Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar

vegna forsetakosninga laugardaginn 25. júní 2016

Uppfært 24. júní 2016 

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna forsetakosninga laugardaginn 25. júní 2016 er hafin.
Fer hún fyrst um sinn fram á skrifstofum og útibúum sýslumanna um land allt á auglýstum afgreiðslutíma á hverjum stað.

Þegar nær dregur verður stöðum þar sem greiða má atkvæði fjölgað og afgreiðslutími á nokkrum stöðum lengdur.  Verða upplýsingar um það færðar hér inn á vefinn eftir því sem þær liggja fyrir.

Skrifstofur og útibú sýslumanna eru nú opin fyrir atkvæðagreiðslu utan kjörfundar sem hér segir:

 

Hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna forsetakjörs fer frá og með 9. júní eingöngu fram í Perlunni í Öskjuhlíð, Reykjavík.  Þar verður opið alla daga milli kl. 10:00 og 22:00.   Á kjördag, laugardaginn 25. júní  verður opið milli kl. 10:00 og 17:00 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins.

Atkvæðagreiðsla á sjúkrastofnunum og dvalarheimilum aldraðra:

 • Hjúkrunarheimilið Sóltún, Reykjavík: Mánudaginn 6. júní, kl. 13:00-14:30.
 • Skjól við Kleppsveg, Reykjavík: Mánudaginn 6. júní, kl. 13:00-15:30.
 • Skógarbær við Árskóga, Reykjavík: Þriðjudaginn 7. júní, kl. 15:30-17:30.
 • Droplaugarstaðir við Snorrabraut, Reykjavík: Þriðjudaginn 7. júní, kl. 15:00-17:00.
 • Seljahlíð við Hjallasel, Reykjavík: Miðvikudaginn 8. júní, kl. 15:30-17:30.
 • Hrafnista (Boðaþing), Kópavogi: Miðvikudaginn 8. júní, kl. 15:30-17:00.
 • Vík, Kjalarnesi, Reykjavík: Fimmtudaginn 9. júní, kl. 13:00-14:30.
 • Hlaðgerðarkot, Mosfellsbæ: Fimmtudaginn 9. júní, kl. 15:30-17:30.
 • Landspítalinn Háskólasjúkrahús Landakot, Reykjavík:Fimmtudaginn 9. júní, kl. 15:00-17:00.
 •  Eir við Hlíðarhús, Grafarvogi, Reykjavík: Föstudaginn 10. júní, kl. 13:00-16:00.
 •  Hjúkrunarheimilið Ísafold, Strikinu, Garðabæ: Föstudaginn 10. júní, kl. 13:00-15:00.
 •  Landspítalinn Vífilsstöðum, Garðabæ: Föstudaginn 10. júní kl. 15:30-16:30.
 •  Hrafnista við Brúnaveg, Reykjavík: Laugardaginn 11. júní, kl. 11:00-15:00.
 •  Dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund, Reykjavík: Laugardaginn 11. júní, kl. 11:00-15:00.
 •  Mörkin, Reykjavík: Laugardaginn 11. júní, kl. 11:00-14:00.
 •  Kleppsspítali, Reykjavík: Mánudaginn 13. júní, kl. 15:00-16:00.
 •  Sunnuhlíð, Kópavogi: Þriðjudaginn 14. júní, kl. 15:00-17:00.
 •  Landspítalinn Grensásdeild, Reykjavík: Þriðjudaginn 14. júní, kl. 17:00 -18:00.
 •  Hjúkrunarheimilið Hamrar, Mosfellsbæ: Miðvikudaginn 15. júní, kl. 15:00-16:00.
 • Sólvangur, Hafnarfirði: Miðvikudaginn 15. júní, kl. 13:00-14:00.
 • Hrafnista við Hraunvang, Hafnarfirði: Miðvikudaginn 15. júní kl. 14:30- 16:30.
 • Landspítalinn Háskólasjúkrahús Fossvogi: Fimmtudaginn 23. júní, kl. 13:00-16:00.
 • Líknardeildin í Kópavogi: Föstudaginn 24. júní, kl. 15:30-17:00.
 • Landspítalinn Háskólasjúkrahús Hringbraut: Föstudaginn 24. júní, kl. 14:00-17:00.


Hjá Sýslumanninum á Vesturlandi

 

Á kjördag, laugardaginn 25. júní 2016, geta þeir kjósendur sem vilja kjósa utan kjörfundar haft samband við fulltrúa sýslumanns sem hér segir:
Í  Borgarnesi: Jón Einarsson í síma 866-2080, hann verður á skrifstofu embættisins á milli kl. 11:00-14:00.  
Í  Stykkishólmi: Hallgerður Gunnarsdóttir í síma 892-1188.

 - - - - - -  

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í umdæmi Sýslumannsins á Vesturlandi vegna kjörs forseta Íslands hinn 25. júní nk. fer fram á skrifstofum embættisins á venjulegum afgreiðslutíma sem er sem hér segir:

 • Akranesi - skrifstofu sýslumanns, Stillholti 16-18,  virka daga kl. 10.00 til 15.00.
 • Borgarnesi - skrifstofu sýslumanns, Bjarnarbraut 2,  virka daga kl. 10.00 til 15.00.
 • Búðardal - skrifstofu sýslumanns, Miðbraut 11,  virka daga kl. 12:30 til 15.30.
 • Ólafsvík - skrifstofu sýslumanns, Bankastræti 1a á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 10.00 til 14.00.
 • Stykkishólmi - skrifstofu sýslumanns, Borgarbraut 2,  virka daga kl. 10.00 til 15.00.
 • Grundarfirði – skrifstofu sýslumanns, Hrannarstíg 2, kosning hefst þar 7. júní  og verður kosið á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum, kl. 17.00 til 19.00.
 • Á öðrum stöðum í umdæminu fer atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fram sem hér segir:

 • Eyja- og Miklaholtshreppi - skrifstofu hreppsstjóra, Þverá, virka daga kl. 12.00 til 13.00
 • Kvíabryggja fimmtudaginn 16. júní n.k., kl. 14:30-15:30.
 • Atkvæðagreiðsla á sjúkrastofnunum og dvalarheimilum aldraðra:
 • Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi í fundarstofunni Grund 1. hæð, miðvikudaginn 22. júní n.k., kl. 14:00-15:00.
 • Dvalarheimilið Brákarhlíð Borgarnesi í Samkomusal Brákarhlíðar, mánudaginn 20. júní n.k. kl. 10.00 til 12.00
 • Höfði hjúkrunar og dvalarheimili, þriðjudaginn 14. júní n.k. kl. 10-12 f.h.
 • Dvalarheimili aldraðra í starfsmannaherbergi á 1. hæð, miðvikudaginn 15. júní n.k. kl.16.00-17.00.
 • St. Franciskuspítalinn í Friðarherbergi á 2. hæð, miðvikudaginn 15. júní n.k. kl. 16.00-17.00.
 • Dvalarheimilið Fellaskjól, Grundarfirði, fimmtudaginn 23. júní n.k., kl. 15:30-16:30.
 • Hjá Sýslumanninum á Vestfjörðum

  Á kjördag, laugardaginn 25. júní 2016, geta þeir kjósendur sem vilja greiða atkvæði utan kjörfundar haft samband við skrifstofur embættisins á Ísafirði og Patreksfirði milli kl. 12:00 og 14:00 sem hér segir:
  Á Ísafirði Jónas Guðmundsson í síma 898 6794.   
  Á Patreksfirði Bergrún Halldórsdóttir í s. 898 9296. 

  - - - - - - 

  Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar í umdæmi Sýslumannsins á Vestfjörðum vegna kjörs forseta Íslands hinn 25. júní nk. fer fram á skrifstofum embættisins alla virka daga á venjulegum afgreiðslutíma á hverjum stað, sem er sem hér segir:

  •          Aðalstræti 92, Patreksfirði, kl. 9:00 til 12:00 og 13:00 til 15:00.
  •          Hafnarstræti 1, Ísafirði, kl. 9:30 til 12:00 og 12:30 til 15:30.
  •          Aðalstræti 12, Bolungarvík, kl. 9:30 til 14:00.
  •          Hafnarbraut 25, Hólmavík, kl. 9:00 til 12:00 og 13:00 til 15:30.

  Á öðrum stöðum í umdæminu fer atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fram sem hér segir:

  ·         Árneshreppur:  Í félagsheimilinu í Trékyllisvík, mánudaginn 13. júní kl. 15:00 til 17:00.
            Þingeyri:  Á heilsugæslustöðinni Vallargötu 7, miðvikudaginn 15. júní, kl. 14:00 til 16:00. 
  ·         Reykhólahreppur:  Í hreppsskrifstofunni Maríutröð 5a, miðvikudaginn 22. júní, kl. 18:00 til
            19:00  (athuga breytta dagsetningu).
  ·         Í Flatey á Breiðafirði: Í frystihúsinu, mánudaginn 20. júní kl. 14:00 til 15:00.   

  Atkvæðagreiðsla á sjúkrastofnunum og dvalarheimilum aldraðra:

  ·         Bolungarvík:  Hjúkrunarheimilið, mánudaginn 20. júní kl. 10:00 til 11:00. 
  ·         Ísafjörður:  Dvalarheimilið  Hlíf, þriðjudaginn 21. júní kl. 13:00 til 14:00.
                       og sjúkrahúsið og hjúkrunarheimilið Eyri sama dag kl. 14:00 til 15:00.
  ·         Þingeyri:  Á dvalarheimilinu Tjörn, miðvikudaginn 15. júní kl. 13:00 til 14:00.
            Patreksfjörður:  Heilbrigðisstofnunin á Patreksfirði, miðvikudaginn 22. júní  kl. 10:00 til 12:00.
            Reykhólahreppur: Dvalarheimilið Barmahlíð, miðvikudaginn 22. júní kl. 18:00 til 19:00
            (ath.   breytta dagsetningu).
            Hólmavík:  Sjúkrahúsið á Hólmavík, þriðjudaginn 14. júní kl. 11:00 til 12:00.


  Hjá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra

  Á kjördag laugardaginn 25. júní verða aðalskrifstofan á Blönduósi og sýsluskrifstofan á Sauðárkróki opnar frá kl. 16:00 til 18:00.

  ---------

  Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar í umdæmi Sýslumannsins á Norðurlandi vestra vegna kjörs forseta Íslands hinn 25. júní nk. fer fram á skrifstofum embættisins alla virka daga á venjulegum afgreiðslutíma á hverjum stað, sem er sem hér segir:

  • Blönduósi, aðalskrifstofa, Hnjúkabyggð 33, Blönduósi, virka daga, kl. 10:00 til kl. 15:00.
  • Sauðárkróki, sýsluskrifstofa, Suðurgötu 1, Sauðárkróki, virka daga, kl. 10:00 til kl. 15:00

  Fimmtudagana 16. og 23. júní verður opið til kl. 19:00 í aðalskrifstofunni Blönduósi og sýsluskrifstofunni á Sauðárkróki.

  Á kjördag verða aðalskrifstofan á Blönduósi og sýsluskrifstofan á Sauðárkróki opnar frá kl. 16:00 til 18:00.

  Á öðrum stöðum fer utankjörfundaratkvæðagreiðsla fram sem hér segir í samráði við viðkomandi hreppsstjóra:

  • Hvammstanga, hjá Guðrúnu Ragnarsdóttur, skipuðum hreppsstjóra, s-893-7700:

  1.  Skrifstofu sveitarfélagsins Húnaþing vestra, Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga.
  2.  Bakkatúni 2, 530 Hvammstanga

  • Sveitarfélaginu Skagaströnd, hjá Lárus Ægi Guðmundssyni, skipuðum hreppsstjóra, s- 864-7444:

  1. Einbúastíg 2, 545 Skagaströnd.
  2. Hólabraut 24, 545 Skagaströnd.

  • Sveitarfélaginu Skagafirði, hjá Ásdísi Garðarsdóttur, skipuðum hreppsstjóra, s-848-8328:

  1. Kirkjugötu 19, 565 Hofsósi.
  2. Grunnskólanum að Hólum í Hjaltadal.

   

  Hjá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra


  Á kjördag, laugardaginn 25. júní er opið frá kl. 10:00 til 18:00 að Hafnarstræti 107, Akureyri. 

  Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninga þann 25. júní 2016 fer fram á skrifstofum embættisins sem hér segir:

  • Akureyri, Hafnarstræti 107, virka daga frá kl. 9:00 til 15:00.

  Frá 13. júní er opið til kl. 18:30.Laugardaginn 18. og sunnudaginn 19. júní er opið frá kl. 14:00 til 17:00.Laugardaginn 25. júní er opið frá kl. 10:00 til 18:00. 

  • Húsavík, Útgarði 1, virka daga frá kl. 9:00 til kl. 15:00.

  Laugardaginn 18. og sunnudaginn 19. júní er opið frá kl. 14:00 til 17:00.

  • Siglufjörður, Gránugötu 6, virka daga frá kl. 9:00 til 15:00.

  Laugardaginn 18. og sunnudaginn 19. júní er opið frá kl. 14:00 til 17:00.

  • Dalvík, Ráðhúsinu, virka daga frá kl. 9:00 til 13:00.
   
  Frá 6. júní fer utankjörfundaratkvæðagreiðsla einnig fram á virkum dögum sem hér segir:
   
  • Grýtubakkahreppur: Túngötu 3, Grenivík, frá kl. 10:00 til 15:00.
  • Þingeyjarsveit: Kjarna, Laugum í Reykjadal, frá kl. 10:00 til 15:00 en til kl. 12:00 á föstudögum.
  • Skútustaðahreppur: Hlíðarvegi 6, Reykjahlíð, frá kl. 9:00-12:00 og 13:00-15:00 en föstudaga frá kl 9:00 til 12:00.
  • Þórshöfn: Fjarðarvegi 3, frá kl. 10:00 til 15:00.
  • Kópasker: Bakkagötu 10, frá kl. 8:00 til 16:00.
  • Raufarhöfn: Aðalbraut 6, mánudaga, fimmtudaga og föstudaga, frá kl. 12:00 til 15:00.
  • Hrísey: Skrifstofu Akureyrarbæjar í Hrísey, frá kl. 8:00 til 13:00, og skv. samkomulagi.
  • Grímsey: Skrifstofa kjörstjóra, Miðtúni, skv. samkomulagi. 
  Kjörstaðir verða lokaðir þann 17. júní.
  Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á sjúkrastofnunum mun fara fram í samráði við forstöðumenn þeirra og verður auglýst frekar innan viðkomandi stofnana.

  Hjá Sýslumanninum á Austurlandi

  Á kjördag, laugardaginn 25. júní, verður bakvakt vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu sem hér segir:
  Á Seyðisfirði:  Lárus Bjarnason, s. 896-4743,
  Á Egilsstöðum:  Selja Hvönn Eðvaldsdóttir, s. 844-8505,
  Á Eskifirði:  Sigrún Harpa Bjarnadóttir, s. 690-2064.

  ----------

  Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í umdæmi Sýslumannsins á Austurlandi vegna forsetakosninga hinn 25. júní nk. hófst 2. maí sl. og fer fram á skrifstofum Sýslumannsins á Austurlandi, sem hér segir:

  • Seyðisfjörður, Bjólfsgötu 7, frá kl.09:00 til kl.15:00.
  • Egilsstaðir, Lyngási 15, frá kl. 09:00 til kl.12:00 og frá kl.13:00 til kl.15:00.
  • Eskifjörður, Strandgötu 52, frá kl.09:00 til kl.15:00.
  • Vopnafjörður, Lónabraut 2, frá kl. 10:00 til kl.13:00.

  Á öðrum stöðum fer utankjörfundaratkvæðagreiðsla fram sem hér segir, fram að kjördegi:

  • Borgarfjörður: Hreppstofu, á opnunartíma og skv. samkomulagi við kjörstjóra.
  • Breiðdalshreppur: Selnesi 25, 760 Breiðdalsvík á opnunartíma frá og með 6. júní.
  • Djúpivogur: Bakka 1, 765 Djúpavogi á opnunartíma frá og með 6. júní.
  • Norðfjörður: Bókasafn Norðfjarðar, Skólavegi 9, 740 Neskaupstað á almennum opnunartíma safnsins frá og með 6. júní á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum.
  • Fáskrúðsfjörður: Bókasafn Fáskrúðsfjarðar í Skólamiðstöðinni, Hlíðargötu 56, 750 Fáskrúðsfirði á almennum opnunartíma safnsins frá og með 8. júní á miðvikudögum og föstudögum.
  • Fljótsdalshérað: Bókasafn að Laufskógum 1, 700 Egilsstöðum alla virka daga frá kl. 15:00 til 19:00 frá 6. júní.
  •  

  Hjá Sýslumanninum á Suðurlandi


  Á kjördag, laugardaginn 25. júní, verður opið sem hér segir:

  Skrifstofa Selfossi, Hörðuvöllum 1: kl. 10:00 til 12:00.
  Skrifstofa Hvolsvelli, Austurvegi 6: kl
  . 10:00 til 12:00.
  Skrifstofa í Vík, Ránarbraut 1, kl. 10 til 12:00. 

  Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninga laugardaginn 25. júní 2016.              (Ath. lengdan opnunartíma sýsluskrifstofa).

   Skrifstofa Selfossi, Hörðuvöllum 1:

  • Föstudaginn 17. júní - lokað
  • Laugardaginn 18. júní kl. 10:00-13:00.
  • Dagana 20.-23. júní kl. 09:00-18:00.
  • Föstudagurinn 24. júní kl. 09:00-20:00.
  • Laugardaginn 25. júní, kjördagur 25. júní kl. 10:00-12:00.

  Skrifstofa Hvolsvelli, Austurvegi 6:

  • Föstudagurinn 24. júní kl. 09.00-18-00.
  • Laugardagurinn 25. júní, kjördagur kl. 10.00-12.00.

  Skrifstofa Vík, Ránarbraut 1:

  • Laugardaginn 25. júní, kjördagur kl. 10.00-12.00.

  Skrifstofa Höfn, Hafnarbraut 36:

  • Dagana 22.-24. júní kl. 09.00-18.00.

  Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á kjörstöðum í samstarfi við sveitarfélög o.fl.:

  • Á skrifstofu sveitastjórnar Ölfuss að Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn.  Opnunartími kl. 13.00-16.00 alla virka daga.
  • Á skrifstofu Hveragerðisbæjar að Sunnumörk 2, Hveragerði, opnunartími kl. 10.00-15.00 alla virka daga.
  • Á skrifstofu Hrunamannahrepps að Akurgerði 6, Flúðum. Opnunartími kl. 13.00-16.00 mánudag-fimmtudag.
  • Á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa uppsveita bs. að Dalbraut 12, Laugarvatni.  Opnunartími kl. 13.00-16.00 alla virka daga.
  • Skrifstofu sveitastjórnar Rangárþings ytra að Suðurlandsvegi 1, Hellu. Opnunartími kl. 09.00-15.00 mánudaga til fimmtudaga, kl. 09.00-13.00 föstudaga.
  • Skrifstofu sveitastjórnar Skaftárhrepps að Klausturvegi 10, Kirkjubæjarklaustri. Opnunartími kl. 10.00-14.00 mánudaga-fimmtudaga og kl. 10.00-13.00 föstudaga.
  • Á heimili Pálínu Þorsteinsdóttur að Svínafelli 1 Suðurbæ, Öræfum.  Opnunartími skv. samkomulagi.  Sími 4781760 og 894 1765.

  Atkvæðagreiðsla á sjúkrastofnunum og fangelsum í umdæmi sýslumannsins á Suðurlandi (atkvæðagreiðsla þessi er einungis ætluð þeim sem dvelja á þessum stofnunum):

  Selfoss og nágrenni:

  • Ás, Dvalar- og hjúkrunarheimili, Hverahlíð 20, Hveragerði. Föstudaginn 10. júní kl. 9:30 – 11:30.
  • Dvalarheimilið Sólvellir, Eyrargötu 26, Eyrarbakka . Miðvikudaginn 15. júní  kl. 11:00 – 12:00.
  • Hjúkrunarheimilið Kumbaravogur,Stokkseyri. Miðvikudaginn 15. júní  kl. 13:00 – 14:00.
  • Fangelsið Litla Hraun, Eyrarbakka. Fimmtudaginn 16. júní kl. 9:30 - 10:30.
  • Fangelsið Sogni, Sogni, Ölfusi. Fimmtudaginn 16. júní kl. 13:00 – 14:00.
  • Heilsustofnun NLFÍ, Grænumörk 10, Hveragerði. Þriðjudaginn 21. júní kl. 13:00 – 15:00.
  • Sólheimar í Grímsnesi. Miðvikudaginn 22. júní kl. 13:00 – 15:00.
  • Þjónustumiðstöð aldraðra, Grænumörk 5, Selfossi. Fimmtudaginn 23. júní kl. 10:00 – 11:00.
  • Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi, sjúkra- og hjúkrunardeildir. Föstudaginn 24. júní kl. 10:00 – 12:00.

  Hvolsvöllur og Hella:

  • Dvalarheimili aldraðra Lundi, Hellu. Mánudaginn 13. júní kl. 13.00.
  • Dvalarheimilið aldraðra Kirkjuhvoli,  Hvolsvelli. Mánudaginn 13. júní kl. 10.00.

  Vík og Kirkjubæjarklaustur:

  • Dvalarheimili aldraðra Hjallatúni, Vík. Þriðjudaginn 14. júní kl. 14.00.
  • Dvalarheimili aldraðra Klausturhólum, Kirkjubæjarklaustri. Þriðjudaginn 14. júní kl. 16.30.

  Höfn:

  • Dvalarheimili aldraðra Skjólgarði, Höfn. Þriðjudaginn 14. júní kl. 13.00.

  Hjá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum

  Á kjördag, laugardaginn 25. júní, verður skrifstofan opin milli kl. 10:00 og 12:00.

  Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna forsetakosninga, sem fara fram 25. júní n.k. ,
  er hafin við embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Kosið er í stjórnsýsluhúsinu að Heiðarvegi 15, 1. hæð til vinstri.

  Hægt er að greiða atkvæði utan kjörfundar á opnunartíma skrifstofu, sem er alla virka daga frá kl. 9.30 til kl. 15.00.
  Að auki verður hægt að greiða atkvæði utan venjulegs opnunartíma, sem hér segir:

  þriðjudaginn 21. júní, kl. 16:00-18:00            fimmtudaginn 23. júní, kl. 16:00-18:00,

  föstudaginn 24. júní, kl. 16:00-19:00 og         laugardaginn 25. júní, kjördag kl. 10:00-12:00.

   

  Atkvæðagreiðsla á stofnunum

  Ákveðið hefur verið í samráði við forstöðumenn neðangreindra stofnanna að atkvæðagreiðsla fyrir vistmenn þeirra fari fram í húsnæði þeirra á neðangreindum tímum og dögum:

  •             Dvalarheimilið Hraunbúðir, miðvikudaginn 15. júní 2016, kl. 15:30.
  •             Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja, fimmtudaginn 16. júní 2016, kl. 15:00.


  Hjá Sýslumanninum á Suðurnesjum

  Á kjördag, laugardaginn 25. júní, verður skrifstofan að Vatnsnesvegi 33, Reykjanesbæ,
  opin milli kl. 10:00 og 14:00.

  Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninga, sem fram eiga að fara 25. júní 2016 verður sem hér segir á skrifstofum sýslumannsins á Suðurnesjum að Vatnsnesvegi 33, Reykjanesbæ og Víkurbraut 25, Grindavík:

  Reykjanesbær: 

  • Alla virka daga frá 1. júní til 24. júní frá kl. 08:30 til 19:00.
  • Laugardagana 4. og 11. júní frá kl. 10:00 til 12:00 og laugardaginn 18. júní og á kjördag 25. júní, frá kl. 10:00 til 14:00

  Grindavík:                                                                                                                                   

  • Alla virka daga frá 2. maí til 19. júní frá kl. 08:30 til 13:00. 
  • Dagana 20. til 24. júní frá kl. 08:30 til 18:00.

  Sérstök athygli er vakin á að nú verður einnig unnt að kjósa utan kjörfundar á skrifstofu sveitarfélagsins Garðs að Sunnubraut 4, Garði sem hér greinir:

  Garður:

  • Mánudaga til fimmtudaga frá 6. júní til 23. júní frá kl. 09:30 til 15:00. 
  • Föstudaga frá 11. júní til 24. júní frá kl. 09:30 til 12:30.

  Atkvæðagreiðsla á hjúkrunarheimilum og sjúkrahúsi í umdæmi sýslumannsins á Suðurnesjum vegna forsetakjörs 25. júní 2016.

  • Hlévangur við Faxabraut, Reykjanesbæ, mánudaginn 20. júní n.k. kl.13:00-15:00.

  • Nesvellir, Njarðarvellir 2, Reykjanesbæ, þriðjudaginn 21. júní n.k. kl.12:00-15:00.

  Víðihlíð, Austurvegi 2, Grindavík, miðvikudaginn 22. júní n.k. kl.10:00-12:00.

   Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Skólavegi 6, Reykjanesbæ, fimmtudaginn 23. júní n.k. kl.13:00-15:00.  Ýmis atriði:


  Kjósendur skulu hafa kynnt sér hvar þeir eru á kjörskrá og hafa meðferðis persónuskilríki til að sanna hverjir þeir eru, ef með þarf.  Nálgast má upplýsingar um hvar viðkomandi er á kjörská á vefnum www.island.is  (sjá hér.)

  Ölum sem eru skráðir á kjörskrá er heimilt að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá hvaða sýslumanni sem er óháð búsetu eða lögheimili. Ef senda þarf atkvæði skulu kjósendur sjálfir annast og kosta sendingu þess.  Embætti sýslumanns eða umboðsmanna hans er þó skylt, ef kjósandi óskar þess, að koma bréfinu í póst.

  Kosið verður á sjúkrahúsum, dvalarheimilum aldraða, fangelsum og öðrum slíkum stofnunum samkvæmt nánari ákvörðun sýslumanns á hverjum stað í samráði við viðkomandi forstöðumenn. Stefnt er að því að upplýsingar um það verði birtar hér á vefnum þegar þær liggja fyrir.  

  Ósk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, þarf að hafa borist hlutaðeigandi embætti sýslumanns eigi síðar en kl. 16:00 fjórum dögum fyrir kjördag eða þriðjudaginn 21. júní kl. 16:00.

  Þegar nær dregur kjördegi verður að finna upplýsingar hér á vefnum um þjónustu sýslumanna þann dag.

  Vakin skal athygli á að á vefnum www.kosning.is er að finna ýmsar upplýsingar varðandi undirbúning kosninganna, upplýsingar um framkvæmd atkvæðagreiðslu utan kjörfundar, hérlendis og erlendis,  hvernig atkvæðagreiðslan fer fram, sendingu atkvæðaseðla, aðstoð við kjósanda sem óskar að greiða atkvæði utan kjörfundar o.fl.