Útfararþjónustuleyfi

Um útfararþjónustu er fjallað í reglugerð nr. 426/2006. 

Sýslumaðurinn á Suðurlandi sér um útgáfu leyfa til þeirra sem hyggjast starfrækja útfararþjónustu. Reglugerð nr. 426/2006 um útfararþjónustur gildir um útgáfu leyfa og starfsemi þeirra sem hafa fengið leyfi til að starfrækja útfararþjónustu. Reglugerðin er sett samkvæmt heimild í 1. mgr. 21. gr. laga nr. 36/1993 um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu.

Ekki er sérstakt eyðublað til að sækja um leyfi heldur er umsækjendum bent á að hafa samband við embætti Sýslumannsins á Suðurlandi. Þeir sem hyggjast sækja um leyfi þurfa að huga að 2. og 3. gr. reglugerðarinnar ásamt því að undirrita heit um þagmælsku og að virða siðareglur sem settar hafa verið fyrir útfararstjóra.Uppfært 07.07.2016.