Greiðsla sanngirnisbóta

Lög um sanngirnisbætur nr. 47/2010 tóku gildi í maí 2010. Á grundvelli þeirra er ríkissjóði heimilt að greiða bætur til einstaklinga sem voru vistaðir sem börn á vistheimilum á vegum hins opinbera um og eftir síðustu öld og urðu fyrir ofbeldi eða annarskonar illri meðferð á meðan á vistuninni stóð. Forsenda bótagreiðslu er að fyrir liggi könnun vistheimilanefndar á starfsemi viðkomandi stofnunar. Í árslok 2015 var lögunum breytt til þess að unnt væri að taka til greina kröfur frá fyrrverandi nemendum Landakotsskóla án þess að á undan færi könnun vistheimilanefndar. Með dómi Hæstaréttar í desember 2015 var ríkissjóði einnig gert að greiða sanngirnisbætur til nemenda Heyrnleysingjaskólans sem voru þar fyrir árið 1947 eða eftir árið 1992.

Nú liggur fyrir skýrsla vistheimilanefndar um starfsemi Kópavogshælisins 1952-1993. Unnt er að nálgast hana hér. 


Frá og með 1. janúar 2015 fer sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra með þann hluta verkefnisins sem snýr að sýslumanni, en áður var það sýslumaðurinn á Siglufirði. 

Nú er lokið innköllun vegna allra þeirra heimila, stofnana og skóla sem falla undir lög um sanngirnisbætur en þau eru:

Vistheimilið Breðavík
Vistheimilið Kumbaravogur
Heyrneysingjaskólinn
Vistheimilið Reykjahlíð
Vistheimilið Silungapollur
Skólaheimilið Bjarg
Heimavistarskólinn að Jaðri
Upptökuheimili ríkisins
Unglingaheimili ríkisins
Landakotsskóli
Kópavogshælið