Útgefin leyfi

Almennt um útgefin leyfi

Meðal verkefna sýslumanna er móttaka umsókna um ýmis leyfi og skírteini, útgáfa þeirra og ýmsar skráningar.
Þess skal getið að hluti þeirra leyfa sem gefin eru út eru afgreidd af einu embætti fyrir landið allt. Þetta á til dæmis við um leyfi til fasteignasölu sem gefin eru út af Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, leyfi til að reka útfararþjónustu sem gefin er út af Sýslumanninum á Suðurlandi, leyfi til að vera héraðsdóms- eða hæstaréttarlögmaður, sem gefin eru út af Sýslumanninum á Norðurlandi eystra o.s.frv.