Erfðaskrár

Samkvæmt 40. gr. erfðalaga nr. 8/1962 skal erfðaskrá vera skrifleg og skal arfleifandi, það er sá sem gerir erfðaskrá, undirrita hana eða kannast við undirritun sína fyrir notario publico (lögbókanda / sýslumanni) eða tveimur vottum.

Erfðaskrá er jafngild hvort sem hún er undirrituð og skráð hjá sýslumanni eða ekki. Ákveðið öryggi felst þó í því að skrá hana hjá sýslumanni en þá er tryggt að rétt sé staðið að gerð hennar og efni hennar varðveitt á öruggum stað.

Efni erfðaskrár sem skráð er hjá sýslumanni ber að færa í notarialabók og einnig er eintak hennar að jafnaði varðveitt hjá sýslumanni.

Sýslumaður fer yfir erfðaskrá og vekur athygli arfláta ef form eða efni erfðaskrár er andstætt lögum.   Að öðru leyti kemur sýslumaður ekki að gerð erfðaskráa.

Nánar um gjald fyrir lögbókandavottorð á erfðaskrár.

Uppf. 19.11.2015