P- kort stæðiskort fyrir hreyfihamlaða

Verklagsreglur vegna umsóknar og útgáfu stæðiskorts

1. Umsókn um stæðiskort skal afhenda sýslumanni í því umdæmi sem umsækjandi býr.

2. Umsóknin skal rituð á eyðublað sem er aðgengilegt á heimasíðunni syslumenn.is

3. Umsækjandi verður sjálfur að mæta til sýslumanns til staðfestingar á því hver hann er og undirrita stæðisvottorðið.

4. Gögn varðandi umsókn um stæðiskort:

          · Ljósmynd af umsækjanda (passamynd)

          · Læknisvottorð sem berst rafrænt frá lækni

5. Umsækjandi skrifar undir stæðiskortið. Í þeim tilvikum sem hönd umsækjanda er ónothæf eða umsækjandi er sjónskertur undirritar hann ekki stæðiskortið. Í þessum tilvikum skal skrá upplýsingar þessar á umsóknina.

6. Gildistími stæðiskorts:

a. Batahorfur góðar

          i. Tímabundið í 6 mánuði

b. Óvissa um batahorfur:

          i. Tímabundið í 12 mánuði, 18 mánuði, 24 mánuði, 30 mánuði eða 36 mánuði.

c. Varanleg fötlun:

          i. Tímabundið í 10 ár.

d. Eldri borgarar:

          i. 70 til 74 ára

1. Batahorfur góðar

a. Tímabundið í 6 mánuði

2. Óvissa um batahorfur eða varanleg fötlun:

a. Tímabundið í 5 ár

          ii. 75 til 79 ára tímabundið í 3 ár

          iii. 80 til 83 ára tímabundið í 2 ár

          iv. 84 og eldri tímabundið í 1 ár.

Verklagsreglur þessar eru gefnar út af Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í samráði við landlæknisembættið á grundvelli 5. mgr.2.gr. reglugerðar nr. 1130/2016 og taka gildi 1. janúar 2020

Sýslumenn annast móttöku á umsóknum um P-kort og annast útgáfu þeirra. Nánari upplýsingar á vef þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar.