Gistileyfi
Fyrir gistileyfi (rekstrarleyfi) skv. 3. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald ber að greiða:
- flokkur I 8.500 kr. (heimagisting). Auk þess þarf að greiða kostnað við skráningu 560 kr.
- flokkur II 32.000 kr.
- flokkur III 40.000 kr.
- flokkur IV 263.000 kr.
Heimild: 20. tl. 11. gr. laga nr. 88/1991 um aukatekjur ríkissjóðs, sbr. 25. gr. laga nr. 67/2016 um breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 85/2007 (heimagisting, veitingastaðir án áfengisveitinga, ótímabundin rekstrarleyfi).
Samkvæmt 24. gr. reglugerðar nr. 1277/2016 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald skal gjald fyrir leyfisbréf, sem innheimt er samkvæmt lögum um aukatekjur ríkissjóðs, greitt þegar umsókn er lögð inn.
Um leyfi til sölu gistingar, veitinga og skemmtanahalds, sjá hér .
Reikningsnúmer embætta sýslumanna eru sem hér segir:
Embætti | Kennitala | Reikningsnúmer |
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu | 650914-2520 | 0322-26-00001 |
Sýslumaðurinn á Vesturlandi | 660914-1100 | 0309-26-00011 |
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum | 411014-0100 | 0153-26-04110 |
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra | 660914-0990 | 0307-26-00995 |
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra | 680814-0820 | 0565-26-10660 |
Sýslumaðurinn á Austurlandi | 410914-0770 | 0175-26-10511 |
Sýslumaðurinn á Suðurlandi | 680814-0150 | 0325-26-00702 |
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum | 490169-7339 | 0582-26-00002 |
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum | 610576-0369 | 0121-26-03160 |
Uppfært 03.01.2019.