Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí 2018

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí 2018 er hafin. Fyrst um sinn má greiða atkvæði á skrifstofum og útibúum sýslumanna á afgreiðslutíma á hverjum stað. 

Upplýsingar um annan tíma eða aðra staði þar sem greiða má atkvæði verða færðar inn fyrir hvern landshluta hér að neðan eftir því sem þær liggja fyrir.

Kjósendur skulu framvísa gildum skilríkjum við atkvæðagreiðsluna. 

Kjósanda, sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi nema hann eigi kost á að greiða atkvæði á stofnun.

Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi skal vera skrifleg og studd vottorði lögráða manns um hagi kjósandans og hafa borist kjörstjóra eigi síðar en kl. 16:00 þriðjudaginn 22. maí nk.  Slík atkvæðagreiðsla má ekki fara fram fyrr en þremur vikum fyrir kjördag. 

Nánari upplýsingar um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar má finna á vefnum kosning.is

Uppfært 24.5.2018

Höfuðborgarsvæðið

 

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla við embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna kosninga til sveitarstjórna sem fram fara 26. maí 2018 fer eingöngu fram í verslunarmiðstöðinni Smáralind í Kópavogi á 2. hæð vesturenda frá og með föstudeginum 11. maí 2018. Þar verður opið alla daga milli kl. 10:00 og 22:00.
Símanúmer Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu sem fer fram í Smáralind eru 860-3380 og 860-3381.
Neyðarsími kjörstjóra er 860-3382.

Lokað verður uppstigningardag 10. maí 2018.
Lokað verður hvítasunnudag 20. maí 2018.

Á kjördag laugardaginn 26. maí verður opið milli kl. 10:00 og 17:00 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins.

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu getur eingöngu sent atkvæðisbréf kjósanda sem ekki er með lögheimili á höfuðborgarsvæðinu með pósti í sveitarstjórnarkosningum. Sýslumaður hvetur þá kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins að koma í fyrra lagi að kjósa ef þeir ætla að kjósa utan kjörfundar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. fyrir hvítasunnu. Að öðrum kosti er hætta á að atkvæðið berist yfirkjörstjórn í viðkomandi sveitarfélagi of seint. Sýslumaður hefur ekki tök á að koma atkvæðum til þeirra 68 yfirkjörstjórna sem eru utan höfuðborgarsvæðisins fyrir lok kjördags ef kjósandi kemur of nálægt kjördegi að kjósa. Ætla má að það geti tekið allt að fjórum dögum að koma atkvæðisbréfi út á land með pósti og póstburður fer almennt ekki fram á laugardegi. Í þeim tilvikum sem kjósandi sem býr utan höfuðborgarsvæðisins getur sjálfur komið atkvæði sínu til yfirkjörstjórnar fyrir lok kjördags er ekkert því til fyrirstöðu að koma er nær dregur kjördegi. Vakin er athygli á 2. mgr. 65. gr. laga um kosningar til Alþingis sem á einnig við um kosningar til sveitarstjórna. Þar kemur fram að kjósandi sem ekki er á kjörskrá í umdæmi viðkomandi sýslumanns, hér Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, skuli sjálfur annast og kosta sendingu atkvæðisbréfs síns. Kjörstjóra er þó skylt, ef kjósandi óskar þess að koma bréfinu í póst.

Kjósendur sem eru með lögheimili í sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Kjósarhreppi, geta komið hvenær sem er að kjósa utan kjörfundar fram að kjördegi. Atkvæði þeirra fer í kjörkassa viðkomandi sveitarfélags.

Atkvæðagreiðsla á stofnunum og dvalarheimilum í umdæmi sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu:

Skjól við Kleppsveg, Reykjavík
Mánudaginn 14. maí, kl. 14:00-16:30

Hjúkrunarheimilið Sóltún, Reykjavík
Mánudaginn 14. maí, kl. 15:00-18:00

Landspítalinn Háskólasjúkrahús Landakot, Reykjavík
Mánudaginn 14. maí, kl. 15:00-18:00

Hjúkrunarheimilið Hamrar, Mosfellsbæ
Þriðjudaginn 15. maí, kl. 15:00-16:00

Droplaugarstaðir, Reykjavík
Þriðjudaginn 15. maí, kl. 15:00-16:30

Skógarbær, Reykjavík
Þriðjudaginn 15. maí, kl. 15:30-17:00

Kleppsspítali, Reykjavík
Miðvikudaginn 16. maí, kl. 15:00-16:00

Seljahlíð, Reykjavík
Miðvikudaginn 16. maí, kl. 15:00-18:00

Hrafnista (Boðaþing), Kópavogi
Miðvikudaginn 16. maí, kl. 15:30-17:00

Hjúkrunarheimilið Ísafold, Garðabæ
Fimmtudaginn 17. maí, kl. 13:00-15:00

Landspítalinn Vífilsstöðum, Garðabæ
Fimmtudaginn 17. maí kl. 15:30-16:30

Sunnuhlíð, Kópavogi,
Fimmtudaginn 17. maí, kl. 15:00-17:00

Eir við Hlíðarhús í Grafarvogi, Reykjavík
Föstudaginn 18. maí, kl. 13:00-16:00

Sólvangur, Hafnarfirði
Föstudaginn 18. maí, kl. 14:30-16:00

Hrafnista Hafnarfirði
Föstudaginn 18. maí, kl. 13:30- 17:30

Hrafnista Reykjavík,
Laugardaginn 19. maí, kl. 11:00-15:00

Dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund, Reykjavík
Laugardaginn 19. maí, kl. 11:00-15:00

Mörkin, Reykjavík
Laugardaginn 19. maí, kl. 11:00-14:00

Fangelsið á Hólmsheiði
Mánudaginn 21. maí, kl. 11-12:30

Vík, Kjalarnesi, Reykjavík
Mánudaginn 21. maí, kl. 11:30-14:30

Hlaðgerðarkot, Mosfellsbæ
Mánudaginn 21. maí, kl. 15:30-17:00

Landspítalinn Grensásdeild, Reykjavík
Mánudaginn 21. maí.,  kl. 16:30 -18:00

Landspítalinn Háskólasjúkrahús Fossvogi, Reykjavík
Fimmtudaginn 24. maí, kl. 13:00-16:00

Líknardeildin í Kópavogi
Föstudaginn 25. maí, kl. 15:30-17:00

Landspítalinn Háskólasjúkrahús Hringbraut, Reykjavík
Föstudaginn 25. maí, kl. 14:00-17:00

 

 

 

Vesturland

Í umdæmi Sýslumannsins á Vesturlandi verður atkvæðagreiðsla utan kjörfundar á kjördag sem hér segir:

Borgarnes - Bjarnarbraut 2, kl. 11:00-13:00 - Kjörstjóri Jón Einarsson, sími 866-2080, 862-7959
Snæfellsbær
- Klettsbúð 4, kl. 11:00-14:00 - Kjörstjóri Harpa Finnsdóttir, sími 899-3308

Hægt verður að kjósa á eftirtöldum skrifstofum Sýslumannsins á Vesturlandi í samráði við viðkomandi kjörstjóra til kl. 15:00. Þessar skrifstofur verða ekki opnar en hægt er að ná í kjörstjóra í síma.
Akranes
- Stillholt 16-18 - Kjörstjóri Daðey Þóra Ólafsdóttir, sími 864-0711
Stykkishólmur - Borgarbraut 2 - Kjörstjóri Guðný Pálsdóttir, sími 896-1727
Búðardalur - Miðbraut 11 - Kjörstjóri Sigfríð Andradóttir, sími 868-4702

Akranesi - skrifstofu sýslumanns, Stillholti 16, virka daga kl. 10:00-15:00
Borgarnesi - skrifstofu sýslumanns, Bjarnarbraut 2, virka daga kl. 10:00-15:00
Búðardalur - skrifstofu sýslumanns, Miðbraut 11, virka daga kl. 12:30-15:30
Eyja- og Miklaholtshreppi - skrifstofu hrepsstjóra, Þverá, virka daga kl. 12:00-13:00
Snæfellsbæ - skrifstofu Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4, virka daga kl. 09:00-12:00 og 13:00-15:30
Stykkishólmur - skrifstofu sýslumanns, Borgarbraut 2, virka daga kl. 10:00-15:00

Atkvæðagreiðsla á stofnunum og dvalarheimilum í umdæmi sýslumannsins á Vesturlandi:

Akranesi - Höfða hjúkrunar- og dvalarheimili, þriðjudaginn 22. maí nk. kl. 10:00 -12:00
Akranesi - Heilbrigðisstofnun Vesturlands, miðvikudaginn 23. maí nk. kl. 13:00-14:00
Borgarnesi - Dvalarheimilinu Brákarhlíð, þriðjudaginn 15. maí nk. kl. 10:00-12:00
Snæfellsbær- Dvalarheimilinu Jaðri, fimmtudaginn 17. maí nk. kl. 16:00-18:00
Grundarfjarðarbær, fangelsinu Kvíabryggju, fimmtudaginn 17. maí nk. kl.16:00-17:00 Grundarfjarðarbær, Dvalarheimilinu Fellaskjóli, miðvikudaginn 16. maí kl. 15:30-16:30
StykkishóImi - Dvalarheimili aldraðra, þriðjudaginn 22. maí .nk. kl. 15:30-16:30
Stykkishólmi - St. Franciskusspítalanum, föstudaginn 18. maí nk. kl. 16:00-17:00
Dalabyggð - Hjúkrunarheimilinu Fellsenda, miðvikudaginn 9. maí nk. kl. 16:00-17:00
Dalabyggð - Dvalarheimilinu Silfurtúni, miovikudaginn 23. maí nk. kl. 16:00-17:00

 

 

 

Vestfirðir 

Ísafirði - skrifstofu sýslumanns, Hafnarstræti 1, virka daga kl. 09:30-12:00 og 12:30-15:00
Fimmtudagin 24. maí verður opið til kl. 17:30 og föstudaginn 25. maí til kl. 17:00 
Á kjördag, laugardaginn 26. maí, verður opið milli kl. 12:00 og 14:00
Patreksfirði - skrifstofu sýslumanns, Aðalstræti 92, virka daga kl. 09:00-12:00 og 13:00-15:00
Hólmavík - skrifstofu sýslumanns, Hafnarbraut 25, 2. hæð, virka daga kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:00
Bolungarvík - Ráðhús Bolungarvíkur, Aðalstræti 10-12 virka daga kl. 10:00-15:00
Þingeyri - heilsugæslustöðinni Vallargötu 7, fimmtudaginn kl. 12:30-14:30
Reykhólahreppi -  á skrifstofu Reykhólahrepps, Maríutröð 5a, Reykhólum, miðvikudaginn 23. maí kl. 13:00-14:00

Atkvæðagreiðsla á stofnunun og dvalarheimilum í umdæmi sýslumannins á Vestfjörðum:

Dvalarheimilið Tjörn, Þingeyri, miðvikudaginn 16. maí kl. 12:30 - 14:30 
Sjúkrahúsið Ísafirði, fimmtudaginn 17. maí kl. 13:00 - 15:00
Dvalarheimlið Eyri, Ísafirði, fimmtudaginn 17. maí kl.13:00 -15:00
Dvalarheimilið Hlíf, Ísafirði, þriðjudaginn 22. maí kl. 13:00 - 15:00
Dvalarheimilið Berg, Bolungarvík, föstudaginn 18. maí kl. 13:00 -14:00
Heilbrigðsstofnun Vestfjarða, Patreksfirði, föstudaginn 18. maí kl. 14:30 - 15:30
Dvalarheimilið Barmahlíð, Reykhólum, miðvikudaginn 23. maí kl. 14:30-15:30
Hólmavík, á heilbrigðisstofnun Vesturlands, Borgarbraut 6-8    

 

Norðurland vestra

Blönduósi - skrifstofu sýslumanns, Hnjúkabyggð 33, virka daga kl. 09:00-15:00
Sauðárkróki - skrifstofu sýslumanns, Suðurgötu 1, virka daga kl. 09:00-15:00

Á öðrum stöðum fer utankjörfundaratkvæðagreiðsla fram sem hér segir í samráði við viðkomandi hreppsstjóra:
Hvammstanga, hjá Helenu Halldórsdóttur, skipuðum hreppsstjóra, s. 893-9328
Skrifstofu sveitarfélagsins Húnaþing vestra, Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga
Sveitarfélaginu Skagaströnd, hjá Lárusi Ægi Guðmundssyni, skipuðum hreppsstjóra, s. 864-7444,
Einbúastíg 2, 545 Skagaströnd og Hólabraut 24, 545 Skagaströnd
Sveitarfélaginu Skagafirði, hjá Ásdísi Garðsdóttur, skipuðum hreppsstjóra, s. 848-8328
Kirkjugötu 19, 565 Hofsósi

Fimmtudagana 17. og 24. maí nk. verður opið til kl. 19:00 í aðalskrifstofunni á Blönduósi og sýsluskrifstofunni á Sauðárkróki.

Á kjördag verða aðalskrifstofan á Blönduósi og sýsluskrifstofan á Sauðárkróki opnar frá kl. 16:00 - 18:00.     

Atkvæðagreiðsla á heilbrigðisstofnunum og dvalarheimilum aldraðra í umdæmi sýslumannsins á Norðurlandi vestra (atkvæðagreiðsla þessi er einungis ætluð þeim sem dvelja á þessum stofnunum):

Blönduós, Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Flúðabakka 2, þriðjudaginn 22. maí frá kl. 10:00–12:00
Sauðárkrókur, Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Sauðárhæðum, þriðjudaginn 22. maí frá kl. 10:00–12:00
Hvammstangi, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Spítalastíg 1-3, þriðjudaginn 22. maí frá kl. 13:00
Skagaströnd, Dvalar- og hjúkrunarheimili aldraðra Sæborg, Ægisgrund 14, miðvikudaginn 23. maí frá kl. 11:00.

Sambýli, Grundartúni 10, 530 Hvammstanga fimmtudaginn 24. maí frá kl. 12:30. 


                                                                                                               

Norðurland eystra

Akureyri - skrifstofu sýslumanns, Hafnarstræti 107, virka daga kl. 09:00-18:30
Laugardaginn 19. og mánudaginn 21. maí frá kl. 14:00-17:00.
Laugardaginn 26. maí frá kl. 10:00-18:00
Húsavík - skrifstofu sýslumanns, Útgarði 1, virka daga kl. 09.00-15:00
Laugardaginn 19. og mánudaginn 21. maí frá kl. 14:00-17:00
Laugardaginn 26. maí frá kl. 14:00-17:00
Siglufjörður - skrifstofu sýslumanns, Gránugötu 6, virka daga  kl. 09:00-15:00
Laugardaginn 19. og mánudaginn 21. maí frá kl 14:00-17:00
Dalvíkurbyggð - Hjá kjörstjóra, Ráðhúsinu Dalvík, frá kl. 10:00-15:00
Grímsey - Hjá kjörstjóra, Miðtúni, samkvæmt samkomulagi

Atkvæðagreiðsla á sjúkrastofnunum og fangelsum í umdæmi sýslumannsins á Norðurlandi eystra (atkvæðagreiðsla þessi er einungis ætluð þeim sem dvelja á þessum stofnunum):

Hjúkrunarheimilið Lögmannshlíð þriðjudaginn 15. maí, kl. 13:00
Dalbær miðvikudaginn 16. maí, kl. 10:30
Hornbrekka, Ólafsfirði miðvikudaginn 16. maí, kl. 15:30
Dvalarheimilið Hlíð fimmtudaginn 17. maí, kl. 13:00
Fangelsið föstudaginn 18. maí, kl. 10:30
Kristnesspítali þriðjudaginn 22. maí, kl. 11:00
Sjúkrahúsið á Akureyri  miðvikudaginn 23. maí, kl. 13:00
Sjúkrahúsið á Siglufirði miðvikudaginn 23. maí, kl. 16:00
Hvammur, Húsavík miðvikudaginn 23. maí, kl. 10:30
Sjúkrahúsið á Húsavík miðvikudaginn 23. maí, kl. 13:30  

Austurland

Í umdæmi Sýslumannsins á Austurlandi verður atkvæðagreiðsla utan kjörfundar á kjördag sem hér segir:
Seyðisfjörður
: Lárus Bjarnason, 896-4743
Egilsstaðir: Elva Dröfn Sveinsdóttir, 868-6990
Eskifjörður: Sigrún Harpa Bjarnadóttir, 690-2064


Seyðisfjörður, Bjólfsgötu 7, frá kl.09:00-kl.15:00
Egilsstaðir, Lyngási 15, frá kl.09:00-12:00 og frá kl.13:00-15:00
Eskifjörður, Strandgötu 52, frá kl.09:00-15:00
Vopnafjörður, Lónabraut 2, frá kl.10:00-13:00

Á öðrum stöðum fer utankjörfundaratkvæðagreiðsla fram sem hér segir, fram að kjördegi:

Borgarfjörður: Hreppstofu, á opnunartíma og skv. samkomulagi við kjörstjóra.
Egilsstaðir: Bókasafn Hérðasbúa, Laufskógum 1. Virka daga frá 16. - 25. maí frá kl. 15:00-18:00
Norðfjörður: Bókasafn á opnunartíma frá 22. maí - 26. maí
Fáskrúðsfjörður: Bókasafn á opnunartíma frá 22. maí - 26. maí
Stöðvarfjörður: Bókasafn á opnunartíma frá 22. maí - 26. maí


Suðurland

 

Selfoss - skrifstofu sýslumanns, Hörðuvöllum 1, virka daga 09:00- 15:00. 
Hvolsvöllur - skrifstofu sýslumanns, Austurvegi 6, virka daga 09:00-15:00
Vík - skrifstofu sýslumanns, Ránarbraut 1, virka daga 09:00-15:00
Höfn - skrifstofu sýslumanns, Hafnarbraut 36, virka daga 09:00-15:00 

Síðustu viku fyrir kosningar verður opnunartími lengdur á skrifstofum embættisins sem hér segir:
Höfn í Hornafirði, Hafnarbraut 36, 22.-24. maí kl. 9:00-16:00. 25. maí kl. 9:00-18.00
Vík í Mýrdal, Ránarbraut 1, 22.-25. maí kl. 9.00-16.00. 26. maí (kjördagur) kl. 11.00-13.00
Hvolsvelli, Austurvegi 6, 22.-24. maí kl. 9.00-16.00. 25. maí kl. 9.00-18.00. 26. maí (kjördagur) kl. 10:00-12:00
Selfossi, Hörðuvöllum 1, 14.-18. maí 9.00-16.00. 22.-24. maí 9.00-18.00. 25. maí 9.00-20.00. 26. maí (kjördagur) 10.00-12.00

Skaftárhreppur, fer fram á heimili Sigurlaugar Jónsdóttur, Klausturvegi 7, Kirkjubæjarklaustri. Opnunartími skv. samkomulagi. Sími 895-0103

Öræfi, fer fram á heimili Pálínu Þorsteinsdóttur að Svínafelli 1 Suðurbæ, Öræfum. Opnunartími skv. samkomulagi. Sími 478-1760 og 894 1765.

Atkvæðagreiðsla á sjúkrastofnunum og fangelsum í umdæmi sýslumannsins á Suðurlandi (atkvæðagreiðsla þessi er einungis ætluð þeim sem dvelja á þessum stofnunum):

Selfoss og nágrenni:
Dvalarheimilið Sólvellir, Eyrargötu 26, Eyrarbakka.
Miðvikudaginn 16. maí  kl. 10:00 – 11:00
Fangelsið Sogni,    Sogni, Ölfusi.
Fimmtudaginn 17. maí kl. 13:00 – 14:00
Fangelsið Litla Hraun, Eyrarbakka.
Fimmtudaginn 17. maí kl. 9:30 - 10:30 
Ás, Dvalar- og hjúkrunarheimili, Hverahlíð 20, Hveragerði.
Föstudaginn 18. maí kl. 9:30 – 12:00
Heilsustofnun NLFÍ Grænumörk 10, Hveragerði.
Þriðjudaginn 22. maí kl. 13:00 – 15:00
Sólheimar í Grímsnesi.
Miðvikudaginn 23. maí kl. 13:00 – 15:00
Þjónustumiðstöð aldraðra, Grænumörk 5, Selfossi.
Fimmtudaginn 24. maí kl. 10:00 – 11:00
Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi, sjúkra- og hjúkrunardeildir.
Föstudaginn 25. maí kl. 10:00 – 12:00

Hvolsvöllur og Hella: 
Dvalarheimili aldraðra Lundi, Hellu.
Föstudaginn 18. maí kl. 10:00 – 11:30
Dvalarheimilið aldraðra Kirkjuhvoli, Hvolsvelli. 
Föstudaginn 18. maí kl. 13:00 – 14:30

Vík og Kirkjubæjarklaustur: 
Dvalarheimili aldraðra Hjallatúni, Vík.
Fimmtudaginn 17. maí kl. 10:00 – 11:30
Dvalarheimili aldraðra Klausturhólum, Kirkjubæjarklaustri. 
Fimmtudaginn 17. maí kl. 13:30 – 15:00

Höfn: 
Dvalarheimili aldraðra Skjólgarði, Höfn.
Þriðjudaginn 22. maí kl. 13.00                              


 

Vestmannaeyjar


Skrifstofu sýslumanns, Heiðarvegi 15
, virka daga kl. 9:30-15:00

Síðustu vikuna fyrir kjördag verður opnunartími aukinn og verður hægt að greiða atkvæði utan venjulegs opnunartíma sem hér segir:
Þriðjudaginn 22. maí kl. 16:00-18:00
Fimmtudaginn 24. maí, kl. 16:00-18:00
Föstudaginn 25. maí kl. 16:00-18:00
Laugardaginn 26. maí, kjördag, kl. 10:00-15:00

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram á neðangreindum stofnunum sem hér segir:

Dvalarheimilið Hraunbúðir, þriðjudaginn 22. maí kl. 15:15
Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja, miðvikudaginn 23. maí kl. 15:15


SuðurnesSkrifstofu embættisins, Vatnsnesvegi 33, Keflavík: 

alla virka daga frá 3. apríl til 30. apríl frá kl. 08:30-15:00
alla virka daga frá 2. maí til 25. maí frá kl. 08:30-19:00
laugardagana 5., 12., 19. og 26. maí frá kl. 10:00-14:00

Útibúi embættisins Víkurbraut 25, Grindavík:
alla virka daga frá 3. apríl til 18. maí frá kl. 08:30-13:00
dagana 22. maí til 25. maí frá kl. 08:30-18:00

Lokað verður hátíðardagana 19. apríl, 1. maí, 10. maí og 21. maí. 

Atkvæðagreiðsla á sjúkrahúsum og hjúkrunar- og dvalarheimilum aldraðra fer fram 22. til 25. maí nk. skv. nánari auglýsingu á viðkomandi stofnun.