Erfðafjárskattur

Greiða skal 10% erfðafjárskatt af öllum fjárverðmætum að frádregnum skuldum og kostnaði er við skipti á dánarbúi manns renna til erfingja hans.

Undantekningar

Engan erfðafjárskatt skal þó greiða af fyrstu 1.500.000 kr. í skattstofni dánarbús og skulu erfingjar njóta skattfrelsis í hlutfalli við arf sinn. Þetta gildir þó ekki um fyrirframgreiðslu arfs.

Þá greiða maki arfleifanda, einstaklingur í staðfestri samvist með arfleifanda og sambúðarmaki sem stofnað hefur til óvígðrar sambúðar við arfleifanda og tekur arf eftir hann samkvæmt erfðaskrá þar sem stöðu hans sem sambúðarmaka arfleifanda er ótvírætt getið, ekki erfðafjárskatt .

Heimild:   2. gr. laga nr. 14/2004 um erfðafjárskatt .

Sjá nánar um erfðafjárskatt á vef sýslumanna hér.
Reikningsnúmer embætta sýslumanna eru sem hér segir: 

EmbættiKennitalaReikningsnúmer
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu650914-25200303-26-06924
Sýslumaðurinn á Vesturlandi660914-11000309-26-00011
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum411014-01000153-26-04110
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra660914-09900307-26-00995
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra680814-08200565-26-10660
Sýslumaðurinn á Austurlandi410914-07700175-26-10511
Sýslumaðurinn á Suðurlandi680814-01500325-26-00702
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum490169-73390582-26-00002
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum610576-03690121-26-03160


Uppfært 03.01.2019.