röskun bönnuð, svo og óþarfa hávaði af völdum manna og véla, nema með leyfi varpeiganda. Friðlýst æðarvörp skal auðkenna með áberandi hætti, þar sem því verður við komið. Í óbyggðum eyjum og hólmum á þetta ekki við.
Ofangreint svæði er afmarkað á loftmyndum sem liggja frammi hjá embættinu og finna má á vef sýslumanna, www.syslumenn.is.
Ákvörðun um friðlýsingu æðarvarps gildir í 10 ár frá birtingu auglýsingar í Lögbirtingablaði, sbr. 2. mgr. 2.gr. reglugerðar nr. 252/1996.

Ísafirði, 3. júlí 2019.
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum,
Jónas Guðmundsson sýslumaður.

Loftmynd Auðkúla

 

 

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi sýslumannsins á Vestfjörðum 

Samkvæmt ákvæðum 18. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, sbr. reglugerð nr. 252/1996 um friðun tiltekinna villtra fuglategunda, friðlýsingu æðarvarps o.fl., hefur Sýslumaðurinn á Vestfjörðum friðlýst æðarvarp á jörðinni Skálmarnesmúla, Reykhólahreppi, fasteignanúmer F2122607. Friðlýsingin tekur til eftirtalinna eyja, hólma og tanga í landi jarðarinnar: Snasi, Orrustuhólmar, Grenjaðarey, Lundey, Æðarsker, Heiðnarey, Hvítingseyjar, Hauganessker, Sauðeyjar, Hjallsker, Hellisnes, Hóftjarnarrimar, Skiphöfði, Skiphöfðaflaga og Lambatangi. 

Friðlýsing æðarvarps gildir á tímabilinu 15. apríl til 14. júlí ár hvert. Friðlýsingin felur í sér að öll skot eru bönnuð nær friðlýstu æðarvarpi en 2 km, nema brýna nauðsyn beri til. Á sama tíma má eigi, án leyfis varpeiganda, leggja net í sjó nær friðlýstu æðarvarpi en 250 metra frá stórstraumsfjörumáli. Jafnframt felur friðlýsingin í sér að innan friðlýstra svæða er öll óviðkomandi umferð og röskun bönnuð, svo of óþarfa hávaði af völdum manna og véla, nema með leyfi varpeiganda. Friðlýst æðarvörp skal auðkenna með áberandi hætti, þar sem því verður við komið. Í óbyggðum eyjum og hólmum á þetta ekki við.

Ofangreint svæði er afmarkað á loftmynd sem liggur frammi hjá embættinu og finna má á vef sýslumanna, www.syslumenn.is

Ákvörðun um friðlýsingu æðarvarps gildir í 10 ár frá birtingu auglýsingar í Lögbirtingablaði, sbr. 2. mgr. 2.gr. reglugerðar nr. 252/1996.


Patreksfirði, 17. maí 2019.
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum,
Sigríður Eysteinsdóttir staðgengill sýslumanns

Loftmynd Skálmarnesmúli

 

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi sýslumannsins á Vestfjörðum 

Samkvæmt ákvæðum 18. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, sbr. reglugerð nr. 252/1996 um friðun tiltekinna villtra fuglategunda, friðlýsingu æðarvarps o.fl., hefur Sýslumaðurinn á Vestfjörðum friðlýst æðarvarp í Sauðeyjum, Vesturbyggð, fasteignanúmer F2336951 og F2123180, að meðtöldum öllum eyjum og skerjum er þeim tilheyrir.

Friðlýsing æðarvarps gildir á tímabilinu 15. apríl til 14. júlí ár hvert. Friðlýsingin felur í sér að öll skot eru bönnuð nær friðlýstu æðarvarpi en 2 km, nema brýna nauðsyn beri til. Á sama tíma má eigi, án leyfis varpeiganda, leggja net í sjó nær friðlýstu æðarvarpi en 250 metra frá stórstraumsfjörumáli. Jafnframt felur friðlýsingin í sér að innan friðlýstra svæða er öll óviðkomandi umferð og röskun bönnuð, svo of óþarfa hávaði af völdum manna og véla, nema með leyfi varpeiganda. Friðlýst æðarvörp skal auðkenna með áberandi hætti, þar sem því verður við komið. Í óbyggðum eyjum og hólmum á þetta ekki við.

Ákvörðun um friðlýsingu æðarvarps gildir í 10 ár frá birtingu auglýsingar í Lögbirtingablaði, sbr. 2. mgr. 2.gr. reglugerðar nr. 252/1996.

Patreksfirði, 30. janúar 2019.
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum,
Sigríður Eysteinsdóttir staðgengill sýslumanns

Loftmynd Sauðeyjar

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi sýslumannsins á Vestfjörðum 

 

Samkvæmt ákvæðum 18. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, sbr. reglugerð nr. 252/1996 um friðun tiltekinna villtra fuglategunda, friðlýsingu æðarvarps o.fl., hefur Sýslumaðurinn á Vestfjörðum friðlýst æðarvarp á jörðinni Hvítanesi, landnúmer 141544, Súðavíkurhreppi, í svokölluðum Hvítaneshólmum, þ.m.t. Djúphólma og Landhólma, sbr. hnitsettan uppdrátt.
Friðlýsing æðarvarps gildir á tímabilinu 15. apríl til 14. júlí ár hvert. Friðlýsingin felur í sér að öll skot eru bönnuð nær friðlýstu æðarvarpi en 2 km, nema brýna nauðsyn beri til. Á sama tíma má eigi, án leyfis varpeiganda, leggja net í sjó nær friðlýstu æðarvarpi en 250 metra frá stórstraumsfjörumáli. Jafnframt felur friðlýsingin í sér að innan friðlýstra svæða er öll óviðkomandi umferð og röskun bönnuð, svo og óþarfa hávaði af völdum manna og véla, nema með leyfi varpeiganda. Friðlýst æðarvörp skal auðkenna með áberandi hætti, þar sem því verður við komið. Í óbyggðum eyjum og hólmum á þetta ekki við.
Ofangreint svæði er afmarkað á loftmyndum sem liggur frammi hjá embættinu og finna má á vef sýslumanna, www.syslumenn.is.
Ákvörðun um friðlýsingu æðarvarps gildir í 10 ár frá birtingu auglýsingar í Lögbirtingablaði, sbr. 2. mgr. 2.gr. reglugerðar nr. 252/1996.

Patreksfirði, 2. maí 2018.
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum,
Sigríður Eysteinsdóttir staðgengill sýslumanns

Loftmynd Hvítaneshólmi 1 
Loftmynd Hvítaneshólmi 2

 

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi sýslumannsins á Vestfjörðum

Samkvæmt ákvæðum 18. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, sbr. reglugerð nr. 252/1996 um friðun tiltekinna villtra fuglategunda, friðlýsingu æðarvarps o.fl., hefur Sýslumaðurinn á Vestfjörðum friðlýst æðarvarp á eyjunni Vigur, Súðavíkurhreppi, landnúmer 141551. Varplandið afmarkast af sjó meðfram strandlengju eyjarinnar.
Friðlýsing æðarvarps gildir á tímabilinu 15. apríl til 14. júlí ár hvert. Friðlýsingin felur í sér að öll skot eru bönnuð nær friðlýstu æðarvarpi en 2 km, nema brýna nauðsyn beri til. Á sama tíma má eigi, án leyfis varpeiganda, leggja net í sjó nær friðlýstu æðarvarpi en 250 metra frá stórstraumsfjörumáli. Jafnframt felur friðlýsingin í sér að innan friðlýstra svæða er öll óviðkomandi umferð og röskun bönnuð, svo og óþarfa hávaði af völdum manna og véla, nema með leyfi varpeiganda. Friðlýst æðarvörp skal auðkenna með áberandi hætti, þar sem því verður við komið. Í óbyggðum eyjum og hólmum á þetta ekki við.
Ofangreint svæði er afmarkað á loftmyndum sem liggur frammi hjá embættinu og finna má á vef sýslumanna, www.syslumenn.is.
Ákvörðun um friðlýsingu æðarvarps gildir í 10 ár frá birtingu auglýsingar í Lögbirtingablaði, sbr. 2. mgr. 2.gr. reglugerðar nr. 252/1996.

Patreksfirði, 2. maí 2018.
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum,
Sigríður Eysteinsdóttir staðgengill sýslumanns

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi sýslumannsins á Vestförðum

 

Samkvæmt ákvæðum 18. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, sbr. reglugerð nr. 252/1996 um friðun tiltekinna villtra fuglategunda, friðlýsingu æðarvarps o.fl. hefur Sýslumaðurinn á Vestfjörðum friðlýst æðarvarp í Borgarey í Ísafjarðardjúpi sem er eyja út af landi jarðarinnar Vatnsfjörður í Súðavíkurhreppi, landnúmer 141599.
Friðlýsing æðarvarps gildir á tímabilinu 15. apríl til 14. júlí ár hvert. Friðlýsing felur í sér að öll skot eru bönnuð nær friðlýstu æðarvarpi en 2 km, nema brýna nauðsyn beri til.  Á sama tíma má eigi án leyfis varpeiganda, leggja net í sjó nær friðlýstu æðarvarpi en 250 metra frá stórstraumsfjörumáli.  Jafnframt felur friðlýsing í sér að innan friðlýstra svæða er öll óviðkomandi umferð og röskun bönnuð, svo og óþarfa hávaða af völdum manna og véla, nema með leyfi varpeiganda. Friðlýst æðarvörp skal auðkenna með áberandi hætti, þar sem því verður við komið.  Í óbyggðum eyjum og hólmum á þetta ekki við.
Ofangreint svæði er afmarkað á loftmynd sem liggur frammi hjá embættinu og finna má vef sýslumanna, www.syslumenn.is. Ákvörðun um friðlýsingu æðarvarps gildir í 10 ár frá birtingu auglýsingar í Lögbirtingablaði, sbr. 2. mgr. 2. gr. reglugerð nr. 252/1996.

Ísafirði, 2. maí 2018.
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum
Jónas Guðmundsson sýslumaður

Loftmynd Borgarey mynd 1
Loftmynd Borgarey mynd 2

 

 Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi sýslumannsins á Vestfjörðum

 

 

Samkvæmt ákvæðum 18. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, sbr. reglugerð nr. 252/1996 um friðun tiltekinna villtra fuglategunda, friðlýsingu æðarvarps o.fl. hefur Sýslumaðurinn á Vestfjörðum friðlýst æðarvarp á allri eyjunni Hrútey á Mjóafirði í landi jarðarinnar Skálavíkur Innri (landnúmer 194760), Súðavíkurhreppi, en þó að  undanskildu vegsvæði Djúpvegar sem liggur þvert yfir eyjuna, sbr. nánar hnitsettan uppdrátt.

Friðlýsing æðarvarps gildir á tímabilinu 15. apríl til 14. júlí ár hvert. Friðlýsingin felur í sér að öll skot eru bönnuð nær friðlýstu æðarvarpi en 2 km, nema brýna nauðsyn beri til. Á sama tíma má eigi, án leyfis varpeiganda, leggja net í sjó nær friðlýstu æðarvarpi en 250 metra frá stórstraumsfjörumáli. Jafnframt felur friðlýsingin í sér að innan friðlýstra svæða er öll óviðkomandi umferð og röskun bönnuð, svo og óþarfa hávaði af völdum manna og véla, nema með leyfi varpeiganda. Friðlýst æðarvörp skal auðkenna með áberandi hætti, þar sem því verður við komið. Í óbyggðum eyjum og hólmum á þetta ekki við.

Ofangreint svæði er afmarkað á loftmyndum sem liggja frammi hjá embættinu og finna má á vef sýslumanna, www.syslumenn.is

Ákvörðun um friðlýsingu æðarvarps gildir í 10 ár frá birtingu auglýsingar í Lögbirtingablaði, sbr. 2. mgr. 2.gr. reglugerðar nr. 252/1996. 

 

Patreksfirði, 27. apríl  2017.
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum,
Sigríður Eysteinsdóttir,  staðgengill sýslumanns.

Loftmynd Hrútey Skálavík

 

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi sýslumannsins á Vestfjörðum

 

Samkvæmt ákvæðum 18. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, sbr. reglugerð nr. 252/1996 um friðun tiltekinna villtra fuglategunda, friðlýsingu æðarvarps o.fl. hefur Sýslumaðurinn á Vestfjörðum friðlýst æðarvarp á Höfðaodda í landi jarðarinnar Höfða í Dýrafirði (landnúmer 140963).
Friðlýsing æðarvarps gildir á tímabilinu 15. apríl til 14. júlí ár hvert. Friðlýsingin felur í sér að öll skot eru bönnuð nær friðlýstu æðarvarpi en 2 km, nema brýna nauðsyn beri til. Á sama tíma má eigi, án leyfis varpeiganda, leggja net í sjó nær friðlýstu æðarvarpi en 250 metra frá stórstraumsfjörumáli. Jafnframt felur friðlýsingin í sér að innan friðlýstra svæða er öll óviðkomandi umferð og röskun bönnuð, svo og óþarfa hávaði af völdum manna og véla, nema með leyfi varpeiganda. Friðlýst æðarvörp skal auðkenna með áberandi hætti, þar sem því verður við komið. Í óbyggðum eyjum og hólmum á þetta ekki við.
Ofangreint svæði er afmarkað á loftmynd sem liggur frammi hjá embættinu og finna má á vef sýslumanna syslumenn.is.
Ákvörðun um friðlýsingu æðarvarps gildir í 10 ár frá birtingu auglýsingar í Lögbirtingablaði, sbr. 2. mgr. 2.gr. reglugerðar nr. 252/1996.

 

Ísafirði, 16. mars 2017.
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum,
Jónas Guðmundsson, sýslumaður.

 

 

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi Sýslumannsins á Vestfjörðum

 

Samkvæmt ákvæðum 18. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, sbr. reglugerð nr. 252/1996 um friðun tiltekinna villtra fuglategunda, friðlýsingu æðarvarps o.fl. hefur Sýslumaðurinn á Vestfjörðum friðlýst æðarvarp í landi Æðeyjar í Ísafjarðardjúpi landnúmer 141661, sem hér segir:

 

 • Landareignin Æðey afmarkast af strandlengju eyjarinnar og Djúphólma sem og strandlengju Snæfjallastrandar sem liggur á milli svonefnds Landamerkjalæks fyrir innan Skeljavíkurkleifar og Berurjóðurs sem er útundir Ytra-Skarði á Snæfjallaströnd.

Samkvæmt 3. gr. reglugerðar nr. 252/1996 gildir friðlýsing æðarvarps á tímabilinu 15. apríl til 14. júlí ár hvert. Friðlýsingin felur í sér að öll skot eru bönnuð nær friðlýstu æðarvarpi en 2 km, nema brýna nauðsyn beri til. Á sama tíma má eigi, án leyfis varpeiganda, leggja net í sjó nær friðlýstu æðarvarpi en 250 metra frá stórstraumsfjörumáli. Jafnframt felur friðlýsingin í sér að innan friðlýstra svæða er öll óviðkomandi umferð og röskun bönnuð, svo og óþarfa hávaði af völdum manna og véla, nema með leyfi varpeiganda. Friðlýst æðarvörp skal auðkenna með áberandi hætti, þar sem því verður við komið. Í óbyggðum eyjum og hólmum á þetta ekki við. 

 

Ofangreind svæði eru afmörkuð á loftmyndum sem liggja frammi hjá embættinu. 

Ákvörðun um friðlýsingu æðavarps gildir í 10 ár frá birtingu auglýsingar í Lögbirtingablaði sbr. 2. mgr. 2.gr. reglugerðar nr. 252/1996.
Á skrifstofum Sýslumannsins á Vestfjörðum liggur frammi skrá um friðlýst æðarvörp í umdæminu ásamt kortum eða loftmyndum af svæðunum.

 

Ísafirði, 27. júlí 2016.
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum,
Jónas Guðmundsson, sýslumaður.

Loftmynd Æðey

 

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi Sýslumansins á Vestfjörðum

Samkvæmt ákvæðum 18. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, sbr. reglugerð nr. 252/1996 um friðun tiltekinna villtra fuglategunda, friðlýsingu æðarvarps o.fl. hefur Sýslumaðurinn á Vestfjörðum friðlýst æðarvarp í landi Litlu-Eyrar í Vesturbyggð, landnúmer 140458, sem hér segir:

 

 1. Svokölluð Kárseyri en svæðið afmarkast af landamerkjum í norðaustur en hálf lóðin að Arnarbakka 8 er í landi jarðarinnar. Að öðru leyti afmarkast svæðið af lóðamörkum Arnarbakka 8, Kríubakka 4, Kríubakka 3, Bakkatúni 1 og Bakkatúni 2 og til sjávar. Einnig svokallað Bakkatún að gatnamótum og til sjávar.
 2. Strandlengjan sjávarmegin þjóðvegarins frá vegamótum og að Litlu-Eyrarósi og til sjávar.
 3. Litlu-Eyrarós ásamt leirunum og 200 metrar frá brú upp með ánni.

 

Ofangreind svæði eru afmörkuð á loftmyndum sem liggja frammi hjá embættinu.

Samkvæmt 3. gr. reglugerðar nr. 252/1996 gildir friðlýsing æðarvarps á tímabilinu 15. apríl til 14. júlí ár hvert. Friðlýsingin felur í sér að öll skot eru bönnuð nær friðlýstu æðarvarpi en 2 km, nema brýna nauðsyn beri til. Á sama tíma má eigi, án leyfis varpeiganda, leggja net í sjó nær friðlýstu æðarvarpi en 250 metra frá stórstraumsfjörumáli. Jafnframt felur friðlýsingin í sér að innan friðlýstra svæða er öll óviðkomandi umferð og röskun bönnuð, svo og óþarfa hávaði af völdum manna og véla, nema með leyfi varpeiganda. Friðlýst æðarvörp skal auðkenna með áberandi hætti, þar sem því verður við komið. Í óbyggðum eyjum og hólmum á þetta ekki við. 

Ákvörðun um friðlýsingu æðarvarps gildir í 10 ár frá birtingu auglýsingar í Lögbirtingablaði sbr. 2. mgr. 2. gr. reglugerðar nr. 252/1996.

Patreksfirði, 14. apríl 2016.
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum,
Sigríður Eysteinsdóttir fulltrúi.

Loftmynd Litla-Eyri

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi Sýslumannsins á Vestfjörðum

 

Samkvæmt ákvæðum 18. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, sbr. reglugerð nr. 252/1996 um friðun tiltekinna villtra fuglategunda, friðlýsingu æðavarps o.fl. hefur Sýslumaðurinn á Vestfjörðum friðlýst æðavarpi í landi Ófeigsfjarðar í Árnes-hreppi, landnúmer 141707, sem hér segir:.

 

 

 1. Hrútey, varpeyja um 200 m frá landi sunnan Hrúteyjarness.
 2. Ófeigsfjarðarhólmi, varphólmi um 800 m frá landi í miðjum Ófeigsfirði.

Samkvæmt 3. gr. reglugerðar nr. 252/1996 gildir friðlýsing æðavarps á tímabilinu 15. apríl til 14. júlí ár hvert. Friðlýsingin felur í sér að öll skot eru bönnuð nær friðlýstu æðavarpi en 2 km, nema brýna nauðsyn beri til. Á sama tíma má eigi, án leyfis varpeiganda, leggja net í sjó nær friðlýstu æðavarpi en 250 metra frá stórstraumsfjörumáli. Jafnframt felur friðlýsingin í sér að innan friðlýstra svæða er öll óviðkomandi umferð og röskun bönnuð, svo og óþarfa hávaði af völdum manna og véla, nema með leyfi varpeiganda. Friðlýst æðavörp skal auðkenna með áberandi hætti, þar sem því verður við komið. Í óbyggðum eyjum og hólmum á þetta ekki við.

 

 

 

 

Ofangreind svæði eru afmörkuð á loftmyndum sem liggja frammi hjá embættinu. 

Ákvörðun um friðlýsingu æðavarps gildir í 10 ár frá birtingu auglýsingar í Lögbirtingablaði sbr. 2. mgr. 2.gr. reglugerðar nr. 252/1996.
Á skrifstofum Sýslumannsins á Vestfjörðum liggur frammi skrá um friðlýst æðarvörp í umdæminu ásamt kortum eða loftmyndum af svæðunum.

 

 
Ísafirði, 12. apríl 2016.
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum,
Jónas Guðmundsson.                                   

Loftmynd Hrútey, Ófeigsfirði
Loftmynd Hrúteyjarnes, Ófeigsfirði 
Loftmynd Ófeigsfjarðarhólmi 
Loftmynd Ófeigsfjörður

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi sýslumannsins á Patreksfirði

Samkvæmt 18. gr. laga nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, sbr. reglugerð nr. 252/1996, um friðun tiltekinna villtra fuglategunda, friðlýsingu æðarvarps o.fl. hefur sýslumaðurinn  á Patreksfirði friðlýst æðarvörp:


Í Reykhólahreppi: Hergilsey, landnúmer 139580, (eyjar og sker sem tilheyra Hergilseyjarlöndum), Breiðafirði.Friðlýsing tekur til eftirtalinna eyja og hólma: Frussælu, Oddbjarnarskers (Laugaskers), Sandflögu, Brimskers, Gjögurskers, Bölluboða, Bölluboðabarna, Ytra Drápskers, Innra Drápskers, Norðurskers, Álboða, Veiðileysu, Skjaldmeyjareyjar (Skutulseyjar), Þorfinnsskers, Austurboða, Loftsboða, Hergilseyjar (Hrófaldseyjar, Hafnarhólma, Glænefs), Áskellseyjar (Áskellseyjarkletts, Svartbakaskers), Hrauneyjakletta, Ytri Hrauneyjar, Innri Hrauneyjar, Sandeyjar (Mýhólma, Tréhnífaskers, Festarskers, Trölla), Æðarskers, Norðurskers, Höfuðeyjarþorps (Höfðeyjar, Rana, Rifs, Höfuðs), Hvannhólms, Borgarhólms, Böðvarskletts, Stykkis, Oddleifseyjar, Urðhólms, Reykeyjar, Reykeyjarflaga, Hestskers.
Á skrifstofu sýslumannsins á Patreksfirði liggur frammi skrá um friðlýst æðarvörp í umdæminu ásamt kortum og loftmyndum þar sem afmörkun friðlýstra æðarvarpa kemur fram.Sérstök athygli er vakin á 3. gr. reglugerðar nr. 252/1996,  um árlegan gildistíma friðlýsingar og hvað friðlýsing æðarvarps felur í sér að öðru leyti.


Sýslumaðurinn á Patreksfirði,                                                                                                                               19. desember 2012.                                                                                                                                             Úlfar Lúðvíksson.                                                                                                                                                                                                                                                                                                              ( 2012023414A

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi sýslumannsins á Ísafirði

Samkvæmt ákvæðum 18. gr. laga nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, sbr. reglugerð nr. 252/1996, um friðun tiltekinna villtra fuglategunda, friðlýsingu æðarvarps o.fl. hefur sýslumaðurinn á Ísafirði friðlýst æðarvarp:
Í landi jarðarinnar Innri Hjarðardals, landnúmer 141004, Ísafjarðarbæ.
Á skrifstofu sýslumannsins á Ísafirði liggur frammi skrá um friðlýst æðarvörp í umdæminu ásamt kortum og loftmyndum þar sem afmörkun friðlýstra æðarvarpa kemur fram.Sérstök athygli er vakin á 3. gr. reglugerðar nr. 252/1996, um árlegan gildistíma friðlýsingar og hvað friðlýsing æðarvarps felur í sér að öðru leyti.

Ísafirði,                                                                                                                                                                        3. júlí 2012.                                                                                                                                                        Úlfar Lúðvíksson sýslumaður.      

Loftmynd Innri Hjarðardalur                                                                                             

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi sýslumannsins á Patreksfirði, Barðastrandarsýslu

Samkvæmt ákvæðum 18. gr. laga nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, sbr. reglugerð nr. 252/1996 um friðun tiltekinna villtra fuglategunda, friðlýsingu æðarvarps o.fl. hefur sýslumaðurinn á Patreksfirði friðlýst æðarvarp sem hér segir:


Í Reykhólahreppi:Æðarvarp á jörðunum Stað og Árbæ.Friðlýst svæði afmarkast af línu frá landamerkjahliði á vegi milli Staðar og Hamarlands í voginn á milli Þorsteinseyjar og Lyngeyjar. Þaðan í Bunkaklett, Einbúa, Innra - Svarðbakasker, Innra - Kirkjusker, Kirkjusker, Ytra - Svarðbakasker, Æðarkletta, Leiðarsker, Máveyjarboða, Mávey, Hrútaflögu, Arnhólma, Flötuflögu, Moðsker, Skútunautshólma og inn að landamerkjum við Laugaland. Þar liggur línan um Gvendarlæk og upp eftir honum að bílvegi og síðan eftir honum inn í áður nefnt landamerkjahlið við Hamarland.Æðarvarp er dreift um framangreint svæði.Á skrifstofu sýslumannsins á Patreksfirði liggur frammi skrá um friðlýst æðarvörp í umdæminu ásamt kortum og loftmyndum þar sem friðlýst æðarvörp eru afmörkuð.Sérstök athygli er vakin á 3. gr. reglugerðar nr. 252/1996, um árlegan gildistíma friðlýsingar og hvað friðlýsing æðarvarps felur í sér að öðru leyti.


Sýslumaðurinn á Patreksfirði,                                                                                                                               2. júní 2009.
                                                                                                                                                            ( 2009009132

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi sýslumannsins á Patreksfirði, Barðastrandarsýslu

Samkvæmt ákvæðum 18. gr. laga nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, sbr. reglugerð nr. 252/1996, um friðun tiltekinna villtra fuglategunda, friðlýsingu æðarvarps o.fl. hefur sýslumaðurinn á Patreksfirði friðlýst æðarvörp:


Í Vesturbyggð: Sauðeyjar á Breiðafirði.
Á skrifstofu sýslumannsins á Patreksfirði liggur frammi skrá um friðlýst æðarvörp í umdæminu ásamt kortum og loftmyndum þar sem afmörkun friðlýstra æðarvarpa kemur fram.Sérstök athygli er vakin á 3. gr. reglugerðar nr. 252/1996, um árlegan gildistíma friðlýsingar og hvað friðlýsing æðarvarps felur í sér að öðru leyti.


Sýslumaðurinn á Patreksfirði,                                                                                                                           12. maí 2009.                                                                                                                                                             Úlfar Lúðvíksson.
                                                                                                                                                            ( 2009008073

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi sýslumannsins á Patreksfirði, Barðastrandarsýslu

Samkvæmt ákvæðum 18. gr. laga nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, sbr. reglugerð nr. 252/1996, um friðun tiltekinna villtra fuglategunda, friðlýsingu æðarvarps o.fl. hefur sýslumaðurinn á Patreksfirði ákveðið að friðlýsa eftirtalið æðarvarp í Tálknafjarðarhreppi: Jörðin Sveinseyri, landnúmer 140310. Friðlýsingin tekur til Sveinseyrarodda neðan þjóðvegar og hluta af túni ofan þjóðvegar. Mörk friðlýsts æðarvarps innan túns fyrir ofan þjóðveg er frá norðaustur horni hlöðu á Sveinseyri og bein lína þaðan í austur að þjóðvegi og þaðan 155 metra að suðaustur horni félagsheimilis.Á skrifstofu sýslumannsins á Patreksfirði liggur frammi skrá um friðlýst æðarvörp í umdæminu ásamt kortum og loftmyndum þar sem afmörkun friðlýstra æðarvarpa kemur fram.Sérstök athygli er vakin á 3. gr. reglugerðar nr. 252/1996, um árlegan gildistíma friðlýsingar og hvað friðlýsing æðarvarps felur í sér að öðru leyti.


Sýslumaðurinn á Patreksfirði,                                                                                                                           17. apríl 2009.                                                                                                                                                   Úlfar Lúðvíksson.  
                                                                                                                                                           ( 2009006676

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi sýslumannsins á Patreksfirði, Barðastrandarsýslu

Samkvæmt ákvæðum 18 gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun, og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, sbr. reglugerð nr. 252/1996 um friðun tiltekinna villtra fuglategunda, friðlýsingu æðarvarps o.fl. hefur sýslumaðurinn á Patreksfirði friðlýst eftirtalin æðarvörp:

Í Reykhólahreppi: Deildará á Múlanesi.Friðlýsingin tekur til alls lands og landfastra hólma jarðarinnar auk eftirtalinna eyja og hólma: Melrakkaey, og tvær flögur, Háhólmi, Efri - Þjófsey, Neðri - Þjófsey, Fóetluhólmi, Langasker, Þömb, Hestsker, Æðarsker og flaga, Svartbakasker, Hrúðurey. Á skrifstofu sýslumannsins á Patreksfirði liggur frammi skrá um friðlýst æðarvörp í umdæminu ásamt kortum og loftmyndum hvar hin friðlýstu æðarvörp eru afmörkuð.Sérstök athygli er vakin á 3.gr. reglugerðar nr. 252/1996 um árlegan gildistíma friðlýsingar og hvað friðlýsing æðarvarps felur í sér að öðru leyti.


Sýslumaðurinn á Patreksfirði,                                                                                                                               31. mars 2009.                                                                                                                                                  Úlfar Lúðvíksson.
                                                                                                                                                            ( 2009005609

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi sýslumannsins á Hólmavík

Friðlýst æðarvarp er á jörðinni Broddanesi, Broddaneshreppi, Strandabyggð. Friðlýsingin nær til æðarvarps í landi í Bæjarnesi, Traðarnesi, Selvogsnesi og í Landhólma sem gengið er út í á fjöru. Úti fyrir landi er friðlýst æðarvarp í Æðarskeri, Rifgirðingu, Dyrhólma, Þernuhólma, Litlu-Broddanesey og Stóru-Broddanesey.


Hólmavík, 23. maí 2008.                                                                                                               Sýslumaðurinn á Hólmavík,                                                                                                                            Lára Huld Guðjónsdóttir.
                                                                                                                                                            ( 2008008346

Friðlýsing æðarvarps

Samkvæmt ákvæðum 1. og 2. mgr. 20. gr. laga nr. 64/1994 um vernd friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, sbr. reglugerð nr. 252/1996 um friðun tiltekinna villtra fuglategunda, friðlýsingu æðarvarps o.fl. hefur sýslumaðurinn á Patreksfirði friðlýst eftirtalið æðarvarp:

Flatey á Breiðafirði, Reykhólahreppi. Friðlýsingin tekur til æðarvarps á báðum ábúðarhlutum jarðarinnar í Flatey sjálfri og Flateyjarlöndum, nánar tiltekið til eftirtalinna eyja og hólma: Flatey, Höfn (Hafnarey), Klofningur, Hrólfsklettur, Lundaklettur, Sendlingaklettur, Kirkjuklettur, Innri-Máfey, Ytri-Máfey, Stakhöfði, Sýrey, Sýreyjarhólmi, Feitsey, Heimalangey, Langey, Langeyjarhólmi, Diskæðarsker, Nyrðri-Sandey, Syðri-Sandey, Sandeyjarhólmi, Svunta, Stykkiseyjar, Sultarhólmi, Skeley, Selsker, Lágmúli, Flathólmi, Pjattland, Flögur (tvær Grasflögur, Geirshólmi og Hádegishólmi), Kerlingarhólmi og Akurey.Á skrifstofu sýslumannsins á Patreksfirði liggur frammi skrá um friðlýst æðarvörp í umdæminu ásamt kortum eða loftmyndum hvar hin friðlýstu æðarvörp eru afmörkuð.Sérstök athygli er vakin á 3. gr. reglugerðar nr. 252/1996 um árlegan gildistíma friðlýsingar frá 15. apríl til og með 14. júlí og hvað friðlýsing æðarvarps felur í sér að öðru leyti.


Sýslumaðurinn á Patreksfirði.
                                                                                                                                                            ( 2008007915

Friðlýsing æðarvarps

Samkvæmt ákvæðum 1. og 2. mgr. 20. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, sbr. reglugerð nr. 252/1996 um friðun tiltekinna villtra fuglategunda, friðlýsingu æðarvarps o.fl. hefur sýslumaðurinn á Patreksfirði friðlýst eftirtalið æðarvarp:

 Skáleyjar, Reykhólahreppi. Friðlýsingin tekur til eftirtalinna eyja og hólma jarðarinnar: Heimaey og áfastar henni Stöðuley og Litla-Lyngey auk ellefu smáflaga tengdum þessum þremur eyjum (þ.m.t. Eyjarendaflaga, Tangar, Írekur, Siggusker, Hjallasker, Stöðuleyjarflaga, Skjóðuhólmi, Bjölluhólmi og Kjóarimi), Háhólmur ytri, Háhólmur innri, Stóra-Lyngey, fimm Lyngeyjarhólmar, sex Lyngeyjarflögur. Framhólmar fimmtán talsins sem eru Strákar, tvær Strákaflögur, Kríhólmur, Kríhólmsflaga, Húfuflaga, Þríklakkar, fimm Þríklakkaflögur, Grænhólmur og tvö Tréseyjarsker. Norðurlönd sem samanstanda af 48 eyjum, hólmum og flögum og heita Hellisey, tvær Helliseyjarflögur, Helliseyjar-rimi, þrjár Rimaflögur, Norðurey, fjórar Norðureyjar-flögur, tveir Norðureyjarhólmar, tvær Sandflögur, tvær Samföstuflögur, Samviska, Standhólmur, Konráðsflaga, Tófuflaga, Grísaból, þrjár Grísabólsflögur (rif), Stóri-Langhólmur, þrír Litlu-Langhólmar, þrjár Kofuflögur, tvær Krókarifsflögur, tvær Tjarnarflögur, tvær Rifgirðingar, þrjár Langhólmsflögur, Vestari-Seley, Syðri-Seley, Seleyjarhólmi, Seleyjarflaga, Setusker og Hópsflaga. Suðurlönd alls fimmtán hólmar og flögur sem eru Hamarshólmur, Stöng, tvær Norðurflögur, Stórhólmur, tvær Stórhólmsflögur, Jóaflaga, fjórar Klakkaflögur, Straumakolla, Axarsker og Melflaga. Gengt er um fjöru í allar framangreindar eyjar og hólmaklasa frá Heimaey. Úteyjar sem eru 57 talsins eru Fagurey og níu flögur tengdar henni, Hróvaldsey, sextán Hróvaldseyjarhólmar (Melhólmur, Bjölluhólmur, Austurstöng (2), Miðstöng, fjórar Norðurflögur, Álftaflaga, tvær Stórhólmsflögur, Stórhólmsrimi, tvær nafnlausar flögur norðan Stórhólms, Rauðustandar), Skáldsey og fjórar tengdar flögur, Melsker, Þrætuklakkur, Þrætuklakksflaga, Búlkey, Ysta-Langey, Mið-Langey, Innsta-Langey, fimm Langeyjarflögur, Þorkelsey, sex Þorkelseyjarflögur, Þorkelseyjarklettur, Trésey og tvær tengdar flögur, Fríðarey og Skarfaklettur.Samtals er þannig friðlýst 163 varpeyjum og hólmum í löndum Skáleyja. Á skrifstofu sýslumannsins á Patreksfirði liggur frammi skrá um friðlýst æðarvörp í umdæminu ásamt kortum eða loftmyndum hvar hin friðlýstu æðarvörp eru afmörkuð.Sérstök athygli er vakin á 3. gr. reglugerðar nr. 252/1996 um árlegan gildistíma friðlýsingar frá 15. apríl til og með 14. júlí og hvað friðlýsing æðarvarps felur í sér að öðru leyti.


Sýslumaðurinn á Patreksfirði.                                                                                                                                                                                                                                                                                           ( 2008007914

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi sýslumannsins á Ísafirði

Samkvæmt ákvæðum 18. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, sbr. reglugerð nr. 252/1996 um friðun tiltekinna villtra fuglategunda, friðlýsingu æðarvarps o.fl. hefur sýslumaðurinn á Ísafirði friðlýst eftirtalin æðarvörp:


Friðlýst er æðarvarp í landi félagsbúsins í Vigri í Súðavíkurhreppi í Ísafjarðardjúpi. Varplandið afmarkast af sjó meðfram strandlengju eyjarinnar.


Ísafirði, 30. apríl 2008.                                                                                                                                             Sýslumaðurinn á Ísafirði. 

Loftmynd Vigur 1

Loftmynd Vigur 2
                                                                                                                                                            ( 2008007190

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi sýslumannsins á Ísafirði

Samkvæmt ákvæðum 18. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, sbr. reglugerð nr. 252/1996 um friðun tiltekinna villtra fuglategunda, friðlýsingu æðarvarps o.fl. hefur sýslumaðurinn á Ísafirði friðlýst eftirtalin æðarvörp:

Friðlýst er æðarvarp í landi jarðarinnar Auðkúlu í Arnarfirði. Varplandið nær frá landamerkjum jarðanna Auðkúlu og Hrafnseyrar að innanverðu, að landamerkjum Auðkúlu og Tjaldaness að utanverðu. Merkin að innanverðu markast af Hrafnseyrará og að utan af Dysjagilslæk (Hesjagilslæk). Að sunnanverðu takmarkast land af sjó. Að norðanverðu miðast mörk varplandsins við línu frá brúnni yfir Hrafnseyrará og sjónhendingu í íbúðarhúsið að Auðkúlu og þaðan áfram í beina línu í Dysjagilslæk. Friðlýst er æðarvarp í landi jarðarinnar Holts í Önundarfirði. Varplandið er innan landgræðslugirðingar fyrir neðan Valþjófsdalsveg og allt niður í svonefndan Holtsodda. Takmörk varplandsins að vestan eru afleggjari frá Valþjófsdalsvegi að flugskýli og niður að Holtsbryggju.


Ísafirði, 9. apríl 2008.                                                                                                                                               Sýslumaðurinn á Ísafirði.
                                                                                                                                                            ( 2008005794

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps

Samkvæmt ákvæðum 18. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, sbr. reglugerð nr. 252/1996 um friðun tiltekinna villtra fuglategunda, friðlýsingu æðarvarps o.fl. hefur sýslumaðurinn á Patreksfirði friðlýst eftirtalin æðarvörp:
Í Reykhólahreppi: 1. Bjarneyjar. Friðlýsingin tekur til eftirtalinna eyja og hólma jarðarinnar: Heimaey, Gerðar, Torfey, Innri-Hólmi, Ytri-Hólmi, Vatnsey, Brenniklettar, Höfði, Búðey, Magáll, Sinuhólmi, Innri-Hvanney, Ytri-Hvanney, Æðarsker, Lón, Lónssker. 2. Stagley.
Á skrifstofu sýslumannsins á Patreksfirði liggur frammi skrá um friðlýst æðarvörp í umdæminu ásamt kortum eða loftmyndum hvar hin friðlýstu æðarvörp eru afmörkuð.Sérstök athygli er vakin á 3. gr. reglugerðar nr. 252/1996 um árlegan gildistíma friðlýsingar og hvað friðlýsing æðarvarps felur í sér að öðru leyti.


Sýslumaðurinn á Patreksfirði,                                                                                                                           20. apríl 2007.                                                                                                                                                  Björn Lárusson.                                                                                                                                                           ( 2007007059

Sýslumaðurinn á Vesturlandi

Friðlýsing æðaravarps í umdæmi sýslumannsins í Borgarnesi

Samkvæmt ákvæðum 18. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, sbr. reglugerð 252/19996 um friðun tiltekinna villtra fuglategunda, friðlýsingu æðarvarps o.fl. , hefur sýslumaðurinn í Borgarnesi friðlýst eftirtalin æðarvörp:
Í Borgarbyggð: Hjörsey I og Hjörsey II. Friðlýsingin tekur til fasteignanna beggja, þar með talin eyjar, hólmar og sker sem teljast hlutar af eignunum, þar á meðal eru Hjörseyjarsandur, Oddi, Æðarsker, Langboði, Sáta, Hellnasker og Lambeyjar.
Á skrifstofu Sýslumannsins í Borgarnesi liggur frammi skrá yfir friðlýst æðarvörp í umdæminu ásamt kortum sem sýna hvar hin friðlýstu æðarvörp eru afmörkuð.


Borgarnesi, 29. september 2011.                                                                                                                     F.h. sýslumannsins í Borgarnesi.                                                                                                                            Jón Einarsson fulltrúi.                                                                                                                                                                                                                                                                                                         ( 2011017526

 

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps

Friðlýst æðarvarp er í eftirtöldum eyjum á Breiðafirði í Stykkishólmsbæ: Freðinskeggja, Leiðólfsey, Ljótunshólma, Loðinshólma, Siglugrím og Þormóðseyjarkletti.
Stykkishólmi, 7. apríl 2010.Sýslumaður Snæfellinga.( 2010006808
Friðlýsing æðarvarps í umdæmi sýslumanns SnæfellingaFriðlýst æðarvarp er í Skoreyjum, Melrakkaey, Andey og Vatnsey í Stykkishólmsbæ.

 

Stykkishólmi, 5. febrúar 2010.                                                                                                                              Sýslumaður Snæfellinga.

                                                                                                                                                            ( 2010002908

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps

Samkvæmt ákvæðum 18. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, sbr. reglugerð 252/1996 um friðun tiltekinna villtra fuglategunda, friðlýsingu æðarvarps o.fl., hefur sýslumaðurinn í Borgarnesi friðlýst eftirtalin æðarvörp:


Í Borgarbyggð: Knarrarnes. Friðlýsingin tekur til eftirtaldra eyja og hólma jarðarinnar: Geldingaey, Hóley, Effersey, Neipin öll, Heimaeyjan, Niðurnesið, Elliðaey, Skarfasker, Hrafnaklettur, Skáleyjar, Skáleyjartögl, Skáleyjarhólmi, Vestari-Lambey, Syðri Lambey, Lambeyjarhólmi, Folaldsklettur, Hrútey, Syðri og Vestari Kópaláturseyjar, Hrossastapi, Vörðunes, Saltnesin öll (Suður-Saltnes, Austur-Saltnes, Norður-Saltnes og Heimsta-Saltnes), Selhólmi, Selssker, Bótasker, Hrafngrímssker, Klofningur, Tjaldanes og Tjaldaneshólmar, Móttökutangi, Réttartangi og Fjártangi.
Á skrifstofu sýslumannsins í Borgarnesi liggur frammi skrá yfir friðlýst æðarvörp í umdæminu ásamt kortum sem sýna hvar hin friðlýstu æðarvörp eru afmörkuð.


Borgarnesi, 17. febrúar 2009.                                                                                                                                 F. h. Sýslumannsins í Borgarnesi,                                                                                                                     Jón Einarsson ftr.
                                                                                                                                                            ( 2009003031

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps

Samkvæmt ákvæðum 18. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, sbr. reglugerð 252/1996 um friðun tiltekinna villtra fuglategunda, friðlýsingu æðarvarps o.fl., hefur sýslumaðurinn í Borgarnesi friðlýst eftirtalin æðarvörp:


Í Borgarbyggð: Vogur. Friðlýsingin tekur til eftirtaldra hluta jarðarinnar Vogur: Ströndin milli jarðanna Akra og Traða, ásamt eyjum og skerjum sem jörðinni Vogi tilheyra. Helstu eyjar og sker eru: Skarfaklettar, Skarfaklettur, Hrútey, Þórisey, Hjalley, Mjóanes (Mjóan), Pollsker, Hrísey, Helgrindur, Öldur, Klofningur og Lambasker.
Á skrifstofu sýslumannsins í Borgarnesi liggur frammi skrá yfir friðlýst æðarvörp í umdæminu ásamt kortum sem sýna hvar hin friðlýstu æðarvörp eru afmörkuð. 


Borgarnesi, 18. febrúar 2009.                                                                                                                          F.h. sýslumannsins í Borgarnesi,                                                                                                                     Jón Einarsson ftr.                                                                                                                                                                                                                                                                                                                 ( 2009003030

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps

Friðlýst er æðarvarpi á jörðinni Innri-Fagradal í Dalabyggð, samkvæmt 18. gr. laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum nr. 64/1994 og 2., sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 252/1996. Friðlýsingin nær til eftirtaldra eyja jarðarinnar: Fagureyjar, Fagureyjarhólma, Bugskers og Hrúteyja.Kort af ofangreindu svæði liggur frammi á skrifstofu sýslumanns að Miðbraut 11 í Búðardal.


Búðardal, 6. febrúar 2009.                                                                                                             Sýslumaðurinn í Búðardal,                                                                                                                          Áslaug Þórarinsdóttir.
                                                                                                                                                            ( 2009002245

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi sýslumannsins í Búðardal

Friðlýst er æðarvarpi, samkvæmt 18. gr. laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum nr. 64/1994 og 2., sbr. 3. gr., reglugerðar nr. 252/1996, á eftirtöldum eyjum og hólmun í mynni Hvammsfjarðar, Dalabyggð: Hvíldarhólma, Hrúthólma, Háhólma og Skarða.Kort af svæðinu liggur frammi á skrifstofu sýslumanns að Miðbraut 11 í Búðardal.


Búðardal, 13. júní 2007.                                                                                                                Sýslumaðurinn í Búðardal,                                                                                                                         Áslaug Þórarinsdóttir.
                                                                                                                                                            ( 2008009018

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps

Friðlýst er æðarvarpi á eyjajörðinni Rifgirðingum, Dalabyggð, samkvæmt 18. gr. laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum nr 64/1994 og 2., sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 252/1996. Friðlýsingin nær til eyja og hólma jarðarinnar sem eru: Hagey, Fleygisklettur, Hageyjarflögur, Skarfaklettur, Hellishólmi, Flathólmaflaga, Flathólmi, Moshólmi, Gussey, Tregaflaga, Lumma, Norðureyjaflaga, Steinaklettar, Máshólmi, Norðurey, Kjóey, Suðurey, Lynghólmi, Afkastshólmi, Æðarsker, Stórhólmi, Mjóstraumshólmi, Tvíhyrningur, Þrætuhólmar, Innsthólmi, Enghólmi, Kerlingarhólmi, Lyngey, Helghólmi, Grímshnaus, Bálkhólmaflaga, Bálkhólmi, Hnausar, Burgeis, Akurey, Stjúpmóðurhólmi, Bratthólmi, Suðurey, Heimaey (Túnið) og Austurey. Kort af svæðinu liggur frammi á skrifstofu sýslumanns að Miðbraut 11 í Búðardal.

Endurbirt vegna villu í fyrri auglýsingu. 

Búðardal, 4. júní 2008.                                                                                                                   Sýslumaðurinn í Búðardal,                                                                                                                          Áslaug Þórarinsdóttir.                                                                                                                                                                                                                                                                                                         ( 2008008861

Friðlýsing æðarvarps

 

Friðlýst æðarvarp er um alla Þorvaldsey, Lón og Lónklett, en eyjarnar eru allar í Stykkishólmsbæ.


Stykkishólmi, 20. maí 2008.                                                                                                                                Sýslumaður Snæfellinga.                                                                                                                                                                                                                                                                                                   ( 2008008079

 

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps

 

Friðlýst er æðarvarpi á eyjajörðinni Rifgirðingum, Dalabyggð, samkvæmt 18. gr. laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum nr 64/1994 og 2., sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 252/1996. Friðlýsingin nær til eyja og hólma jarðarinnar sem eru: Hagey, Fleygisklettur, Hageyjarflögur, Skarfaklettur, Hellishólmi, Flathólmaflaga, Flathólmi, Moshólmi Gussey, Tregaflaga, Lumma, Norðureyjaflaga, Steinaklettur, Máshólmi, Norðurey, Kjóey, Suðurey, Lynghólmi, Afkastshólmi, Æðarsker, Stórhólmi, Mjóstraumshólmi, Tvíhyrningur, Þrætuhólmar, Innsthólmi, Enghólmi, Kerlingarhólmi, Lyngey, Helghólmi, Grímshnaus, Bálkhólmaflaga, Bálkhólmi, Hnausar, Burgeis, Akurey, Stjúpmóðurhólmi, Bratthólmi, Suðurey, Heymaey (Túnið) og Austurey.Kort af svæðinu liggur frammi á skrifstofu sýslumanns að Miðbraut 11 í Búðardal.


Búðardal, 7. maí 2008.                                                                                                                
Sýslumaðurinn í Búðardal.                                                                                                                        
Áslaug Þórarinsdóttir.
                                                                                                                                                            ( 2008007438

 

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi sýslumannsins í Búðardal

 

Friðlýst er æðarvarpi, samkvæmt 18. gr. laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum nr. 64/1994 og 2., sbr. 3. gr., reglugerðar nr. 252/1996, um alla Brokey, Dalabyggð og eftirtaldar eyjar sem henni tilheyra:Arnarey, Norðurflaga, Bjarghólmar, Vogflögur, Gagney, Gagneyjarflögur, Fáskrúður, Díli, Mörhaus, Eskigrasey, Ölduhryggur, Smiðjuhólmar, Vaðlaflaga, Höfðasker, Ytri-Sviðna, Innri-Sviðna, Sviðnuhólmar, Vaðlatangi, Skálseyjar, Skálseyjahólmi austur, Skálseyjahólmi vestur, Skálseyjaflögur, Sleppur, Hnaus, Flatey, Stóri Lynghólmi, Stóra Lynghólmaflaga, Litli Lynghólmi, Litlu Lynghólmaflögur, Langhryggur, Langhryggsflaga, Sóta, Seigbituflaga, Bagarhólmi, Rauðka, Jökull, Snókhólmi, Snókhólmaflaga, Andey, Andeyjarflögur, Kálfhólmi litli, Hnaus, Stangarhólmi, Stöng, Skjaldbreið, Sandey, Sandeyjarflögur, Ferhyrningsey, Ferhyrningseyjarflögur, Stóri Vaktarhólmi, Vaktarhólmastöng, Litli Vaktarhólmi, Hafursker, Hálogaland, Fagurey, Háhólmi, Kríuflaga, Árneshólmi, Árnesflaga, Innsta-Barmey, Mið-Barmey, Ysta-Barmey, Ystu-Barmeyjarflögur, Söðull, Háey, Mjóaneshólmi, Melsker, Grænhólmi, Meistari, Fletta, Hlaupandasker, Steinsker, Sáta, Kollunesflögur, Höfn, Ólundarhöfðaflaga, Suðureyjahnaus, Bótarhólmi, Suðureyjarflögur innri, Sandhólmi innri, Sandhólmi ytri, Grjóthólmi, Grænhólmi, Stórhólmi, Stórhólmaklettur, Stórhólmaflögur, Háhólmi, Háhólmaflögur, Streinsundflaga, Hríshólmi, Stóri Sindingahólmi, Stóra Sindingahólmaflaga, Litli Sindingahólmi, Skollhólmi, Hóleyjarsker, Tófuflögur, Suðurey, Hóley, Litla Hóley, Hvannhólmar, Hópflaga, Hryggjanesflaga, Hrygghólmi, Hái-Hrygghólmi, Austur-Hrygghólmi, Miðvaðalshólmar, Norðurvaðalshólmar, Kistuhólmasker, Stóri Kistuhólmi, Litli Kistuhólmi, Látur, Grensey, Garðsundshólmar og flögur, Litla-Seljaland, Seljaland, Seljalandsflögur, Naustanesflögur, Kálfhólmi, Kjöthólmi, Sandhólmi, Norðurey, Grímshjallur. Þá er einnig friðlýst æðarvarpi í Ólafsey lönd, Dalabyggð, en það eru eftirtaldar eyjar: Hrísey, Innri Helgey, Ytri Helgey, Innri Langhólmi, Ytri Langhólmi, Tveggja lamba hólmi, Lyng hólmi, Eldsey, Hjalsey, Litla Hjalsey. Kort af svæðum þessum liggur frammi á skrifstofu sýslumanns að Miðbraut 11 í Búðardal.


Búðardal, 10. apríl 2008.                                                                                                               Sýslumaðurinn í Búðardal,                                                                                                                          Áslaug Þórarinsdóttir.

Friðlýsing æðarvarps

 

Samkvæmt 18. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, sbr. reglugerð 252/1996 um friðun tiltekinna villtra fuglategunda, friðlýsingu æðarvarps o.fl., hefur sýslumaðurinn í Borgarnesi friðlýst eftirtalin æðarvörp:


Í Borgarbyggð:Hvalseyjar: Friðlýsingin tekur til allra eyja og hólma jarðarinnar Hvalseyja í Mýrasýslu. Stærstu eyjarnar eru Húsey, Kjaransey, Sandey, Þernuklettur, Hópey, Skáley, Búðarey, Stórihólmi og Litlihólmi. Milli þeirra og í kringum þær er fjöldi skerja smærri og stærri er tilheyra eyjunum, má þar helst nefna Skarfasker, tvö sker er ganga undir nafninu Dyngjur, Stólpar og Sandeyjarsker.
Á skrifstofu sýslumannsins í Borgarnesi liggur frammi skrá um friðlýst æðarvörp í umdæminu ásamt kortum sem sýna hvar hin friðlýstu æðarvörp eru afmörkuð.


Borgarnesi, 16. janúar 2008.                                                                                                        Sýslumaðurinn í Borgarnesi,                                                                                                                               Stefán Skarphéðinsson.
                                                                                                                                                            ( 2008001240Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps

 

Samkvæmt ákvæðum 18. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, sbr. reglugerð nr. 252/1996 um friðun tiltekinna villtra fuglategunda, friðlýsingu æðarvarps o.fl. hefur sýslumaðurinn í Borgarnesi skv. beiðni eigenda/ábúanda friðlýst æðarvarp á jörðinni Kalastaðakoti Hvalfjarðarsveit. Friðlýsingin tekur til allrar strandlengju Kalastaðakots frá Haugskletti í austurátt til Kalmannsár í vesturátt.Á skrifstofu sýslumannsins í Borgarnesi liggur frammi skrá um friðlýst æðarvörp í umdæminu ásamt kortum hvar hin friðlýstu æðarvörp eru afmörkuð.


Borgarnesi, 14. maí 2007.                                                                                                             Sýslumaðurinn í Borgarnesi,                                                                                                                      Hjördís Stefánsdóttir fulltrúi.
                                                                                                                                                           ( 2007008382 

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps

Friðlýst er æðarvarpi í Staðarhólseyjum (Djúpeyjum) og Hafnareyjum, Dalabyggð, samkvæmt 18. gr. laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum nr. 64/1994 og 2., sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 252/1996.Lönd Staðarhólseyja (Djúpeyja): Varplönd talin frá vestri til austurs: Vestast er Æðarsker, þá Trésey, Tréseyjarflaga og nokkru austar Arnarklakkur. Sunnan hans er Galtarey sem í eru bæjarrústir. Vestan Galtareyjar er Miðaftansflaga, Náttmálaflaga í norður og Spjótaflaga í austur. Gengt er úr Galtarey í flögurnar um fjöru. Sunnar og austan Hafnareyja er Líney.Lönd Hafnareyja: Varplönd talin frá vestri: Lambhólmi, Fitjarey, þar suður af Litla- og Stóra-Stöng. Austan þeirra Miðey, og austast Bæjarey.Kort af svæðinu liggur frammi á skrifstofu sýslumanns að Miðbraut 11 í Búðardal.


Búðardal, 11. maí 2007.                                                                                                                Sýslumaðurinn í Búðardal,                                                                                                                         Áslaug Þórarinsdóttir.
                                                                                                                                                            ( 2007008300

Friðlýsing æðarvarps

Friðlýst æðarvarp er í allri Bíldsey á Breiðafirði, Stykkishólmsbæ. Friðlýst æðarvarp er í landi Jónsness í Helgafellssveit. Er varpið á öllu fastalandi jarðarinnar ásamt inneyjunum Háey, Efstuey, Miðey, Hrísey og Snorrahólma og úteyjunum Tveggjalambahólma, Stóruflögum, Blikaskeri, Hnífsey og Ólafsey.


Stykkishólmi, 26. apríl 2007.                                                                                                            
Sýslumaður Snæfellinga.
                                                                                                                                                            ( 2007007565

 

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps

Samkvæmt ákvæðum 18.gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, sbr. reglugerð nr. 252/1996 um friðun tiltekinna villtra fuglategunda, friðlýsingu æðavarps o.fl, hefur sýslumaðurinn í Borgarnesi skv. beiðni eigenda/ábúanda friðlýst æðavarp á eftirtöldum jörðum í Hvalfjarðarsveit: 

Þyrli, Brekku, Bjarteyjarsandi, Hrafnabjörgum, Ferstiklu I og II, Saurbæ og Kalastöðum.Í landi Þyrils taki friðlýsingin yfir Þyrilsey, Þyrilsnes að þjóðvegi og Geirshólma.Á jörðunum Brekku, Bjarteyjarsandi, Hrafnabjörgum, Ferstiklu I og II, Saurbæ, og Kalastaða taki friðlýsingin yfir landsvæðið frá þjóðvegi að sjávarmáli. Auk þess sem friðlýsingin taki til Bjarteyjar og Hrafnabjargarhólma. Á skrifstofu sýslumannsins í Borgarnesi liggur frammi skrá um friðlýst æðavörp í umdæminu ásamt kortum hvar hin friðlýstu æðavörp eru afmörkuð.


Borgarnesi 12. apríl 2007.                                                                                                             Sýslumaðurinn í Borgarnesi,                                                                                                                       Stefán Skarphéðinsson.
                                                                                                                                                            ( 2007006759

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps í umdæmi sýslumannsins í Búðardal. Friðlýst er æðarvarpi á jörðinni Fremri-Langey í Dalabyggð samkvæmt 18. gr. laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum nr. 64/1994 og 2., sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 252/1996.Hið friðlýsta æðarvarp er á Fremri-Langey (bæjareynni sjálfri), ennfremur á eftirtöldum eyjum, hólmum og flögum, sem undir hana liggja. Þær eyjar sem fjarar í frá henni, talið nokkurn veginn frá suðvestri til norðausturs, eru: Litla-Kathólmaflaga við Brjót, Stóri-Kathólmi ásamt Stóra-Kathólmaflögu, Spjóthólmar 5 talsins (Spjóthólmaflaga, Stöng, Grynnstihólmi, Háhólmi, Austurhólmi), Akurland ásamt Akurlandsflögu, Álahólmi ásamt Álahólmaflögu, Ytri-Álahólmi, Breiðhólmar 3 talsins (Ysti-Breiðhólmi, Mið Breiðhólmi, Innsti-Breiðhólmi), Litla–Boðalsey, Stóra-Boðalsey (fjarar sjaldan í hana) ásamt Stóru-Boðalseyjarflögu, Lyngey, Lyngeyjarflögur 3 talsins (Mið-Lyngeyjarflaga, Háaflaga, Lyngeyjarflaga), Grænhólmar 2, Guðnýjarflaga, Sundflögur 2, ennfremur nokkrar nafnlausar smáflögur. Eyjar, sem ekki fjarar í, og undir Fremri-Langey liggja og eru dreifðar um svokallaða Voga, eru: Sultarhólmi, Fremri-Hrúthólmi, Syðri Hrúthólmi, Nörlur 2, Æðarsker, Þorvaldsey ásamt Þorvaldseyjarflögu, Örnólfsey, þar við Hundslöpp og Magnúsarhólmi, Flatey, Hamarsey, Kóphólmi, Valsey ásamt Valseyjarhólma og Valseyjarflögu, Valseyjarsker og Ólafarflaga.Kort af svæðinu liggur frammi á skrifstofu sýslumanns að Miðbraut 11 í Búðardal.


Búðardal, 20. mars 2007.                                                                                                             Sýslumaðurinn í Búðardal,                                                                                                                                   Áslaug Þórarinsdóttir. 
                                                                                                                                                            ( 2007005537

 

Auglýsing um friðlýsingu æðarvarps

Friðlýsing æðarvarps í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu. Friðlýst æðarvarp er í Lynghólma og Örlygsey í landi Borgarlands í Helgafellssveit.


Stykkishólmi, 15. júní 2006.                                                                                                                  Sýslumaður Snæfellinga. 
                                                                                                                                                            ( 2006064620

 

Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum