Staða fjölskyldumála hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu

Staða fjölskyldumála hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu – Uppfært 14.08.2019

Vegna málafjölda og manneklu hefur til langs tíma ekki verið hægt að taka öll mál til meðferðar strax í kjölfar þess að þau berast embættinu. Hér að neðan má finna upplýsingar um að það hvaða mál hafa verið tekin til umfjöllunar.

Ekki er hægt að veita nánari svör um það hvenær tiltekin mál verða tekin til umfjöllunar.

Dagsektarmál

Beiðnir um álagningu dagsekta eru teknar til umfjöllunar þegar þær berast.

Önnur mál skv. barnalögum nr. 76/2003

Umgengni – Forsjá – Lögheimili - Meðlag – Sérstakt framlag – Menntunarframlag – Utanlandsferðir

Erindi sem bárust fyrir 10. desember 2018 hafa verið tekin til umfjöllunar.

Mál sem vísað hefur verið í sáttameðferð

Mál sem vísað var í sáttameðferð fyrir 26. mars 2019 hafa verið tekin til umfjöllunar hjá sáttamönnum.

Ættleiðingarmál – frá Íslenskri ættleiðingu

Öll erindi hafa verið tekin til umfjöllunar.

Ættleiðingarmál - Önnur

Erindi sem bárust fyrir 1. janúar 2019 hafa verið tekin til umfjöllunar.