Lögbirtingablaðið

Sýslumaðurinn á Suðurlandi gefur út Lögbirtingablaðið í umboði dómsmálaráðuneytisins, sbr. 6. gr. laga nr. 15/2005 um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablaðið. Sýslumaður er ritstjóri og ábyrgðarmaður blaðsins.

Útgáfa Lögbirtingablaðsins er rafræn á vefnum og fer fram á vef blaðsins www.logbirtingablad.is. Þar birtast, alla virka daga, auglýsingar sem skylt er að gefa út skv. 2. mgr. 1. gr. Sá dagur, sem auglýsing birtist á vef blaðsins, er útgáfudagur hennar.

Rafræn áskrift kostar á ári 3.000 kr. og er hægt að skrá sig áskrifanda, rafrænt, á vefnum. Eftir að áskrift hefur verið skráð fær áskrifandi greiðslukröfu vegna ársáskriftargjaldsins í netbanka og jafnframt sendan greiðsluseðil.  Næsta virka dag eftir greiðslu verður áskriftin virk. Auglýsendur setja sjálfir inn auglýsingar, rafrænt í gegnum vef blaðsins. Til að gerast auglýsandi þarf að fylla út umsóknareyðublað sem fæst á vefnum. Umsóknareyðublaðið er sent til útgáfu blaðsins sem úthlutar aðgangsauðkennum fyrir auglýsendur.

Blaðið er enn gefið út í prentuðu formi og er hægt að vera áskrifandi að því gegn greiðslu prentkostnaðar.  Auglýsingar birtast um viku til hálfu mánuði seinna í prentútgáfunni, miðað við hina rafrænu útgáfu og getur auglýsing þar með jafnvel verið úr gildi fallin vegna birtingarfrests.  Þeir sem vilja gerast prentáskrifendur hafa samband við útgáfu blaðsins hjá embættinu og kostar prentáskrift á ári 55.000 kr.   Þá er einnig boðið upp á þá þjónustu að senda prenteintakið í tölvupósti í pdf. formi, til útprentunar og er sú þjónusta gjaldfrjáls.

Vefsíða:  www.logbirtingablad.is
Netfang: logbirtingabladid@syslumenn.is
Sími: 458 2800