Sýslumannatal í Vestmannaeyjum.[1]

Vestmannaeyjar heyrðu fram á síðari hluta 17. aldar um dómgæslu undir sýslu á landi, Árnes- eða Rangárvallasýslu, undir þá síðarnefndu lengstum. Embætti sýslumanna var stofnað 1271 með lögfestingu þingfararbálks Járnsíðu, en embættisheitið kemur fyrst fyrir í Jónsbók 1281. Tóku þeir að nokkru leyti við hlutverki goða á þjóðveldisöld. Sýslumenn nefndust einnig valdsmenn, umboðsmenn eða lénsmenn. Sýslumenn höfðu með höndum framkvæmdavald í umboði konungs, önnuðust skattheimtu og lögreglustjórn, nefndu menn til þingreiðar og í dóma. Þeir fengu auk þess dómsvald þegar réttarfar Norsku laga var lögleitt á Íslandi á árunum 1718-1732. Vestmannaeyjar urðu sérstök sýsla 1609. Sýslumannsembættinu var breytt í bæjarfógetaembætti með lögum 22. nóvember 1918, sem síðar var aftur breytt til fyrra horfs 1992 með lögum nr. 92 frá 1989 um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði. Sýslumenn, sem kunnugt er um, að hafi haft sýsluvöld á eyjunum:

Árni Þórðarson hirðstjóri, hann var einn af þeim fjórum mönnum, sem fengu landið að léni 1337 og hafði sýsluvöld í Rángárvalla- og Vestmannaeyjasýslum.

Helgi Styrsson hirðstjóri er nefndur sýslumaður í Vestmannaeyjum og mun hann hafa haft sýsluvöld frá ca. 1420 til 1430.

Erlendur Erlendsson sýslumaður í Rangárvallasýslu 1469-1495 mun hafa haldið Vestmannaeyjar.

Torfi Jónsson í Klofa hafði og Vestmannaeyjasýslu, sbr. sýslubréf hans 25. júní 1504.

Vigfús Erlendsson lögmaður og hirðstjóri á Hlíðarenda, er mun hafa tekið Rangárþing og þar með Vestmannaeyjar eftir Torfa Jónsson 1505.

Jón Hallsson sýslumaður 1521-1540.

Páll lögmaður Vigfússon 1540-1569.

Árni Gíslason sýslumaður á Hlíðarenda.

Nikulás Björnsson á Seljalandi.

Jón Marteinsson sýslumaður í Árnessýslu um tíma eftir 1573.

Gísli Árnason.

Hákon Árnason.

Gísli lögmaður Hákonarson frá því um 1612-1631.

Erlendur Ásmundsson á Stórólfshvoli.

Kláus Eyjólfsson á Hólmum.

Vigfús Gíslason.

Torfi Erlendsson og Jakob Bang fengu Árnessýslu og Vestmannaeyjasýslu eftir dauða Vigfúsar sýslumanns Gíslasonar 1647.

Magnús Bjarnason 1651-1658.

Markús Snæbjörnsson um 1660-1696. Bjó lengst að Ási í Holtum. Lögsagnarar Markúsar sýslumanns: Magnús Guðmundsson bjó í Skarfanesi á Landi, Oddur Magnússon, bjó á Sperðli og Haga í Holtum og Einar Eyjólfsson í Traðarholti.

Ólafur Árnason 1696-1722. Fyrsti sýslumaðurinn hér búsettur. Bjó í Dölum í Vestmannaeyjum. Kona hans Emerentíana Pétursdóttir prests á Ofanleiti Gissurarsonar.

Sigurður Stefánsson 1723-1738. Bjó á Oddstöðum. Kona Þórunn Jónsdóttir lögsagnara Ólafssonar sýslumanns Einarssonar sýslumanns Þorsteinssonar sýslumanns í Þykkvabæjarklaustri Magnússonar.

Hans Wíum 1738-1740. Kona hans Guðrún Árnadóttir.

Böðvar Jónsson 1740-1754. Fyrri kona hans Ragnhildur Jónsdóttir á Rauðamel, síðari kona Oddrún Pálsdóttir prests í Kálfholti Magnússonar.

Brynjólfur Brynjólfsson 1754-1758 (settur).

Lýður Guðmundsson 1755, kom hér eigi til embættisverka.

Halldór Jakobsson 1757, kom eigi til sýslunnar.

Sigurður Sigurðsson 1758-1760 og 1768-1786. Kona hans Ásta Sigurðardóttir prests í Holti í Önundarfirði Sigurðssonar prests á sama stað.

Þorlákur Guðmundsson 1760-1766 (settur) og 1767-1768 (settur).

Einar Jónsson áður skólameistari í Skálholti. Kona hans Kristín Einarsdóttir lögréttumanns á Suður-Reykjum Ísleifssonar.

Jón Eiríksson yngri 1786-1795. Kona hans Þórunn Ólafsdóttir.

Jón Guðmundsson 1798-1801. Kona hans Ragnhildur Guðmundsdóttir.

Jón Þorleifsson 1801-1812. Hafði og þjónað hér sem settur 1796-1798. Fyrri kona hans Þórunn Ólafsdóttir, síðari Bóel Jónsdóttir prests Brynjólfssonar á Eiðum.

Vigfús sýslumaður Þórarinsson á Hlíðarenda 1812-1819, hafði sýsluna með Rangárvallasýslu. Lögsagnarar hans í Vestmannaeyjum: Þórður Sigurðsson í Bjálmholti í Holtum, seinna í Norðurgarði í eyjum, Helgi Ólafsson Bergmann Guðmundssonar á Vindhæli, bjó á Gjábakka og Magnús Ólafsson Bergmann, bjó á Kornhól og Gjábakka.

Þórarinn Öefjord 1819 (settur).

Grímur Pálsson prests Magnússonar á Ofanleiti (settur).

Johan Nikolai Abel 1821-1839 og 1840-1852. Kona hans Diderikke Abel.

Isak Jakob Bonnesen 1828 (settur).

Carl H. U. Balbroe læknir 1835 (settur).

Þórður Guðmundsson 1839-1840 (settur).

Adolph Christian Baumann 1851-1853 (settur).

Andreas August von Kohl 1853-1860, kallaður kapteinn Kohl.

Stefán Helgason Thordersen 1860-1861 (settur).

Bjarni E. Magnússon f. 1. des. 1831 í Flatey á Breiðafirði, d. 25. maí 1876. Lagapróf frá Hafnarháskóla 5. júní 1860. Skipaður sýslumaður í Vestmannaeyjum frá 6. júní 1861 til 6. júní 1872 síðar sýslumaður Húnvetninga til æfiloka. Kona hans Hildur Bjarnadóttir skálds og amtmanns Thorarensens og Hildar Bogadóttur Benediktssen á Staðarfelli áttu saman 4 börn.

Þorsteinn Jónsson héraðslæknir 1872 (settur).

Michael Marius Ludvik Aagaard 1872-1891. Kona hans Agnes Grandjean.

Sigurður Briem 1891 (settur).

Jón Magnússon f. 16. jan. 1859 í Múla í S-Þing., d. 23. júní 1926. Lagapróf frá Hafnarháskóla 29. maí 1891. Skipaður sýslumaður í Vestmannaeyjum 3. júlí 1891 til 1896 síðar landshöfðingjaritari og skrifstofustjóri í kennslu- og dómsmáladeild stjórnarráðsins síðar bæjarfógeti í Reykjavík og loks forsætisráðherra 1917-1919 og 1920-22 og loks 1924-26. Kona hans Þóra Jónsdóttir háyfirdómara Péturssonar, áttu eina kjördóttur.

Magnús Jónsson 1896-1908. Fyrsta kona hans Kirsten Sylvia, dóttir L. E. Sveinbjörnssonar háyfirdómara. Önnur kona Jóhanna Andrea Oddgeirsdóttir prests á Ofanleiti Guðmundsen. Þriðja kona Guðrún Sigríður Oddgeirsdóttir, systir Jóhönnu miðkonu hans.

Björn Þórðarson f. 6. febr. 1879 í Móum á Kjalarnesi, d. 25. okt. 1963. Lagapróf frá Hafnarháskóla 14. febr. 1908. Settur sýslumaður í Vestmannaeyjum 20. mars 1909 til 15. febr. 1910, síðan sýslumaður Húnvetninga og Borgfirðinga um skeið síðar forsætisráðherra 1942-44. Kona hans Ingibjörg Ólafsdóttir Briem, áttu saman 2 börn, soninn Þórð Björnsson síðar ríkissaksóknara.

Karl Júlíus Einarsson f. 18. febr. 1872 í Miðhúsum S-Múlasýslu, d. 24. sept. 1970. Lagapróf frá Hafnarháskóla 14. febr. 1903. Vanna á skrifstofu stjórnarráðsins, en skipaður sýslumaður í Vestmannaeyjum frá 1. ágúst 1909 (tók við embætti febr. 1910) til 29. febrúar 1924. Var þingmaður Vestmannaeyja 1914-1923 og þá gengdi hann störfum bæjarstjóra um þriggja ára bil. Síðar starfaði hann í fjármálaráðuneytinu 1924-1952. Kona hans Elín, dóttir Jónasar Stephensens fyrrum póstafgreiðslumanns á Seyðisfirði Stefánssonar prests að Reynivöllum, áttu saman 7 börn. Í forföllum Karls bæjarfógeta gegndu embættinu: Gunnar Ólafsson konsúll, Sigurður Lýðsson cand. jur. og Sigfús M. Johnsen cand. jur.

Kristján Linnet f. 1. febr. 1881 í Reykjavík, d. 8. september 1958. Lagapróf frá Hafnarháskóla 19. júní 1907. Málflutningsmaður í Reykjavík á árunum 19071918, en skipaður sýslumaður Skagfirðingar á sumarið 1918. Fulltrúi í Hafnarfirði 1918 til 1924. Skipaður sýslumaður og bæjarfógeti í Vestmannaeyjum 1. september 1924 til 15. okt. 1940. Vann síðar í fjármálaráðuneytinu 1941-48. Kona hans Jóhanna Júlíusdóttir kaupmanns Ólafssonar, áttu saman 5 börn.

Sigfús M. Johnsen 1940-1949. Kona hans Jarþrúður Pétursdóttir prests Jónssonar á Kálfafellsstað Péturssonar háyfirdómara og Jóhönnu Bogadóttur Benediktssen frá Staðarfelli.

Gunnar Þ. Jósepsson ... 1949-1950.

Torfi Jóhannsson 1950-1963. Kona hans Jónný Ólöf Jónsdóttir.

Freymóður Þorsteinsson f. 13. nóv. 1903 á Höfða í Mýrasýslu, d. ca. 1993. Lagapróf frá HÍ 11. júní 1932. Lögfræðistörf í Reykjavík 1932-42, fulltrúi í Vestmannaeyjum 1942-1963 og fyrst settur, en síðan skipaður Bæjarfógeti í Vestmannaeyjum 10. apríl 1963 til 1. des. 1973. Var oft settur bæjarfógeti áður í fjarveru bæjarfógeta. Kona hans Ragnheiður Henrietta Elisabet Hansen, barnlaus.

Kristján Torfason f. 4. nóv. 1939 í Reykjavík. Lagapróf frá HÍ 14. júní 1967. Fulltrúi í Reykjavík og í Hafnarfirði 1967-1970 og skrifstofustjóri í Hafnarfirði 1970-73. Skipaður bæjarfógeti í Vestmannaeyjum frá 15. desember 1973 til 1. júlí 1992, Skipaður dómsstjóri við Héraðsdóm Suðurlands á Selfossi frá 1. júlí 1992 til 1998, en formaður Öræfanefndar frá 1998-. Kona hans Sigrún Sigvaldadóttir og eiga þau 3 börn.

Jón R. Þorsteinsson f. 22. ágúst 1942 á Ísafirði, d. febr. 1997. Lagapróf frá HÍ 30. sept. 1971. Fulltrúi í Vestmannaeyjum 1971-1982, en skipaður héraðsdómari í Vestmannaeyjum 1982-1992. Settur bæjarfógeti í Vestmannaeyjum frá 1. sept. 1985 til 1. maí 1987. Síðar Héraðsdómari við Héraðsdóm Suðurlands á Selfossi til æfiloka. Kona hans Sigrún Anna Bogadóttir og áttu þau saman eina dóttur og hann eina kjördóttur.

Georg Kr. Lárusson f. 21. mars 1959 í Reykjavík. Lagapróf frá HÍ 23. febr. 1985. Fulltrúi við Borgardóm Reykjavíkur 1985-89 og settur bæjarfógeti og sýslumaður í Dalasýslu, Strandasýslu og í Kópavogi á tímabilinu 1989-92. Skipaður sýslumaður í Vestmannaeyjum frá 1. júlí 1992 til 1. apríl 1998, síðar settur lögreglustjóri í Reykjavík 1998-1999 og forstjóri útlendingaeftirlitsins frá 1. október 1999. Kona hans Guðrún Hrund Sigurðardóttir og eiga þau saman 2 börn.

Karl Gauti Hjaltason f. 31. maí 1959 í Reykjavík. Lagapróf frá HÍ 21. október 1989. Fulltrúi í Keflavík 1989-90, lögfræðingur hjá ríkisskattanefnd 1990 og síðar fulltrúi á Selfossi 1990-1998. Settur sýslumaður á Hólmavík í júlí 1996. Skipaður sýslumaður í Vestmannaeyjum frá 1. júlí 1998- 30. júní 2014.

Kjartan Þorkelsson  f. 16. september 1954.  Lagadeild HÍ vorið 1981. Fulltrúi sýslumannsins á Hvolsvelli frá 1. apríl 1982 til 31. júlí 1989. Settur sýslumaður í Vestur-Skaftafellssýslu í 6 mánuði 1987. Sýslumaður í Ólafsfirði frá 1. ágúst 1989 til 24. apríl 1994. Sýslumaður á Blönduósi frá 25. apríl 1994 til 31. janúar 2002. Sýslumaður í Rangárvallasýslu frá 1. febrúar 2002 til 31. desember 2014. Einnig lögreglustjóri í Vestur-Skaftafellssýslu frá 1. Janúar 2007. Settur sýslumaður í Vestmannaeyjum frá 1. júlí til 31. desember 2014. Lögreglustjóri á Suðurlandi frá 1. janúar 2015. Settur ríkislögreglustjóri frá 1. janúar til 15. mars 2020. 

Lára Huld Guðjónsdóttir f. 21.5.1968. Cand.Jur. frá Háskóla Íslands 1996. LL.M í alþjóðlegum viðskiptarétti frá háskólanum í Leiden, Hollandi 2003. Fulltrúi sýslumannsins á Sauðárkróki 1997-1998. Lögfræðingur hjá Íbúðalánasjóði 1999-2002 og á tekju- og lagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins 2003-2004. Fulltrúi sýslumannsins á Seyðisfirði 2004-2007 (staðgengill frá 2006). Skipaður sýslumaður á Hólmavík frá 1. febrúar 2007 til 31. desember 2014. Skipaður sýslumaður í Vestmannaeyjum frá 1. janúar 2015 til 31. janúar 2019. 

Kristín Þórðardóttir f. 6. september 1979. Cand. Jur. frá Háskóla Íslands 2006. Fulltrúi á afleysingum hjá sýslumanninum á Hvolsvelli 2005-2006. Löglærður fulltrúi sýslumanns/lögreglustjórans á Hvolsvelli 2006-2015 (staðgengill sýslumanns frá 2009). Löglærður fulltrúi og staðgengill sýslumanns á Suðurlandi frá 2015-2017. Settur sýslumaður á Suðurlandi 2017-2018. Skipaður sýslumaður á Suðurlandi 2018. Settur sýslumaður í Vestmannaeyjum  frá 1. febrúar 2019 – 31.mars 2020.

Arndís Soffía f. 6. júní 1978. Lögregluskóli ríkisins 2000. Mag. Jur. frá Háksóla Íslands 2008. Fulltrúi sýslumanns á Selfossi 2007-2015. Innanríkisráðuneyti, formaður starfshóps um Guðmundar- og Geirfinnsmál 2011-2013. Innanríkisráðuneyti, sérfræðingur í málenfum peningaþvættis og mansals 2013. Fulltrúi sýslumanns á Suðurlandi 2015-2020. Staðgengill sýslumanns á Suðurlandi 2017-2020. Skipaður sýslumaður í Vestmannaeyjum 1. apríl 2020.


[1] Saga Vestmannaeyja, I bindi, Sigfús M. Johnsen, Fjölsýn, Rvík 1989.