Innsetning

Um innsetningu er fjallað í 73. gr. aðfararlaga nr. 90/1989, þar segir:

Ef aðfararheimild kveður á um skyldu gerðarþola til að veita gerðarbeiðanda umráð annars en þess, sem 72. gr. tekur til, skal sýslumaður fullnægja rétti gerðarbeiðanda með því að taka það með valdi úr umráðum gerðarþola og afhenda gerðarbeiðanda.

Ennfremur segir i 78. gr. laganna:

Ef manni er með ólögmætum hætti aftrað að neyta réttinda, sem hann tjáir sig eiga og telur svo ljós, að sönnur verði færðar fyrir þeim með gögnum, sem aflað verður skv. 83. gr., er honum heimilt að beina til héraðsdómara beiðni um að skyldu þess efnis, sem getur í 72. eða 73. gr., verði fullnægt með aðfarargerð, þótt aðfararheimild skv. 1. gr. liggi ekki fyrir.