Þinglýsing skjala

Þinglýsing felur í sér opinbera skráningu réttinda yfir tilteknum eignum til þess að þau njóti réttarverndar gagnvart þriðja manni.

Þinglýsing fer þannig fram að meginatriði skjals sem þinglýsa á á tiltekna eign eru skráð í sérstaka tölvufærða skrá sem nefnd hefur verið landskrá fasteigna. Þegar skjal er móttekið til þinglýsingar eru eintök þess árituð um móttökudag, efni þess í framhaldinu fært í skrána á þá eign sem það varðar og það að því búnu áritað eða stimplað um þinglýsinguna.

Eignir sem nú eru skráðar í landskrá fasteigna sem hýst er hjá Þjóðskrá Íslands eru: 

  • Fasteignir og fasteignaréttindi
  • Skip yfir fimm brúttótonn
  • Flugvélar
  • Ökutæki
  • Lausafé, sem skráð er á kennitölu rétthafa þess.

Um þinglýsingu gilda lög nr. 39/1978 þinglýsingarlög með síðari breytingum.

Skjöl sem á að þinglýsa skal afhenda í tvíriti, frumriti og samriti eða endurriti.  Það eintak, sem sýslumanni er ætlað, skal vera skráð á löggiltan skjalapappír.

Nánar um þinglýsingargjald og stimpilgjald.


Uppfært 14. janúar 2014.