Flest eyðublöð sýslumanna orðin rafræn

Minnkuð þörf fyrir komur á skrifstofur sýslumanna

Mikil vinna hefur átt sér stað undanfarna daga við að gera þjónustu sýslumanna þannig úr garði að ekki þurfi að koma á skrifstofur og útibú embættanna.

Mikilvægur þáttur í því er að flest eyðublöð sem áður voru í word- og PDF-formi eru orðin rafræn og má fylla út og senda beint í gegn um www.island.is.  Áfram er unnið að þróun þessara rafrænu forma og fjölgun þeirra. 

Nú er á þægilegan hátt í gegn um netspjall á forsíðu vefsins að beina erindum til embættanna. 

Heimilað hefur verið að fyrirtökur í fjölskyldumálum getir farið fram í fjarsamskiptum eins og áður hefur komið fram.

Rafræn sakavottorð eru á næsta leyti og unnið er að gerð frumvarps til laga sem heimilar fjarsamskipti við fyrirtökur í aðfarar- og nauðungarsölumálum o.fl. málum. 

Loks má nefna að unnið er að kappi að því gera þinglýsingar rafrænar.