Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga til Alþingis 27. apríl 2013

28.2.2013

Innanríkisráðuneytið hefur samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis nr. 24/2000, með síðari breytingum, auglýst að kjördagur vegna komandi alþingiskosninga skuli vera laugardagurinn 27. apríl 2013.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fer fram hjá sýslumönnum um land allt á aðalskrifstofum eða útibúum þeirra og hefst skv. 57. gr. laganna átta vikum fyrir kjördag eða laugardaginn 2. mars nk.

Sýslumenn auglýsa hver í sínu umdæmi og á þessum vef hvenær atkvæðagreiðsla getur farið fram.