Afgreiðsla nauðungarvistana færð til Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu

Frá og með 1. janúar 2016 flyst afgreiðsla nauðungarvistana á grundvelli lögræðislaga nr. 71/1997 frá innanríkisráðuneytinu til embættis Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, sbr. breytingu á þeim lögum með lögum nr. 84/2015 um breytingu á lögræðislögum nr. 71 28. maí 1997, með síðari breytingum (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, svipting lögræðis, lögráðmenn, nauðungarvistanir o.fl.).  
 
Frekari upplýsingar um þetta úrræði má nálgast hér.  

Um aðrar breytingar á lögræðislögum sem taka gildi 1. janúar 2016 má sjá í frétt á vef innanríkisráðuneytisins frá 17. desember 2016.


Uppfært 25.06.2015