Endurkröfur vegna ofgreiðslna hjá Vinnumálastofnun
IMST innheimtir eftirtaldar kröfur fyrir Vinnumálastofnun (VMST):
- Endurkröfur vegna ofgreiðslna úr atvinnuleysistryggingarsjóði sbr. 39. gr. l. nr. 54/2006 um atvinnuleysistryggingar.
- Endurkröfur vegna ofgreiðslna úr Fæðingarorlofsjóði sbr. 15. gr. a. l. um fæðingar- og foreldraorlof nr. 95/2000.
- Endurkröfur vegna ofgreiðslna úr Fæðingarorlofssjóði eða Atvinnuleysistryggingarsjóði fela í sér höfuðstól kröfunnar með 15% álagi sbr. 2. mgr. 39. gr. l. nr. 54/2006 og 2. mgr. 15. gr. a. l. nr. 95/2000.
Almennt innheimtuferli
Við innheimtu IMST koma til eftirgreind úrræði til að knýja á um greiðslur
- Innheimtubréf/greiðsluáskorun – samningar
- Skuldajöfnuður
- Fjárnám
- Nauðungarsala
Greiðsludreifing
Beiðni um greiðsludreifingu þarf að berast skriflega á netfangið innheimta@syslumenn.is eða með bréfi til embættisins.
Vakin er athygli á að hægt er að greiða kröfu á bankareikning 0159-26-267, kennitala 660914-0990. Tilgreina þarf kennitölu og nafn skuldara við greiðslu í banka.
Þá er einnig hægt er að greiða með greiðslukorti og gera boðgreiðslusamning.
Nánari upplýsingar má finna á vef Vinnumálastofnunar, www.vmst.is