Löggildingarpróf fyrir dómtúlka og skjalaþýðendur

Löggildingaprófið  er haldið annað hvert ár og verður haldið næst 2022.

Löggildingapróf fyrir dómtúlka og skjalaþýðendur er haldið annað hvert ár undangengnu kynningar- og undirbúningsnámskeiði á vegum Þýðingaseturs Háskóla Íslands og verður að öllu óbreyttu haldið næst í febrúar 2022.

Kynningarfundur  verður að öllu óbreyttu haldinn í september 2021.

Umdirbúningsnámskeiðið fer fram að öllu óbreytt haustið 2021

Próftökum er skylt að sækja undirbúningsnámskeiðið, nema þeir hafi þreytt prófin.

Umsóknir á eyðublöðum skulu berast Sýslumanninum í Vestmannaeyjum, Heiðarvegi 15, 900 Vestmannaeyjum eða rafrænt á netfangið skjalathydendur@syslumenn.is
Eyðublað til útprentunar -
Eyðublað til að fylla út rafrænt

 
Prófgjaldið 2020 var 296.000 kr. fyrir þá sem taka prófið í fyrsta sinn í báðar áttir en 222.000 kr. fyrir þá sem taka prófið aðeins í aðra áttina eða endurtaka prófið. 

Prófgjaldið skal greiðast inná reiking embættisins nr. 0582-26-2 kt. 490169-7339

Námskeiðgjald er innifalið í prófgjaldi.

Nánari upplýsingar veitir Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum í síma 458 2900 og á netfanginu skjalathydendur@syslumenn.is

Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum
10. febrúar 2020