Greiðsluaðlögun fasteignalána

Auglýsing:

Sýslumenn minna á rétt skuldara skv. 12. gr.  laga nr. 50/2009 um tímabundna greiðsluaðlögun
fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði.

Þeir einstaklingar sem leituðu til héraðsdóms og fengu samþykkta tímabundna greiðsluaðlögun
fasteignaveðkrafna, geta sótt um afmáningu veðréttinda umfram matsvirði fasteignar hjá embætti
sýslumanns.

Skilyrði þess eru:

  • Að minna en þrír mánuðir séu til loka tíma greiðsluaðlögunar.
  • Að veðskuldir séu í skilum eftir þeirri skipan sem greiðsluaðlögun hefur leitt af sér.
  • Að sýnt sé að umsækjandi verði um fyrirséða framtíð ófær um að standa í fullum skilum með greiðslu skulda sem tryggðar 
  •  Eru með veði í þeirri fasteign sem greiðsluaðlögun tekur til og að önnur tiltæk greiðsluerfiðleikaúrræði séu ófullnægjandi.
  • Að umsækjandi sýni fram á að hann geti staðið í fullum skilum með þær veðskuldir sem áfram hvíla á fasteigninni eftir afmáningu veðréttinda.

Hvar skal sækja um

Sækja skal um hjá sýslumanni í því umdæmi þar sem fasteignin er og hjá umboðsmanni skuldara. Umsóknareyðublað má finna á eftirfarandi heimasíðum: www.syslumenn.is og www.ums.is.

Nánari upplýsingar um áskilin gögn eru tilgreind á umsóknareyðublaði en vakin skal athygli á því að einstaklingar þurfa m.a. að leggja fram verðmat tveggja löggiltra fasteigna sala.

Reykjanesbæ, 7. maí 2013
E.u. Þórólfur Halldórsson
sýslumaðurinn í Keflavík