Skertur afgreiðslutími og þjónusta sýslumanna - notið fjarsamskipti

Forðast skal heimsóknir nema erindi séu brýn.

Vegna smithættu af völdum kórónaveirunnar hefur víða þurft að draga úr þjónustu og jafnvel loka skrifstofum sýslumanna. Upplýsingar um þjónustu hjá hverju embætti má sjá hér að neðan og nánari upplýsingar á síðu viðkomandi embættis hér á vefnum.  Athugið að þótt afgreiðslur séu víða opnar er þjónusta hægari en venjulega og þeir sem nauðsynlega þurfa að leita til embættanna beðnir að sýna fulla varúð og tillitssemi.

Athugið að þessar upplýsingar geta breyst án fyrirvara.     

Hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu er afgreiðslutími og almenn símaþjónusta kl. 8:30 - 15:00. Viðskiptavinir eru hvattir til að beina erindum í síma eða tölvupóst.

Hjá Sýslumanninum á Vesturlandi eru afgreiðslur ekki opnar, en boðið upp á samskipti í síma og tölvupósti skv. nánari upplýsingum á síðu embættisins.   

Hjá Sýslumanninum á Vestfjörðum er afgreiðsla skrifstofunnar á Patreksfirði ekki opin en boðið upp á samskipti í síma og tölvupósti og að skilja eftir gögn skv. nánari upplýsingum á síðu embættisins.
Skrifstofan á Ísafirði er opin milli kl. 13:00 og 15:00 og á Hólmavík milli kl. 10:00 og 12.00. 

Hjá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra er óbreyttur afgreiðslutími og þjónusta.

Hjá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra er óbreyttur afgreiðslutími og þjónusta.

Hjá Sýslumanninum á Austurlandi er óbreyttur afgreiðslutími og þjónusta.

Hjá Sýslumanninum á Suðurlander afgreiðslan á Hvolsvelli lokuð en eiga má samskipti í síma og tölvupósti og skilja eftir gögn skv. nánari upplýsingum á síðu embættisins. Skrifstofurnar á Selfossi, í Vík og á Höfn eru með óbreyttan afgreiðslutíma og þjónustu.

Hjá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum er afgreiðslan ekki opin en eiga má samskipti í síma og tölvupósti og skilja eftir gögn skv. nánari upplýsingum á síðu embættisins.

Hjá Sýslumanninum á Suðurnesjum er útibúið í Grindavík lokað, en óbreyttur afgreiðslutími og þjónusta á skrifstofunni í Reykjanesbæ.    


Uppfært 08.04.2020, kl. 14:50.