Almannatryggingar

Tryggingastofnun

Tryggingastofnun ríkisins annast almannatryggingar. Stofnunin heyrir undir velferðarráðuneytið. Stofnun starfar samkvæmt lögum nr. 100/2007  um almannatryggingar og lögum nr. 99/2007 um félagslega aðstoð. 

Aðalskrifstofur Tryggingastofnun ríkisins eru að Laugavegi 114 í Reykjavík.

Á skrifstofum og útibúum sýslumanna á hverjum stað eru umboð fyrir Tryggingastofnun ríkisins, sem leita má til með málefni sem heyra undir stofnunina. 

Almannatryggingar taka til:

  • Lífeyristrygginga
  • Slysatrygginga
  • Sjúkratrygginga