Traust til sýslumanna fer enn vaxandi

Vaxandi traust og almenn ánægja með þjónustu sýslumanna eru megin niðurstöður árlegrar könnunar Gallup á viðhorfum og reynslu landsmanna á árinu 2020.  

Vaxandi traust og almenn ánægja með þjónustu sýslumanna eru megin niðurstöður árlegrar könnunar Gallup á viðhorfum og reynslu landsmanna á árinu 2020.

Helstu niðurstöður könnunarinnar eru sem hér segir:

· Traust þjónustuþega til sýslumanna vex annað árið í röð og mælist nú 61%.

· Ánægja með þjónustu embættanna mælist 50% og lækkar lítillega. Ekki er marktæk fjölgun á fjölda óánægðra þjónustuþega. Mest mælist ánægjan vegna leyfismála, innheimtumála, lögræðismála og þjónustu vegna Tryggingastofnunar og Sjúkratrygginga. Óánægja mælist mest vegna fjárnámsgerða og nauðungarsölumála.

· Tæplega helmingur landsmanna eða 47% nýtti sér þjónustu sýslumanna á sl. 12 mánuðum. Áhrif kórónveirunnar birtust í færri heimsóknum á skrifstofur embættanna og auknum rafrænum samskiptum. Umtalsverð fækkun varð á útgáfu vegabréfa en hins vegar fjölgaði þjónustuþegum nokkuð vegna þinglýsinga og ökuskírteina, og einnig vegna dánarbúa og fjölskyldumála.

· Þriðjungur þjónustuþega aflaði sér upplýsinga af vefnum www.syslumenn.is á sl. 12 mánuðum, en ekki liggja fyrir upplýsingar um fjölda þeirra sem nýttu sér nýjar vefgáttir á Island.is, þar sem nú má finna vaxandi fjölda stafrænna þjónustugátta sýslumanna.

· Aldurshóparnir 18-24 ára og 65 ára og eldri marktækt ánægðari með þjónustuna heldur en fólk á aldrinum 25-64 ára. Fólk búsett utan höfuðborgarsvæðisins er sömuleiðis ánægðara með þjónustuna en þeir sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu. Sama gildir um mælingar á trausti með tilliti til búsetu.

Nálgast má könnunina hér .