Staða þinglýsinga hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu

Þinglýsing skjala föstudaginn 21. júlí 2017:

Móttaka, þinglýsing, afgreiðsla, aflýsing og afhending þinglýstra skjala fara fram í skrifstofu embættisins að Hlíðasmára 1, Kópavogi á 1. hæð frá kl. 8:30 til kl. 15:00.

Eftirfarandi skjöl hafa verið könnuð/þinglýst:
Skjöl sem voru móttekin til þinglýsingar til og með 11. júlí utan E-skjöl frá 11. júlí og skjöl frá 12. júlí.

Skjöl sem komu inn til þinglýsingar til og með 12. júlí eru afgreidd í dag, meðan beðið er ef þau eru ekki tilbúin og skjöl frá 13 og 14. júlí sem eru tilbúin.

Skjöl sem koma inn til þinglýsingar í dag má vitja miðvikudaginn 2. ágúst nk., en óvíst er hvort þau hafa þá verið yfirfarin/þinglýst.

Húsaleigusamningar: Skjöl sem komu inn 20. júlí eru yfirfarin.

Eignaskiptayfirlýsingar:
Eignaskiptayfirlýsingar sem komu inn til þinglýsingar 5. júlí eða fyrr hafa verið yfirfarnar.
Eldri eignaskiptayfirlýsingar hafa verið þinglýstar hafi þær uppfyllt lagaskilyrði.

Aflýsingar:
Verið er að vinna við skjöl er bárust embættinu 19. júlí.

Símatími lögfræðinga í þinglýsingum í sumar er á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 13:00 til kl. 15:00.

Aðalsími embættisins er 458-2000 og er símatíminn frá kl. 8:30 til kl. 15:00.