Löggilding ökukennara
Samkvæmt 56. gr. umferðarlaga hefur sá rétt til að hafa á hendi kennslu í akstri og meðferð bifreiða og bifhjóla sem hefur hlotið til þess löggildingu sýslumanns.
Veita má slíka löggildingu þeim, sem:
a. er 21 árs eða eldri,
b. hefur ekið bifreið, eftir atvikum bifhjóli, að staðaldri síðustu þrjú árin, og
c. hefur staðist sérstakt próf fyrir ökukennara að afloknu ökukennaranámi.
Heimilt er að synja manni um löggildingu til ökukennslu, ef ákvæði 2.
mgr. 68. gr. almennra hegningarlaga á við um hagi hans.
Löggilding gildir í fimm ár, þó eigi lengur en hlutaðeigandi hefur
ökuréttindi. Endurnýja má löggildingu, enda fullnægi ökukennari enn þá
framangreindum skilyrðum og hafi að jafnaði stundað ökukennslu á liðnu
löggildingartímabili. Í reglugerð má kveða á um endurmenntun ökukennara sem
skilyrði fyrir endurnýjun löggildingar.
Ráðherra setur nánari reglur um tilhögun ökukennaranáms og prófs,
um löggildingu, endurnýjun hennar, starfsemi ökukennara og gjald fyrir
ökukennaranám og próf og löggildingu.
Útgefandi ökukennararéttinda getur hvenær sem er svipt mann
ökukennararéttindum, ef ástæða þykir til.
Ráðherra getur sett reglur um stofnun og starfsemi ökuskóla.