Ættleiðingar
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu annast málefni ættleiðinga á landsvísu, sbr. reglugerð nr. 1264/2011 um veitingu leyfa til ættleiðingar.
Erindum vegna ættleiðinga skal beint til skrifstofu hans að Hlíðasmára 1, Kópavogi.
Fyrirspurnir varðandi ættleiðingar má senda á netfangið fjolskylda@syslumenn.is.
Í 2. gr. laga nr. 130/1999 um ættleiðingar segir hverjir geta verið ættleiðendur. Þar segir:
Hjón eða einstaklingar sem hafa verið í óvígðri sambúð í a.m.k. fimm ár skulu standa saman að ættleiðingu, enda þeim einum heimilt að ættleiða saman með þeim frávikum sem í grein þessari getur.
Öðru hjóna eða einstaklingi í óvígðri sambúð má þó með samþykki hins veita leyfi til að ættleiða barn þess eða kjörbarn.
Öðru hjóna eða einstaklingi í óvígðri sambúð má og veita leyfi til ættleiðingar ef hitt er horfið eða geðrænum högum þess svo háttað að það beri ekki skyn á gildi ættleiðingar.
Heimilt er að leyfa einhleypum manni að ættleiða barn ef sérstaklega stendur á og ættleiðing er ótvírætt talin barninu til hagsbóta.
Með óvígðri sambúð í lögum þessum er átt við sambúð tveggja einstaklinga sem skráð er í þjóðskrá eða sem ráða má af öðrum ótvíræðum gögnum.
Eyðublöð vegna ættleiðinga og fylgiskjöl
Erindi um forsamþykki
- Umsókn um forsamþykki til að ættleiða barn erlendis
- Almennar upplýsingar
- Heilsufarsupplýsingar og læknisvottorð fyrir væntanlegt kjörforeldri
- Fæðingarvottorð umsækjanda, sé viðkomandi fæddur erlendis.
- Hjúskaparvottorð eða vottorð um staðfesta samvist umsækjenda.
- Staðfest ljósrit af skattskýrslum tveggja síðustu ára.
- Staðfestingu þess efnis að umsækjendur hafi sótt námskeið á vegum löggilts ættleiðingarfélags, um ættleiðingar erlendra barna, sé sótt um forsamþykki í fyrsta sinn.
- Gögn varðandi barnið, útgefin í heimalandi þess, þar með talið fæðingarvottorð barns.
- Íslensk þýðing löggilts skjalaþýðanda fylgi ef gögnin eru á öðru tungumáli en ensku eða norrænu máli.
Beiðni um staðfestingu réttaráhrifa og beiðni um útgáfu ættleiðingarleyfis á grundvelli forsamþykkis
Eyðublað ætlað þeim sem ættleitt hafa barn erlendis fyrir milligöngu Íslenskrar ættleiðingar, á grundvelli forsamþykkis útgefnu af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu:
Beiðni um staðfestingu réttaráhrifa ættleiðingar á erlendu barni á grundvelli forsamþykkis
Eyðublað ætlað þeim sem fengið hafa barn erlendis til ættleiðingar á Íslandi, fyrir milligöngu Íslenskrar ættleiðingar, á grundvelli forsamþykkis útgefnu af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu:
Beiðni um útgáfu ættleiðingarleyfis á erlendu barni á grundvelli forsamþykkis
Beiðni um að erlend ættleiðing gildi á Íslandi
Eyðublað ætlað íslenskum ríkisborgurum, sem hafa búið erlendis og ættleitt þar barn, á grundvelli þarlendra laga, og óska þess að ættleiðingin verði staðfest af sýslumanni í því skyni að ættleiðingin hafi réttaráhrif samkvæmt íslenskum lögum og að barnið öðlist íslenst ríkisfang.Beiðni um að erlend ættleiðing gildi á Íslandi
Stjúpættleiðing á barni yngra en 18 ára
Umsókn um leyfi til ættleiðingar á stjúpbarni yngra en 18 ára
Ættleiðing barns yngra en 18 ára
- Umsókn um leyfi til ættleiðingar
- Almennar upplýsingar
- Læknisvottorð fyrir væntanlegt kjörforeldri
- Samþykki kynforeldris til ættleiðingar
- Fæðingarvottorð þess sem ættleiða á, sé viðkomandi fæddur erlendis.
- Fæðingarvottorð umsækjanda, sé viðkomandi fæddur erlendis.
- Hjúskaparvottorð eða vottorð um staðfesta samvist umsækjenda.
- Staðfest ljósrit af skattskýrslum tveggja síðustu ára.
Gögn frá barnaverndarnefnd varðandi ráðstöfun barns í fóstur til umsækjanda, það er samþykki kynforeldra fyrir ráðstöfun barns í fóstur, eða úrskurður/dómur um forsjársviptingu.
Ef umsókn er byggð á forsamþykki þurfa að fylgja:
Gögn varðandi erlent barn, sem óskað er ættleiðingar á, útgefin í heimalandi þess, þar með talið vegabréf barns. Íslensk þýðing löggilts skjalaþýðanda fylgi ef gögnin eru á öðru tungumáli en ensku eða norrænu máli.
Ættleiðing barns 18 ára eða eldra:
- Umsókn um leyfi til ættleiðingar
- Samþykki kynforeldris til ættleiðingar
- Samþykki þess sem ættleiða á
Umsögn eiginmanns/eiginkonu/sambúðarmaka eða samvistarmaka þess sem ættleiða á, um ættleiðingarbeiðni.
Um réttaráhrif ættleiðingar
Við útgáfu leyfis til ættleiðingar falla niður öll lagaleg tengsl hins ættleidda við kynforeldra hans, einnig falla niður lagaleg tengsl við önnur ættmenni kynforeldra, þar með talin afa, ömmur og systkini. Erfðaréttur milli hins ættleidda og kynforeldra og annarra ættmenna þeirra fellur niður.
Við ættleiðinguna fær kjörbarn sömu lagaleg tengsl við kjörforeldra eins og kjörbarnið væri þeirra eigið barn. Einnig fær kjörbarnið sömu lagalegu tengsl við ættmenni kjörforeldra, þar með talin afa, ömmur og systkini. Erfðaréttur stofnast milli hins ættleidda og kjörforeldra og annarra ættmenna þeirra, í samræmi við reglur erfðalaga um erfðaréttindi.
Framangreint er með þeim fyrirvara að lög geti kveðið á um annað.
Lög um ættleiðingar fjalla um lagaleg tengsl og réttaráhrif ættleiðingar, en ekki persónuleg tengsl.
Þegar ættleiðandi er einn, verður sá ættleiðandi eina foreldri hins ættleidda, en lagaleg tengsl falla niður við báða kynforeldra.
Þegar um er að ræða stjúpættleiðingu, þ.e. ef ættleiðandi er í sambúð eða hjónabandi með öðru kynforeldi þess sem ættleiða á, falla niður lagaleg tengsl við hitt kynforeldrið og ættmenni þess.
Barn sem hefur verið ættleitt á ekki aðild að máli til að sannreyna erfðafræðilegan uppruna sinn, þ.e. faðernismáli eða vefengingarmáli.
Barn, undir 18 ára aldri, sem ættleitt er af íslenskum ríkisborgara, öðlast íslenskt ríkisfang við ættleiðinguna ef ættleiðingarleyfi er gefið út hér á landi,
Ef íslenskur ríkisborgari, búsettur erlendis, ættleiðir þar barn yngra en 18 ára og ættleiðingin hlýtur staðfestingu sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, fær barnið íslenskt ríkisfang við staðfestinguna.
Þeir sem búsettir eru á Íslandi geta ekki á löglegan hátt ættleitt barn erlendis, án þess að fyrst hafi verið gefið út forsamþykki á Íslandi. Slík ættleiðing myndi ekki hafa réttaráhrif á Íslandi.
Ættleiðingu er ekki hægt að fella niður.
Ættleiðingarlög nr. 130/1999 https://www.althingi.is/lagas/nuna/1999130.html
Erfðalög nr. 8/1962 https://www.althingi.is/lagas/nuna/1962008.html
Lög um íslenskan ríkisborgararétt https://www.althingi.is/lagas/nuna/1952100.html
Uppf. 05.06.2020..