Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hafin vegna kosninga 5. júní nk. um sameiningu sveitarfélaga

Laugardaginn 5. júní nk. verður kosið um sameiningu annars vegar sveitarfélaganna Þingeyjarsveitar og Skútustaðahreps og hins vegar sveitarfélaganna Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagastrandar og Skagahrepps.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hófst hjá sýslumönnum 8. apríl sl. og má greiða atkvæði á skrif-stofum þeirra um allt land fram að kjördegi.

Nauðsynlegt er að framvísa skilríkjum áður en atkvæðagreiðsla fer fram.