Laust starf

Skrifstofumaður á fjölskyldusviði

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu auglýsir eftir skrifstofumanni til starfa á fjölskyldusvið embættisins.

Starfsmenn sviðsins annast fjölskyldumál (m.a. hjónavígslur og -skilnaði, forsjár-, meðlags- og umgengnismál), sérfræðiráðgjöf í málefnum barna og sáttameðferð, ættleiðingar og lögráðamál auk skipta á dánarbúum.

Skrifstofumaður fjölskyldusviðs sinnir fjölbreyttum verkefnum sem snúa að verkþáttum sviðsins ásamt því að eiga mikil samskipti við viðskiptavini.

Helstu verkefni

 • Móttaka erinda, mat á gögnum, upplýsingagjöf og samskipti við viðskiptavini í afgreiðslu, síma og tölvupósti
 • Bakvinnsla mála, skráning og frágangur leyfa, staðfestinga og umsókna
 • Bréfaskriftir vegna málsmeðferðar
 • Skjalafrágangur, skönnun og skjalavarsla
 • Umsýsla og frágangur bréfasendinga

Hæfnikröfur

 • Jákvæðni, þjónustulund og mikil samskiptahæfni
 • Gott vald á íslensku og ensku og hæfni til að miðla upplýsingum
 • Hæfni til að vinna undir álagi
 • Nákvæmni og traust vinnubrögð
 • Góð almenn tölvukunnátta og ritvinnsla
 • Starfsreynsla sem nýtist í starfi er kostur
 • Menntun sem nýtist í starfi er kostur
 • Þekking á lögum og reglum er varða málaflokka sviðsins er kostur

 

Nánari upplýsingar um starfið veita Eyrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri (eyrung@syslumenn.is) og Vigdís Edda Jónsdóttir mannauðsstjóri (vigdisj@syslumenn.is).

Starfshlutfall er 100%. Um launakjör fer eftir kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og SFR.

Umsóknarfrestur er til og með 27.12.2017.

Sækja um starf

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Við ráðningu er tekið mið af jafnréttisstefnu embættisins.

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu

Hlíðasmára 1, 201 Kópavogur

Sími: 458 2000

syslumenn.is