Gjaldtaka

Greiða ber til ríkissjóðs fyrir ýmis gögn og þjónustu sem sýslumenn veita.
Mælt er fyrir um þessi gjöld í lögum nr. 88/1991 um aukatekjur ríkissjóðs.

Aðeins er hægt greiða með reiðufé í íslenskum krónum eða með debet- eða kreditkortum.  Einnig má greiða með því að millifæra fjárhæðina sem verið er að greiða inn á reikning viðkomandi embættis. Þá er mikilvægt að fram komi fyrir hvað verið er að greiða (tilvísun eða skýring greiðslu).

Ef greiðandi af einhverjum ástæðum á rétt á afslætti af tilteknu gjaldi, til dæmis vegna aldurs eða örorku, ber honum að greina frá því áður en greiðsla er innt af hendi. 


Um rétt til aðgangs að gögnum fer samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga nr. 140/2012.