Skemmtanaleyfi

Um skemmtanahald gilda lög nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og reglugerð nr. 1277/2016 sama efnis. 

Hvenær er skylt að sækja um skemmtanaleyfi?

  • Þegar halda á skemmtun sem aðgangur er seldur að.
  • Þegar halda á skemmtun á almennum skemmtistað, félagsheimili,eða veitingahúsi, og skemmtun á að standa lengur en til kl. 23.30.

Hvað kostar skemmtanaleyfi?

  • Tækifærisleyfi – 10.000 kr.
  • Tímabundið áfengisleyfi – 31.500 kr.