Breyting á ýmsum gjöldum skv. aukatekjulögum

Flest gjöld skv. lögum um aukatekjur ríkissjóðs hækkuðu um áramótin. Unnið að uppfærslu eyðublaða á vefnum.

4.1.2019

Með lögum nr. 122/2018 um breytingu á lögum um aukatekjur ríkissjóðs, nr. 88/1991, með síðari breytingum (verðlagsuppfærsla) breyttist fjárhæð ýmissa gjalda sem greiða ber til sýslumanns fyrir þjónustu hans frá og með síðustu áramótum til hækkunar, en fjárhæð þeirra hefur ekki breyst síðan árið 2010.  Hækkun á helstu gjöldum er sem hér segir: 

Breytingar á ýmsum gjöldum um áramótin 2018/2019.  
  2018 2019
Skiptagjald 9.500 12.000
Þinglýsingargjald 2.000   2.500
Lögbókandagerðir 2.000   2.500
Lögbókandavottun á erfðaskrá 3.850   5.000
Meistarabréf 8.300 11.000
Vegabréf 18-66 ára 12.300 13.000
Vegabréf 18-66 flýtimeðferð 24.300 26.000
Hjónavígsla 7.700 10.000
Lögskilnaðarleyfi 4.700 6.000
Skilnaður að borði og sæng 3.850 5.000
Sakavottorð 2.000 2.500
Veðbókarvottorð 1.500 2.000
Fullnaðarskírteini 5.900 8.000
Bráðabirgðaskírteini 3.300 4.000
Ljósrit á pappír / rafrænt afrit (fyrstu 10 bls.)   250   300
Rafrænt afrit (umfram 10 bls.)   125   150
Unnið er að því að uppfæra þau eyðublöð þar sem fjárhæðir eru tilgreindar á
á ný eyðublöð.