Viðtal vegna staðfestingar samnings um umgengni

Ef foreldrar eru sammála um umgengni og vilja fá samning sinn staðfestan, er hægt að bóka tíma vegna þess. Í viðtalinu þarf að leggja samninginn fram. Hægt er að nota eyðublað sem sýslumenn leggja til, sjá einnig upplýsingasíðu um umgengni.

ATH: Þú getur ekki bókað tíma vegna ágreiningsmáls um umgengni.

Ef hitt foreldrið vill gera samning um umgengni, hvað get ég gert?

Hægt er að leggja inn hjá sýslumanni beiðni annars foreldris um ákvörðun á umgengni, sjá upplýsingasíðu um umgengni.