Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar um tillögu að sameiningu sveitarfélaganna Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps

Atkvæðagreiðsla um tillögu að sameiningu sveitarfélaganna Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps fer fram laugardaginn 24. mars nk. Átta vikum fyrir kjördag eða miðvikudaginn 24. janúar nk. hefst atkvæðagreiðsla utan kjörfundar. Greiða má atkvæði utan kjörfundar hjá sýslumönnum um land allt á þeim tímum sem skrifstofurnar eru opnar.

Um atkvæðagreiðsluna og kjörskrá gilda ákvæði laga nr. 5/1998 um kosningar til sveitarstjórna.
Atkvæðagreiðslan fer þannig fram að kjósandi stimplar eða ritar á kjörseðil orðið „já“ ef hann er hlynntur tillögu um sameiningu sveitarfélaganna en „nei“ ef hann er henni mótfallinn.

Áður en kjósandi greiðir atkvæði ber honum að framvísa persónuskilríkjum.