Ættleiðingar

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu annast málefni ættleiðinga á landsvísu, sbr. reglugerð nr. 1264/2011 um veitingu leyfa til ættleiðingar.
Erindum vegna ættleiðinga skal beint til skrifstofu hans að  Hlíðasmára 1, Kópavogi.

Fyrirspurnir varðandi ættleiðingar má senda á netfangið fjolskylda@syslumenn.is.

Í 2. gr. laga nr. 130/1999 um ættleiðingar segir hverjir geta verið ættleiðendur. Þar segir:

Hjón eða einstaklingar sem hafa verið í óvígðri sambúð í a.m.k. fimm ár skulu standa saman að ættleiðingu, enda þeim einum heimilt að ættleiða saman með þeim frávikum sem í grein þessari getur.

Öðru hjóna eða einstaklingi í óvígðri sambúð má þó með samþykki hins veita leyfi til að ættleiða barn þess eða kjörbarn.

Öðru hjóna eða einstaklingi í óvígðri sambúð má og veita leyfi til ættleiðingar ef hitt er horfið eða geðrænum högum þess svo háttað að það beri ekki skyn á gildi ættleiðingar.

Heimilt er að leyfa einhleypum manni að ættleiða barn ef sérstaklega stendur á og ættleiðing er ótvírætt  talin barninu til hagsbóta.

Með óvígðri sambúð í lögum þessum er átt við sambúð tveggja einstaklinga sem skráð er í þjóðskrá eða sem ráða má af öðrum ótvíræðum gögnum.

Eyðublöð vegna ættleiðinga og fylgiskjöl

Erindi um forsamþykki

Auk ofangreinds þarf að leggja fram með umsókninni:
  • Fæðingarvottorð umsækjanda, sé viðkomandi fæddur erlendis.
  • Hjúskaparvottorð eða vottorð um staðfesta samvist umsækjenda.
  • Staðfest ljósrit af skattskýrslum tveggja síðustu ára.
  • Staðfestingu þess efnis að umsækjendur hafi sótt námskeið á vegum löggilts ættleiðingarfélags, um ættleiðingar erlendra barna, sé sótt um forsamþykki í fyrsta sinn.
Ef sótt er um forsamþykki vegna ættleiðingar tiltekins barns skulu jafnframt fylgja umsókninni:
  • Gögn varðandi barnið, útgefin í heimalandi þess, þar með talið fæðingarvottorð barns.
  • Íslensk þýðing löggilts skjalaþýðanda fylgi ef gögnin eru á öðru tungumáli en ensku eða norrænu máli.

Framlenging á forsamþykki

Beiðni um framlengingu á forsamþykki

Beiðni um staðfestingu á réttaráhrifum ættleiðingar barns erlendis

Umsókn um staðfestingu á réttaráhrifum ættleiðingar barns erlendis

Ættleiðing barns yngra en 18 ára

Auk ofangreinds þarf að leggja fram með umsókninni:
  • Fæðingarvottorð þess sem ættleiða á, sé viðkomandi fæddur erlendis.
  • Fæðingarvottorð umsækjanda, sé viðkomandi fæddur erlendis.
  • Hjúskaparvottorð eða vottorð um staðfesta samvist umsækjenda.
  • Staðfest ljósrit af skattskýrslum tveggja síðustu ára.
Ef um er að ræða umsókn um ættleiðingu fósturbarns þarf að auki að fylgja umsókn:

Gögn frá barnaverndarnefnd varðandi ráðstöfun barns í fóstur til umsækjanda, það er samþykki kynforeldra fyrir ráðstöfun barns í fóstur, eða úrskurður/dómur um forsjársviptingu.

Ef umsókn er byggð á forsamþykki þurfa að fylgja:
Gögn varðandi erlent barn, sem óskað er ættleiðingar á, útgefin í heimalandi þess, þar með talið vegabréf barns. Íslensk þýðing löggilts skjalaþýðanda fylgi ef gögnin eru á öðru tungumáli en ensku eða norrænu máli.

Ættleiðing barns 18 ára eða eldra:

Auk ofangreinds þarf að leggja fram með umsókninni, ef við á:

Umsögn eiginmanns/eiginkonu/sambúðarmaka eða samvistarmaka þess sem ættleiða á, um ættleiðingarbeiðni.


Uppfært 10. september 2018