Lögráðamenn

Um lögráðamenn er fjallað í V. kafla  lögræðislaga nr. 71/1997.  Þar er jafnt fjallað um hvort tveggja lögráðamenn þeirra sem eru ólögráða fyrir æsku sakir (barna yngri en 18 ára) og þeirra sem sviptir hafa verið lögræði.

Lögráð þeirra sem eru ólögráða fyrir æsku sakir


Lögráðamaður þess sem er ólögráða fyrir æsku sakir ræður persónulegum högum viðkomandi. Nefnast þau lögráð forsjá og fer um hana samkvæmt barnalögum nr. 76/2003 og barnaverndarlögum nr. 80/2002. 
Um lögráðamenn er fjallað í V. kafla lögræðislaga nr. 71/1997.  Þar er fjallað um 

Lögráðamaður manns, sem ófjárráða er fyrir æsku sakir, skal fyrir 1. apríl ár hvert gefa yfirlögráðanda skýrslu, á eyðublaði sem hann leggur til, um helstu ákvarðanir sem teknar hafa verið á fyrra ári um fjárhald hins ófjárráða ef verðmæti eigna hans er 1.000.000 kr. eða þar yfir.

Lögráð þeirra sem sviptir eru lögræði

Ef einstaklingur er sviptur sjálfræði eða fjárræði, eða hvoru tveggja, með dómsúrskurði, hverfa lögráðin til yfirlögráðanda í því umdæmi sem hinn lögræðissvipti á lögheimili eða fastan dvalarstað.  Yfirlögráðandi skal skipa hinum lögræðissvipta lögráðamann svo fljótt sem verða má eftir að honum berst staðfest endurrit úrskurðar um lögræðissviptinguna.  

Starfsskyldur skipaðs lögráðamanns

Lögráðamaður skal hafa samráð við hinn ólögráða um framkvæmd starfa síns, eftir því sem við verður komið, nema um minni háttar ákvarðanir sé að ræða. Lögráðamaður skal haga störfum sínum í þágu hins ólögráða eins og best hentar hag hans hverju sinni. Lögráðamanni er skylt að fara að fyrirmælum yfirlögráðanda og ráðuneytisins.

Lögráðamaður fjárræðissvipts manns skal fyrir 1. apríl ár hvert gefa yfirlögráðanda skýrslu, á eyðublaði sem hann leggur til, um helstu ákvarðanir sem teknar hafa verið á fyrra ári um fjárhald og eignaumsýslu hins fjárræðissvipta. 

Lögráðamaður manns sem hefur verið sviptur sjálfræði í tvö ár skal að liðnum 12 mánuðum frá sviptingu sjálfræðis gefa yfirlögráðanda skýrslu, á eyðublaði sem hann leggur til, um hinn sjálfræðissvipta. Ef viðkomandi hefur verið sviptur sjálfræði lengur en tvö ár skal lögráðamaður gefa skýrslu á 12 mánaða fresti.

Heimildir skipaðs lögráðamanna

Lögráðamaður sjálfræðissvipts manns hefur heimild til að taka nauðsynlegar ákvarðanir um þá persónuhagi hins sjálfræðissvipta sem hann er ófær um að taka sjálfur og er hún bindandi eins og hann hafði hana sjálfur gert. Lögráðamaður ófjárráða manns ræður yfir fé hans, nema lög mæli um á annan veg.

Þóknun lögráðamanns 

Um þóknun og kostnað skipaðs lögráðmanns gilda reglur nr. 965/2015 um þóknun og útlagðan kostnað skipaðra lögráðamanna.


Uppfært 24.11.2017