Fyrirframgreiddur arfur

Heimilt er að greiða lögerfingjum og öðrum sem standa til arfs  samkvæmt erfðalögum nr. 8/1962 fyrirfram út arfshluta þeirra að hluta eða öllu leyti samkvæmt ákvæðum laganna.

Við fyrirframgreiðslu arfs ber erfingja eða erfingjum að ganga frá og undirrita erfðafjárskýrslu og afhenda sýslumanni til yfirferðar og ákvörðunar á erfðafjárskatti, sbr. 3. mgr. 6. gr. laga um erfðafjárskatt nr. 14/2004. Skal skýrslan afhent sýslumanni í umdæmi þar sem arfláti á lögheimili.

Af fyrirframgreiddum arfi ber að greiða 10% erfðafjárskatt af öllum arfshlutanum, sbr. 2. gr. laga um erfðafjárskatt.

 

Yfirfarið 30.08.2016.