Eignalaus dánarbú

Ef sá sem tilkynnir andlát til sýslumanns lýsir því yfir að eignir dánarbúsins séu ekki meiri en sem nemur kostnaði við útför hins látna, getur sýslumaður lokið skiptum strax án frekari aðgerða.

Sýslumaður heimilar erfingjum ráðstöfun eigna hins látna, gegn því að þeir greiði kostnað af útförinni.