Staða þinglýsinga hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu

Þinglýsing skjala miðvikudaginn 22. nóvember 2017:

Móttaka, þinglýsing, afgreiðsla, aflýsing og afhending þinglýstra skjala fara fram í skrifstofu embættisins að Hlíðasmára 1, Kópavogi á 1. hæð frá kl. 8:30 til kl. 15:00.

Eftirfarandi skjöl hafa verið könnuð/þinglýst:
Skjöl sem voru móttekin til þinglýsingar til og með 13. nóvember. Einnig eru flest skjöl frá 14. nóvember yfirfarinn.

Almenn skjöl sem komu inn til þinglýsingar til og með 13. nóvember eru afgreidd í dag, sem og nýrri skjöl sem eru tilbúin.

Verið er að vinna almenn skjöl frá 14. og 15. nóvember.

Almenn skjöl sem koma inn til þinglýsingar í dag má vitja föstudaginn 1. desember nk.

Húsaleigusamningar: Skjöl sem komu inn 20. nóvember eru yfirfarin.

Eignaskiptayfirlýsingar og lóðamarkabreytingar:
Eignaskiptayfirlýsingar sem komu inn til þinglýsingar 31. október eða fyrr hafa verið yfirfarnar.
Eldri eignaskiptayfirlýsingar hafa verið þinglýstar hafi þær uppfyllt lagaskilyrði.

Aflýsingar:
Verið er að vinna við skjöl er bárust embættinu 21. nóvember.

Símatími lögfræðinga í þinglýsingum alla daga frá kl. 13:00 til kl. 15:00.

Aðalsími embættisins er 458-2000 og er símatíminn frá kl. 8:30 til kl. 15:00.