Upplýsingar um útgefin rekstrarleyfi fyrir veitinga- og gististaði nú á vef sýslumanna

Nú má nálgast upplýsingar um öll útgefin rekstrarleyfi fyrir veitinga- og gististaði á vef sýslumanna, en til þessa hafa þær verið hýstar á vef lögreglunnar.  
Sjá hér http://www.syslumenn.is/thjonusta/utgefin-leyfi/veitinga-og-gististadir/

Samkvæmt 20. gr. laga nr. 85/2007 um veitinga- og gististaði ber leyfisveitanda að halda skrá um útgefin rekstrarleyfi í miðlægu leyfakerfi, sem nánar er kveðið á um í reglugerð og birta rekstrarleyfi í gildi með aðgengilegum hætti, svo sem á heimasíðu sinni.  Skráin skal innihalda upplýsingar um nafn leyfishafa, kennitölu, hvar aðalstarfsemin er rekin, útgáfu rekstrarleyfis og annað sem ákveðið kann að vera í reglugerð.  Allar þessar upplýsingar verður hægt að finna á þessari síðu auk þess sem leita má á síðunni eftir heiti leyfishafa, póstnúmerum, leyfiveitendum o.fl. 

Stefnt er að því að upplýsingarnar verði færðar innfærðar vikulega.

25.01.2016.