Skírteini, vegabréf og vottorð
Almennt um skírteini, vegabréf og vottorð
- Sýslumenn gefa út eða afgreiða skírteinin. Það fer eftir ákvæðum einstakra laga hver annast afgreiðslu eða útgáfu þessara leyfa og skírteina í umdæmi sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu og er þess getið hverju sinni.
- Dvalarleyfi
Sýslumenn utan höfuðborgarsvæðisins ásamt Útlendingastofnun annast móttöku umsókna um dvalarleyfi fyrir útlendinga og afhendingu slíkra leyfa. Útlendingastofnun annast úrvinnslu og útgáfu dvalarleyfa fyrir allt landið.
- Nafnskírteini
Þjóðskrá Íslands gefur út nafnskírteini en sýslumenn utan höfuðborgarsvæðisins annast móttöku umsókna.
- Sakavottorð
Sýslumenn gefa út sakavottorð (einkavottorð). Vottorðin eru aðeins gefin út að ekki sé skráð í sakaskrá dómur eða önnur viðurlög sem viðkomandi hefur hlotið. Sé um slíkt að ræða ber að snúa sér til embætti ríkissskasóknara til að fá vottorðið útgefið.
-
Vegabréf
Þjóðskrá gefur út íslensk vegabréf. Sækja má um þau á skrifstofum allra sýslumanna. Nánari upplýsingar á www.vegabref.is -
Ökuskírteini
Sýslumenn annast móttöku á umsóknum um ökuskírteini og gæta þess að öll skilyrði séu uppfyllt og annast jafnframt afhendingu þeirra. Ríkislögreglustjóri er útgefandi ökuskírteina. - P-kort fyrir hreyfihamlaða Sýslumenn annast móttöku á umsóknum um P-kort og annast útgáfu þeirra. Nánari upplýsingar á vef þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar. http://www.thekkingarmidstod.is/rettindi/p-merkip-staedi/