Leiðbeiningar fyrir skil á nýtingaryfirliti og endurnýjun skráningar
Skil á nýtingaryfirliti:
Athugið að áður en nýtingaryfrlit er fyllt út að hafa til hliðsjónar bókunarsögu eignar t.d. af bókunarsíðu sem notast er við til útleigu.
- Fara inn á www.heimagisting.is smella á „Skila yfirliti/endurnýjun“ og auðkenna sig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Athugið að sami aðili og er skráður fyrir heimagistingu þarf að auðkenna sig.
- Smella á „Skila yfirliti“ við skráða heimagistingu.
- Hægra megin á síðunni yfir upplýsingar um heimagistingunna skal smella á „Skila yfirliti“.
- Til að opna nýtingaryfirlitið þarf að auðkenna sig með Íslykli eða rafrænum skilríkjum.
- Fylla út umbeðnar upplýsingar um útleigða daga, leigutekjur, vefslóðir á auglýsingar og bókunarsögu frá bókunarsíðum.
- Við skil á nýtingaryfirliti opnast möguleiki til að endurnýja skráningu ef þess er óskað.
Endurnýjun á skráningu:
- Þegar nýtingaryfirliti hefur verið skilað opnast ný síða með hlekk til að endurnýja.
- Hlekkurinn leiðir inn á „leyfi“
- Heimagistingin sem var skráð hefur fengið stöðuna ´“Útrunnið“
- Smella á „Endurnýja“ hægra megin við skráningu heimagistingarinnar.
- Yfirfara upplýsingar og halda áfram eins og gert var við nýskráningu.
- Beiðni er orðin virk þegar skráningargjald hefur verið greitt.
- Beiðnin verður afgreidd innan fárra daga og mun berast tölvupóstur um afgreiðsluna á það netfang sem var gefið upp við skráninguna.
Athugið að skil á nýtingaryfirliti er skilyrði endurskráningar