Nauðungarsölur og fullnustugerðir

Almennt um nauðungarsölur og fullnustugerðir

Fullnustugerð hefur verið skilgreind sem valdbeitingarathöfn, sem ríkið grípur til í því skyni, að þvinga fram efndir á skyldu manns eða persónu að lögum sem hlutaðeigandi vill eða getur ekki orðið við af fúsum og frjálsum vilja.

Fullnustugerðir annast sýslumenn og löglærðir fulltrúar þeirra.

Flokkar fullnustugerða

Fullnustugerðir má í aðalatriðum flokka í þrjá flokka:

1. Aðfarargerðir
Samanber lög nr. 90/1989 um aðför og fleira, en þær skiptast í tvo meginflokka:

 • Aðför til fullnustu kröfu um greiðslu peninga. Nefnist hún fjárnám.
 • Aðför til fullnustu kröfu um annað en greiðslu peninga. Þeim má skipta í fjóra flokka:
  1. Útburðargerð
  2. Innsetning
  3. Skuldbinding skv. löggerning
  4. Að framfylgja banni skv. aðfararheimild

2. Bráðabirgðagerðir
Samanber lög. nr. 31/1990 um kyrrsetningu, lögbann og fleira. Þær flokkast í þrjá flokka:  

 • Kyrrsetning
 • Lögbann
 • Löggeymslu

3. Nauðungarsölur
Samanber lög nr. 90/1991 um nauðungarsölur.