Tilkynning vegna verkfalla hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu

Hafið er ótímabundið verkfall lögfræðinga hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Tölvupóstum og öðrum erindum til lögfræðinga verður ekki svarað fyrr en að loknu verkfalli.

Þinglýsinga- og leyfasvið:  Tekið er við skjölum til þinglýsingar og aflýsingar en hvorki þinglýst né aflýst. Tekið er við umsóknum um gisti- og veitingaleyfi en hvorki ný leyfi gefin út né gildandi leyfi endurnýjuð. Lögbókandagerðir eru ekki framkvæmdar. Afgreiðsla vegabréfa, ökuskírteina og P-merkja á skrifstofunni að Dalvegi 18 í Kópavogi er að mestu með venjubundnum hætti.

Fjölskyldusvið: Pantaðir tímar hjá lögfræðingum í sifjamálum, lögráðamálum, ættleiðingum og dánarbúsmálum falla niður, og nýir tímar einungis bókaðir með fyrirvara um að þeir kunni að breytast. Tekið er við erindum á flestum sviðum. Afgreiðsla Tryggingastofnunar og Sjúkratrygginga að Dalvegi 18 í Kópavogi og Bæjarhrauni 18 í Hafnarfirði er með venjubundnum hætti.

Fullnustusvið:  Engin uppboð eða fyrirtökur sem tilkynnt hafa verið næstu daga fara fram að svo stöddu. Engin fjárnám eða aðrar aðfarargerðir fara fram.“