Lögbann

Síðast uppfært: 5. sept. 2019, kl. 17:8

Um lögbann er fjallað í IV. kafla laga nr. 31/1990 um kyrrsetningu, lögbann o.fl. 

Síðast uppfært: 5. sept. 2019, kl. 17:8

Hvert er markmið lögbanns og hvenær er hægt að krefjast lögbanns?

Ef gerðarbeiðandi sannar eða gerir sennilegt að byrjuð eða yfirvofandi athöfn brjóti eða muni brjóta gegn lögvörðum rétti hans getur hann krafist lögbanns við athöfninni skv. 24. gr. laga 31/1990. Lögbann er neyðarráðstöfun til að kom í veg fyrir að réttindi fari forgörðum eða verði fyrir spjöllum á meðan beðið er dóms um þau. Gerðarbeiðandi þarf yfirleitt að leggja fram tryggingu áður en gerðin er tekin fyrir vegna hugsanlegs tjóns gerðarþola sem leiða kann af lögbanninu.

Hvernig fer lögbann fram?

Sömu reglur gilda og varðandi kyrrsetningu og vísast til þess sem sagt hefur verið hér að framan. Skorað er á gerðarþola að láta af athöfninni og verði hann við því er ekki aðhafst frekar. Að öðrum kosti tekur sýslumaður ákvörðun um hvort skilyrðum lögbanns sé fullnægt. Sé svo er lagt lögbann við tiltekinni athöfn.

Hver eru réttaráhrif lögbanns?

Gerðarþola er óheimilt að framkvæma athafnir sem lögbann hefur verið lagt við. Sýslumanni er skylt að kröfu gerðarbeiðanda að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að halda uppi lögbanni og er lögreglumönnum er á sama hátt skylt að veita aðstoð eftir ósk sýslumanns. Brot gerðarþola gegn lögbanni geta valdið skaðabótum eða sektargreiðslum skv. 32. gr. laga 31/1990. Gerðarbeiðandi þarf að höfða staðfestingarmál fyrir héraðsdómi innan viku frá því lögbann var lagt á. Annars fellur lögbannið niður.

Nánar um gjaldtöku vegna lögbanns.

Uppf. 05.09.2019.