Ný embætti sýslumanna taka til starfa mánudaginn 5. janúar 2015. Verða lokuð föstudaginn 2. janúar 2015.

19.12.2014

Innanríkisráðherra hefur skrifað undir reglugerð um umdæmamörk sýslumannsembætta sem taka á gildi um næstu áramót þegar umdæmum sýslumannsembætta fækkar úr 24 í 9.

Hin nýju embætti munu taka til starfa mánudaginn 5. janúar 2015 en föstudaginn 2. janúar verða embættin lokuð vegna umfangsmikilla tölvukerfiskerfisbreytinga hjá ríkinu vegna umdæmabreytinganna.

Sérstök athygli er vakin á því að ekki verður hægt að fá afhent vegabréf hjá sýslumönnum á tímabilinu frá hádegi á gamlársdag 31. desember 2014 til kl. 8:30 að morgni mánudagsins 5. janúar 2015.

Hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, skrifstofunni á Dalvegi 18 í Kópavogi verður þó föstudaginn 2. janúar kl. 12:00-16:00 hægt að fá afhent tilbúin vegabréf sem pöntuð voru hjá sýslumanninum í Kópavogi og sýslumanninum í Hafnarfirði.

Sjá má reglugerð um umdæmi sýslumanna í fréttatilkynningu á vef innanríkisráðuneytisins.